Bjarkey undir árvökulu auga þungavigtar Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2024 14:12 Ef Bjarkey vill koma einhverjum breytingum á í matvælaráðuneytinu er við þá þessa þrjá að eiga: Teitur Björn, Óli Björn og Jón Gunnarsson munu vera þar fastir fyrir. vísir/vilhelm Athyglisverðar mannabreytingar eru í nefndum Alþingis. Vart verður hjá því komist telja Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sérstaklega útsetta fyrir því að fá þungavigtaraðhald frá sínu eigin fólki í stjórnarliðinu. Nefndarbreytingar sem vekja sérstaka athygli á þeim kosningavetri sem nú fer í hönd. Vísir fór sérstaklega yfir helstu breytingar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Teitur Björn, Óli og Jón saman í nefnd Það sem ekki síst vekur athygli eru sviptingar í atvinnuveganefnd. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um mál sem heyra undir Bjarkey matvælaráðherra. Í fyrra stóð þáverandi matvælaráðherra, nú innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir í ströngu varðandi hvalveiðimálið svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn skalf og nötraði og skildu margir í Sjálfstæðisflokknum ekki hvernig flokkurinn gat verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn sem setti fótinn fyrir hvalveiðar. Breytingar á nefndinni eru þær að Teitur Björn Einarsson verður nú annar varaformaður atvinnuveganefndar en Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki verður eftir sem áður formaður. Þá tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður og fyrir er Óli Björn Kárason. Talað var um þessa þrjá sem órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum þegar hvalveiðiumræðan stóð sem hæst. Nú liggur sem sagt fyrir að þungavigtin í flokknum mun hafa vakandi auga með öllu því sem Bjarkey býður upp á. Erindisleysa Vinstri grænna í matvælaráðuneytið Vísir hefur rætt við þingmenn um þessa tilfærslu á nefndarmönnum og þeir eru sannfærðir um að þetta sé engin tilviljun. „Sjálfstæðisflokkurinn er að plaffa þeim inn til að gulltryggja að engar breytingar verði á fiskveiðistjórnuninni og lagareldinu,“ segir til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar í samtali við blaðamann Vísis. Jóhann Páll skilur ekki hvað Vinstri græn eru að vilja í matvælaráðuneytið.vísir/vilhelm Jóhann Páll furðar sig reyndar á „erindisleysu Vinstri grænna í matvælaráðuneytið“ og nefnir sem dæmi hina yfirgripsmiklu nefnd sem Svandís skipaði með viðhöfn en ekkert hafi komið út úr. Hann er ekki viss um að það þurfi yfir höfuð að hafa sérstakt auga með Bjarkey og þylur upp dæmi: Lagareldisfrumvarpið, til að mynda, sem Bjarkey kom fram með í apríl hafi ekki komist í gegn og þar muni eftir sem áður ríkja villta vestrið. Og það passar, Bjarkey hefur tilkynnt að ekkert verði úr því að frumvarpið verði lagt fram því ekki hafi náðst samstaða um það. Alþingi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Nefndarbreytingar sem vekja sérstaka athygli á þeim kosningavetri sem nú fer í hönd. Vísir fór sérstaklega yfir helstu breytingar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Teitur Björn, Óli og Jón saman í nefnd Það sem ekki síst vekur athygli eru sviptingar í atvinnuveganefnd. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um mál sem heyra undir Bjarkey matvælaráðherra. Í fyrra stóð þáverandi matvælaráðherra, nú innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir í ströngu varðandi hvalveiðimálið svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn skalf og nötraði og skildu margir í Sjálfstæðisflokknum ekki hvernig flokkurinn gat verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn sem setti fótinn fyrir hvalveiðar. Breytingar á nefndinni eru þær að Teitur Björn Einarsson verður nú annar varaformaður atvinnuveganefndar en Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki verður eftir sem áður formaður. Þá tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður og fyrir er Óli Björn Kárason. Talað var um þessa þrjá sem órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum þegar hvalveiðiumræðan stóð sem hæst. Nú liggur sem sagt fyrir að þungavigtin í flokknum mun hafa vakandi auga með öllu því sem Bjarkey býður upp á. Erindisleysa Vinstri grænna í matvælaráðuneytið Vísir hefur rætt við þingmenn um þessa tilfærslu á nefndarmönnum og þeir eru sannfærðir um að þetta sé engin tilviljun. „Sjálfstæðisflokkurinn er að plaffa þeim inn til að gulltryggja að engar breytingar verði á fiskveiðistjórnuninni og lagareldinu,“ segir til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar í samtali við blaðamann Vísis. Jóhann Páll skilur ekki hvað Vinstri græn eru að vilja í matvælaráðuneytið.vísir/vilhelm Jóhann Páll furðar sig reyndar á „erindisleysu Vinstri grænna í matvælaráðuneytið“ og nefnir sem dæmi hina yfirgripsmiklu nefnd sem Svandís skipaði með viðhöfn en ekkert hafi komið út úr. Hann er ekki viss um að það þurfi yfir höfuð að hafa sérstakt auga með Bjarkey og þylur upp dæmi: Lagareldisfrumvarpið, til að mynda, sem Bjarkey kom fram með í apríl hafi ekki komist í gegn og þar muni eftir sem áður ríkja villta vestrið. Og það passar, Bjarkey hefur tilkynnt að ekkert verði úr því að frumvarpið verði lagt fram því ekki hafi náðst samstaða um það.
Alþingi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira