Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2024 09:55 Lögreglumennirnir gengu heldur harkalega fram við handtökuna. Miami-Dade Police Department Myndskeið af handtöku Tyreeks Hill, útherja Miami Dolphins í NFL-deildinni, úr líkamsmyndavél lögreglumanna sem framkvæmdu handtökuna hefur verið gefið út. Hegðun lögreglumannana þykir hneykslanleg og hefur Hill gagnrýnt viðkomandi. Myndskeiðið er tæplega fjögurra mínútna langt. Hill sést búa sig undir að stíga út úr bílnum þegar hann er rifinn út og þrykkt í jörðina og handjárnaður. Ekki dugði að hafa færri en fjóra lögreglumenn við handtökuna fyrir meint umferðarlagabrot útherjans. Lögreglan í Miami-Dade segir Hill hafa verið ósamvinnuþýðan við handtökuna. SLATER SCOOP: Tyreek Hill body-cam video from Miami-Dade Police. pic.twitter.com/aJvD4SamZk— Andy Slater (@AndySlater) September 9, 2024 Mikil umræða hefur verið um hegðun lögreglumanna og ofbeldis í garð þeldökkra Bandaríkjamanna. Lögreglumennirnir hafa sætt harðri gagnrýni eftir að handtakan fór í dreifingu. Hill var sjálfur ekki lengi að láta í sér heyra á samfélagsmiðlinum X eftir að myndirnir voru gerðar opinberar: „Nú er tími fyrir breytingar“. Let’s make a change— Ty Hill (@cheetah) September 10, 2024 Þá mætti Hill í viðtal vegna málsins á CNN vestanhafs í gær. „Ég var í sjokki. Þetta var brjálað vegna þess að þetta gerðist allt svo hratt. Þetta gerðist svo hratt að ég tók ekki inn allt sem gekk á,“ segir Hill við CNN. „Ég hreyfði mig ekki því ég er að glíma við meiðsli. Ég spila líkamlega krefjandi íþrótt og ég býst við að lögreglumönnunum hafi ekki þótt ég gera hlutina eins og þeim hentaði,“ segir Hill. „Ég var að reyna það en ég er ennþá í áfalli eftir þetta. Ég skammast mín.“ Handtakan átti sér stað um tveimur klukkustundum fyrir leik Miami Dolphins við Jacksonville Jaguars, rétt fyrir utan heimavöll Dolphins í Miami. Liðsfélagar Hill sjást á myndskeiðinu skipta sér af því sem þar gengur á. Hill skoraði eitt snertimark í 20-17 sigri Dolphins og fagnaði marki sínu með því að setja hendur fyrir aftan bak, líkt og handjárnaður. NFL Bandaríkin Tengdar fréttir Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
Myndskeiðið er tæplega fjögurra mínútna langt. Hill sést búa sig undir að stíga út úr bílnum þegar hann er rifinn út og þrykkt í jörðina og handjárnaður. Ekki dugði að hafa færri en fjóra lögreglumenn við handtökuna fyrir meint umferðarlagabrot útherjans. Lögreglan í Miami-Dade segir Hill hafa verið ósamvinnuþýðan við handtökuna. SLATER SCOOP: Tyreek Hill body-cam video from Miami-Dade Police. pic.twitter.com/aJvD4SamZk— Andy Slater (@AndySlater) September 9, 2024 Mikil umræða hefur verið um hegðun lögreglumanna og ofbeldis í garð þeldökkra Bandaríkjamanna. Lögreglumennirnir hafa sætt harðri gagnrýni eftir að handtakan fór í dreifingu. Hill var sjálfur ekki lengi að láta í sér heyra á samfélagsmiðlinum X eftir að myndirnir voru gerðar opinberar: „Nú er tími fyrir breytingar“. Let’s make a change— Ty Hill (@cheetah) September 10, 2024 Þá mætti Hill í viðtal vegna málsins á CNN vestanhafs í gær. „Ég var í sjokki. Þetta var brjálað vegna þess að þetta gerðist allt svo hratt. Þetta gerðist svo hratt að ég tók ekki inn allt sem gekk á,“ segir Hill við CNN. „Ég hreyfði mig ekki því ég er að glíma við meiðsli. Ég spila líkamlega krefjandi íþrótt og ég býst við að lögreglumönnunum hafi ekki þótt ég gera hlutina eins og þeim hentaði,“ segir Hill. „Ég var að reyna það en ég er ennþá í áfalli eftir þetta. Ég skammast mín.“ Handtakan átti sér stað um tveimur klukkustundum fyrir leik Miami Dolphins við Jacksonville Jaguars, rétt fyrir utan heimavöll Dolphins í Miami. Liðsfélagar Hill sjást á myndskeiðinu skipta sér af því sem þar gengur á. Hill skoraði eitt snertimark í 20-17 sigri Dolphins og fagnaði marki sínu með því að setja hendur fyrir aftan bak, líkt og handjárnaður.
NFL Bandaríkin Tengdar fréttir Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31
Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25