„Stór mistök hjá mér“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 21:21 Kerem Akturkoglu og Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í kvöld. Benfica-maðurinn skoraði þrennu í leiknum. Getty/Berkan Cetin Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. Tyrkir komust yfir eftir aðeins rétt rúmlega mínútu leik, eftir að Jóhann missti boltann frá sér. „Það voru stór mistök hjá mér að missa boltann á hættulegu svæði. Ég var ólíkur sjálfum mér fyrstu tuttugu mínúturnar en kom svo ágætlega inn í þetta,“ sagði Jóhann við Stefán Árna Pálsson í Tyrklandi. Klippa: Jóhann Berh eftir leik í Tyrklandi „Auðvitað er erfitt þegar þú gefur andstæðingum eins og Tyrkjum forskot, en við komum til baka sem var fábært. Við vorum nokkuð góðir fannst mér en auðvitað eru þeir með mjög góð einstaklingsgæði, svo þetta var erfitt. En við vorum algjörlega inni í þessu í stöðunni 1-1, svo skorar hann frábært mark, og svo erum við bara að sækja þegar þeir setja eitt í viðbót,“ sagði Jóhann. Kerem Aktürkoğlu skoraði þrennu í leiknum en hann kom Tyrklandi í 2-1 snemma í seinni hálfleik: „Auðvitað er vont að hleypa svona leikmanni á hægri fótinn. Það kom langur bolti þarna og við hefðum getað fært okkur kannski fyrr yfir. Þetta eru auðvitað bara mistök sem við kíkjum á og lærum af. Við eigum þá á heimavelli næst og það er gott að geta hefnt fljótt fyrir þetta,“ sagði Jóhann. „Við þurfum að gera betur, við vitum það, en það er erfitt að koma hingað. Mikil stemning og frábærir leikmenn. Þeir voru betri en við í dag en við eigum aftur leik við þá fljótt og getum hefnt fyrir þetta þá,“ bætti hann við. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 „Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira
Tyrkir komust yfir eftir aðeins rétt rúmlega mínútu leik, eftir að Jóhann missti boltann frá sér. „Það voru stór mistök hjá mér að missa boltann á hættulegu svæði. Ég var ólíkur sjálfum mér fyrstu tuttugu mínúturnar en kom svo ágætlega inn í þetta,“ sagði Jóhann við Stefán Árna Pálsson í Tyrklandi. Klippa: Jóhann Berh eftir leik í Tyrklandi „Auðvitað er erfitt þegar þú gefur andstæðingum eins og Tyrkjum forskot, en við komum til baka sem var fábært. Við vorum nokkuð góðir fannst mér en auðvitað eru þeir með mjög góð einstaklingsgæði, svo þetta var erfitt. En við vorum algjörlega inni í þessu í stöðunni 1-1, svo skorar hann frábært mark, og svo erum við bara að sækja þegar þeir setja eitt í viðbót,“ sagði Jóhann. Kerem Aktürkoğlu skoraði þrennu í leiknum en hann kom Tyrklandi í 2-1 snemma í seinni hálfleik: „Auðvitað er vont að hleypa svona leikmanni á hægri fótinn. Það kom langur bolti þarna og við hefðum getað fært okkur kannski fyrr yfir. Þetta eru auðvitað bara mistök sem við kíkjum á og lærum af. Við eigum þá á heimavelli næst og það er gott að geta hefnt fljótt fyrir þetta,“ sagði Jóhann. „Við þurfum að gera betur, við vitum það, en það er erfitt að koma hingað. Mikil stemning og frábærir leikmenn. Þeir voru betri en við í dag en við eigum aftur leik við þá fljótt og getum hefnt fyrir þetta þá,“ bætti hann við.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 „Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Sjá meira
Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14
„Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14