„Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2024 08:02 Alexander pakkaði Pálma pabba sínum saman: „það verður bara að viðurkennast“. vísir / ívar Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason, kom inn á í sinum fyrsta leik í Bestu deildinni á dögunum. Hann hefur verið á reynslu í Danmörku og stefnir þangað aftur. Metið setti Alexander, sem er fæddur árið 2010, þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Þá aðeins 14 ára og 147 daga gamall. FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022. „[Tilfinningin] var mjög góð [að ganga inn á völl]. Ég var búinn að bíða eftir þessu í smá tíma en fékk loksins sénsinn. Ég var ekki jafn stressaður og ég hélt ég myndi vera,“ sagði Alexander í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Lykilmaður langt upp fyrir sig Alexander hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. Á dögunum fór hann úti á reynslu til danska liðsins Nordsjælland og mun síðan fara á reynslu til FCK strax eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexander í lykilhlutverkið með 2.flokki KR. „Ég er búinn að vera í fótbolta síðan ég man eftir mér. Þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Alexander sem kemur af góðum genum og fylgdist alla tíð með föður sínum spila, Pálma Rafni Pálmasyni. Föðurbetrungur Pálmi er fyrrum atvinnumaður sem átti farsælan feril í Noregi sem og hér á landi. Hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall með Völsungi. „Ég var á sextánda ári, þannig að jú hann er búinn að pakka mér saman, það verður bara að viðurkennast,“ sagði faðirinn stoltur. Alexander þykir heilmikið efni og stefnir alla leið í boltanum, draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann heldur með Arsenal.vísir / ívar Pálmi er framkvæmdastjóri KR en hafði son sinn á varamannabekknum þegar hann stýrði liðinu tímabundið í sumar, Óskar Hrafn Þorvaldsson var tekinn við störfum þegar Alexander kom inn á gegn ÍA. „Nógu stressaður var ég á lokamínútunum, en þegar við komumst í 4-2 þá róaðist ég aðeins niður. Svo kipptist hjartað aftur af stað þegar hann skokkaði inn á.“ Ekkert svindl í gangi Pálmi segir ekkert gruggugt við það að hann sé að fá mínútur með KR þrátt fyrir ungan aldur. „Það eru engar tilviljanir hverjir eru í hóp og ekkert svindl í gangi. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, hann á ekki að græða á því en hann á heldur ekki að líða fyrir það að vera sonur minn.“ Innslagið úr Sportpakkan gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Metið setti Alexander, sem er fæddur árið 2010, þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Þá aðeins 14 ára og 147 daga gamall. FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022. „[Tilfinningin] var mjög góð [að ganga inn á völl]. Ég var búinn að bíða eftir þessu í smá tíma en fékk loksins sénsinn. Ég var ekki jafn stressaður og ég hélt ég myndi vera,“ sagði Alexander í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Lykilmaður langt upp fyrir sig Alexander hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. Á dögunum fór hann úti á reynslu til danska liðsins Nordsjælland og mun síðan fara á reynslu til FCK strax eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexander í lykilhlutverkið með 2.flokki KR. „Ég er búinn að vera í fótbolta síðan ég man eftir mér. Þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Alexander sem kemur af góðum genum og fylgdist alla tíð með föður sínum spila, Pálma Rafni Pálmasyni. Föðurbetrungur Pálmi er fyrrum atvinnumaður sem átti farsælan feril í Noregi sem og hér á landi. Hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall með Völsungi. „Ég var á sextánda ári, þannig að jú hann er búinn að pakka mér saman, það verður bara að viðurkennast,“ sagði faðirinn stoltur. Alexander þykir heilmikið efni og stefnir alla leið í boltanum, draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann heldur með Arsenal.vísir / ívar Pálmi er framkvæmdastjóri KR en hafði son sinn á varamannabekknum þegar hann stýrði liðinu tímabundið í sumar, Óskar Hrafn Þorvaldsson var tekinn við störfum þegar Alexander kom inn á gegn ÍA. „Nógu stressaður var ég á lokamínútunum, en þegar við komumst í 4-2 þá róaðist ég aðeins niður. Svo kipptist hjartað aftur af stað þegar hann skokkaði inn á.“ Ekkert svindl í gangi Pálmi segir ekkert gruggugt við það að hann sé að fá mínútur með KR þrátt fyrir ungan aldur. „Það eru engar tilviljanir hverjir eru í hóp og ekkert svindl í gangi. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, hann á ekki að græða á því en hann á heldur ekki að líða fyrir það að vera sonur minn.“ Innslagið úr Sportpakkan gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira