Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 19:45 Sjúkraliðar flytja lík Aysenur Ezgi Eygi í gegnum Rafidia-sjúkrahúsið. AP/Aref Tufaha Ísraelskir hermenn skutu unga bandaríska konu til bana á mótmælum gegn landtökubyggðum gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Herinn yfirgaf borgina Jenín og flóttamannabúðir þar í dag eftir blóðuga hernaðaraðgerð sem hafði staðið í níu daga. Sjónarvottar segjast hafa séð ísraelska hermenn skjóta Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamla bandarísk-tyrkenska konu, á vikulegum mótmælum við byggðina Beita nærri Nablus þar sem landtökumenn hafa fært sig upp á skaftið undanfarið. Landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Tveir læknar sem AP-fréttastofan ræddi við sögðu að Eygi hefði verið skotin í höfuðið. Jonathan Pollak, Ísraeli sem tók þátt í mótmælunum, sagði að mótmælendur hefði legið á bæn þegar ísraelskir hermenn umkringdu þá. Til átaka hefði komið þar sem palestínskir mótmælendur hefðu kastað steinum en hermenn svarað með táragasi og skothríð. Pollak segist hafa séð tvo ísraelska hermenn munda byssu og skjóta af þaki nærliggjandi íbúðarhúss þegar mótmælendur tóku til fótanna. Eygi hefði verið tíu til fimmtán metrum á eftir honum þegar skotunum var hleypt af. Hann hafi svo séð Eygi liggjandi í blóði sínu á jörðinni við ólífutré. Ísraelsher segist kanna frásagnir af því að erlendur ríkisborgari hafi fallið í skothríð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Eygi sé konan sem lést og að Bandaríkjastjórn reyni nú að grennslast fyrir um hvernig dauða hennar bar að. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tók dýpra í árinni og lýsti drápinu á Eygi sem „villimannslegu“. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að hún hefði verið felld af ísraelska hersetuliðinu í Nablus. Á fjórða tug látnir í umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraelsher yfirgaf borgina Jenín eftir eina umfangsmestu hernaðaraðgerð hans á Vesturbakkanum í áraraðir í dag. Hundruð hermanna tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í níu daga. Óbreyttum borgurum var gert að halda sig innan dyra og lokaði herinn á veitukerfi svæðisins á meðan. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að í það minnsta 36 Palestínumenn hafi fallið í bardögum Ísraela við vígamenn og loftárásum. Flestir þeirra látnu tilheyrðu vígasveitum en yfirvöld fullyrða að börn hafi verið á meðal þeirra látnu. Þá féll einn ísraelskur hermaður. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Sjónarvottar segjast hafa séð ísraelska hermenn skjóta Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamla bandarísk-tyrkenska konu, á vikulegum mótmælum við byggðina Beita nærri Nablus þar sem landtökumenn hafa fært sig upp á skaftið undanfarið. Landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Tveir læknar sem AP-fréttastofan ræddi við sögðu að Eygi hefði verið skotin í höfuðið. Jonathan Pollak, Ísraeli sem tók þátt í mótmælunum, sagði að mótmælendur hefði legið á bæn þegar ísraelskir hermenn umkringdu þá. Til átaka hefði komið þar sem palestínskir mótmælendur hefðu kastað steinum en hermenn svarað með táragasi og skothríð. Pollak segist hafa séð tvo ísraelska hermenn munda byssu og skjóta af þaki nærliggjandi íbúðarhúss þegar mótmælendur tóku til fótanna. Eygi hefði verið tíu til fimmtán metrum á eftir honum þegar skotunum var hleypt af. Hann hafi svo séð Eygi liggjandi í blóði sínu á jörðinni við ólífutré. Ísraelsher segist kanna frásagnir af því að erlendur ríkisborgari hafi fallið í skothríð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Eygi sé konan sem lést og að Bandaríkjastjórn reyni nú að grennslast fyrir um hvernig dauða hennar bar að. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tók dýpra í árinni og lýsti drápinu á Eygi sem „villimannslegu“. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að hún hefði verið felld af ísraelska hersetuliðinu í Nablus. Á fjórða tug látnir í umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraelsher yfirgaf borgina Jenín eftir eina umfangsmestu hernaðaraðgerð hans á Vesturbakkanum í áraraðir í dag. Hundruð hermanna tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í níu daga. Óbreyttum borgurum var gert að halda sig innan dyra og lokaði herinn á veitukerfi svæðisins á meðan. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að í það minnsta 36 Palestínumenn hafi fallið í bardögum Ísraela við vígamenn og loftárásum. Flestir þeirra látnu tilheyrðu vígasveitum en yfirvöld fullyrða að börn hafi verið á meðal þeirra látnu. Þá féll einn ísraelskur hermaður.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira