Höfundalögin „þarfnast ástar“ til að virka Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2024 13:36 Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði segist óska þess að einhver ráðherra í ríkisstjórninni tæki höfundaréttamál upp á sína arma og sinnti málaflokknum svo sómi sé af. Efst á óskalistanum sé að uppfæra höfundalögin. Vísir/aðsend Stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði kallar eftir því ráðherra breyti höfundalögum á Íslandi og uppfæri til samræmis við nútímann. Allur hugverkaiðnaðurinn sé undir sem neyðist til að styðja sig við úrelt lög. Málaflokkurinn „þarfnast ástar,“ líkt og stjórnarformaðurinn komst að orði, einkar skemmtilega. Fróði Steingrímsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, kom í gær fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem sífellt fleiri Íslendingar taka þátt í. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Sjá nánar frétt Vísis: „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Fróði segir að það sé djúpstætt vandamál hversu samþykkt það er í samfélaginu að nota slíka þjónustu. Stilla þurfi hugverki, óáþreifanlegum eignum, upp við hlið áþreifanlegra eigna. „Því þetta eru jafn mikilvægar eignir og þær sem eru áþreifanlegar. En lögin okkar, höfundalögin sem halda utan um þennan málaflokk þau endurspegla þetta ekki. Af þeim má ekki lesa að þetta séu jafn mikilvægar eignir og hinar áþreifanlegu. Refsiramminn í höfundalögunum er bara tvö ár, í mesta lagi, sem þýðir í raun og veru að þeir sem brjóta gegn höfundalögum eru líklega aldrei einu sinni að fara að sitja í fangelsi, sama hversu gróflega þeir brjóta gegn þeim.“ Löggjöfin er síðan 1972, áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar en síðan þá hefur hluti löggjafarinnar verið uppfærður en annað ekki. „Öll höfundaréttabrot fara í gegnum internetið. Það er ýmislegt í orðalagi laganna sem er órætt og þarf að túlka. Það þarf að heimafæra upp á nútímann og það er dálítið torsótt að fá ákæruvaldið til að heimfæra brot upp á höfundalög.“ Erfiðlega hafi gengið að fá ráðherra í ríkisstjórninni til að taka þennan málaflokk til sín. „Það er mennta- og viðskiptaráðuneytið og það er nýsköpunarráðuneytið sem er hagsmunagæsluaðili fyrir þennan málaflokk, það eru ekki bara sjónvarpsréttindi sem eru undir, það er bara allur hugverkaiðnaður Íslands sem styðst við verndina í höfundalögum þannig að það er ekkert smávegis sem þarf að passa upp á þarna.“ Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bíó og sjónvarp Höfundarréttur Tengdar fréttir Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Fróði Steingrímsson, stjórnarformaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, kom í gær fram á ráðstefnu um ólöglega dreifingu sjónvarpsefnis sem sífellt fleiri Íslendingar taka þátt í. Með ólöglegri sjónvarpsþjónustu er átt við aðila sem stela efni frá rétthöfum og selja áfram til þriðja aðila, á umtalsvert lægra verði. Sjá nánar frétt Vísis: „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Fróði segir að það sé djúpstætt vandamál hversu samþykkt það er í samfélaginu að nota slíka þjónustu. Stilla þurfi hugverki, óáþreifanlegum eignum, upp við hlið áþreifanlegra eigna. „Því þetta eru jafn mikilvægar eignir og þær sem eru áþreifanlegar. En lögin okkar, höfundalögin sem halda utan um þennan málaflokk þau endurspegla þetta ekki. Af þeim má ekki lesa að þetta séu jafn mikilvægar eignir og hinar áþreifanlegu. Refsiramminn í höfundalögunum er bara tvö ár, í mesta lagi, sem þýðir í raun og veru að þeir sem brjóta gegn höfundalögum eru líklega aldrei einu sinni að fara að sitja í fangelsi, sama hversu gróflega þeir brjóta gegn þeim.“ Löggjöfin er síðan 1972, áður en veraldarvefurinn kom til sögunnar en síðan þá hefur hluti löggjafarinnar verið uppfærður en annað ekki. „Öll höfundaréttabrot fara í gegnum internetið. Það er ýmislegt í orðalagi laganna sem er órætt og þarf að túlka. Það þarf að heimafæra upp á nútímann og það er dálítið torsótt að fá ákæruvaldið til að heimfæra brot upp á höfundalög.“ Erfiðlega hafi gengið að fá ráðherra í ríkisstjórninni til að taka þennan málaflokk til sín. „Það er mennta- og viðskiptaráðuneytið og það er nýsköpunarráðuneytið sem er hagsmunagæsluaðili fyrir þennan málaflokk, það eru ekki bara sjónvarpsréttindi sem eru undir, það er bara allur hugverkaiðnaður Íslands sem styðst við verndina í höfundalögum þannig að það er ekkert smávegis sem þarf að passa upp á þarna.“
Fjarskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bíó og sjónvarp Höfundarréttur Tengdar fréttir Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43 „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Jón Einar sakfelldur fyrir umfangsmikla sjónræningjastarfsemi Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína. 11. júlí 2024 13:43
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26
Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. 15. febrúar 2024 10:09