Sex gíslar fundust látnir Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2024 08:39 Rachel Goldberg, móðir Hersh Goldberg-Polin sem fannst látinn í gær, mótmælti á föstudag yfir aðgerðarleysi ísraelskra stjórnvalda í að endurheimta gíslana sem Hamas rændu 7. október. Getty Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. Hin látnu eru Carmel Gat, Eden Yerushalmi, Hersh Goldberg-Polin, Alexander Lobanov, Almog Sarusi og liðþjálfinn Ori Danino. Um er að ræða fjóra karla og tvær konur. Carmel Gat var rænt af samyrkjubúi í Be'eri en hinum fimm var rænt af tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði að fólkið hefði verið „myrt grimmilega af hryðjuverkamönnum Hamas skömmu áður en við náðum til þeirra.“ Eftir að tilkynnt var um dauða Goldberg-Polin, sem var bandarískur ríkisborgari, sagðist Joe Biden Bandaríkjaforseti vera „niðurbrotinn og hneykslaður“ yfir fréttunum. Foreldrar Goldberg-Polin mótmæltu í Ísrael á fimmtudag og kröfðu ísraelsk stjórnvöld um að semja um lausn gíslanna. Þau fluttu einnig ávarp á landsfundi Demókrata í Chicago í ágúst til að biðja um að þrýst yrði á samkomulag um lausn gíslanna. Um hundrað gíslar enn í haldi Rúmlega 100 gíslar Hamas voru frelsaðir í tímabundnu vopnahléi í fyrra og átta var bjargað af Ísraelsher, þar á meðal Farhan al-Qadi sem var bjargað úr göngum Hamas í vikunni. Talið er að enn séu um 100 gíslar í haldi Hamas. Samkvæmt Hostages and Missing Families Forum, samtökum sem berjast fyrir frelsun gíslanna, eru 107 gíslar, lifandi og dauðir, enn í haldi Hamas í Gasa. Þar af eru 103 sem voru teknir í árásunum 7. október. Talið er að 33 þeirra séu dáin. Um 40 þúsund Palestínubúar hafa verið drepnir frá því að gíslarnir voru teknir og Ísraelsher hóf innrás sína inn á Gasaströndina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hin látnu eru Carmel Gat, Eden Yerushalmi, Hersh Goldberg-Polin, Alexander Lobanov, Almog Sarusi og liðþjálfinn Ori Danino. Um er að ræða fjóra karla og tvær konur. Carmel Gat var rænt af samyrkjubúi í Be'eri en hinum fimm var rænt af tónlistarhátíð í suðurhluta Ísrael þann 7. október. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers, sagði að fólkið hefði verið „myrt grimmilega af hryðjuverkamönnum Hamas skömmu áður en við náðum til þeirra.“ Eftir að tilkynnt var um dauða Goldberg-Polin, sem var bandarískur ríkisborgari, sagðist Joe Biden Bandaríkjaforseti vera „niðurbrotinn og hneykslaður“ yfir fréttunum. Foreldrar Goldberg-Polin mótmæltu í Ísrael á fimmtudag og kröfðu ísraelsk stjórnvöld um að semja um lausn gíslanna. Þau fluttu einnig ávarp á landsfundi Demókrata í Chicago í ágúst til að biðja um að þrýst yrði á samkomulag um lausn gíslanna. Um hundrað gíslar enn í haldi Rúmlega 100 gíslar Hamas voru frelsaðir í tímabundnu vopnahléi í fyrra og átta var bjargað af Ísraelsher, þar á meðal Farhan al-Qadi sem var bjargað úr göngum Hamas í vikunni. Talið er að enn séu um 100 gíslar í haldi Hamas. Samkvæmt Hostages and Missing Families Forum, samtökum sem berjast fyrir frelsun gíslanna, eru 107 gíslar, lifandi og dauðir, enn í haldi Hamas í Gasa. Þar af eru 103 sem voru teknir í árásunum 7. október. Talið er að 33 þeirra séu dáin. Um 40 þúsund Palestínubúar hafa verið drepnir frá því að gíslarnir voru teknir og Ísraelsher hóf innrás sína inn á Gasaströndina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Tengdar fréttir Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47 Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40 Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41
Aukin spenna vegna aðgerða Ísraelshers á Vesturbakkanum Ísraelsher segist hafa drepið fimm „hryðjuverkamenn“ sem voru „í felum“ á Vesturbakkanum. Aðgerðir Ísraelsmanna hafa meðal annars beinst gegn Tulkarm, þar sem herinn segir mennina hafa falið sig í mosku. 29. ágúst 2024 10:47
Tíu drepnir í árásum Ísraelshers á Vesturbakkanum Minnst tíu Palestínumenn voru drepnir í áhlaupum og loftárásum ísraelska hersins á Vesturbakkann í nótt. Þetta fullyrðir talsmaður Rauða hálfmánans í Palestínu. 28. ágúst 2024 06:40