Osimhen í frystiklefanum hjá Conte og Lukaku kominn með númerið hans Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2024 09:03 Victor Osimhen er ekki hátt skrifaður hjá knattspyrnustjóra Napoli Antonio Conte. Vísir/Getty Nígeríski framherjinn Victor Osimhen er kominn út í kuldann hjá Napoli á Ítalíu. Hann er búinn að missa númerið sitt hjá félaginu og er ekki í plönum knattspyrnustjórans Antonio Conte. Fastlega var búist við því að hinn nígeríski Victor Osimhen myndi skipta um félag áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokaði á miðnætti síðastliðið föstudagskvöld. Hann hafði verið orðaður við stórlið á borð við Chelsea og Arsenal auk þess sem Al Ahli í Sádi Arabíu var áhugasamt um að tryggja sér þjónustu hans. Ekkert varð hins vegar af félagaskiptunum. Hann er því enn leikmaður Napoli á Ítalíu en Osimhen hefur skorað 65 mörk í 108 leikjum fyrir félagið og var lykilmaður þegar liðið varð Ítalíumeistari tímabilið 2022-23. Hann var keyptur til félagsins á 70 milljónir evra fyrir fjórum árum síðan. Nú er staðan hins vegar önnur. Osimhen er kominn í frystiklefann hjá Napoli og var ekki skráður á leikmannalistann sem félagið skilaði inn fyrir tímabilið. Knattspyrnustjórinn Antonio Conte virðist engin not fyrir hann hafa og lét meðal annars sinn gamla félaga Romelu Lukaku fá gamla númer Osimhen. Lítur nú út fyrir það að Osimhen muni ekki spila neinn fótbolta fram að áramótum hið minnsta. Ekki er þó útilokað að hann færi sig um set til Sádi Arabíu en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á mánudag. Al Ahli er hins vegar búið að styrkja framlínuna hjá sér en liðið fékk Ivan Toney til liðs við sig frá Brentford rétt áður en glugginn lokaði. Líkurnar á að Osimhen endi þar hafa því minnkað verulega. Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira
Fastlega var búist við því að hinn nígeríski Victor Osimhen myndi skipta um félag áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokaði á miðnætti síðastliðið föstudagskvöld. Hann hafði verið orðaður við stórlið á borð við Chelsea og Arsenal auk þess sem Al Ahli í Sádi Arabíu var áhugasamt um að tryggja sér þjónustu hans. Ekkert varð hins vegar af félagaskiptunum. Hann er því enn leikmaður Napoli á Ítalíu en Osimhen hefur skorað 65 mörk í 108 leikjum fyrir félagið og var lykilmaður þegar liðið varð Ítalíumeistari tímabilið 2022-23. Hann var keyptur til félagsins á 70 milljónir evra fyrir fjórum árum síðan. Nú er staðan hins vegar önnur. Osimhen er kominn í frystiklefann hjá Napoli og var ekki skráður á leikmannalistann sem félagið skilaði inn fyrir tímabilið. Knattspyrnustjórinn Antonio Conte virðist engin not fyrir hann hafa og lét meðal annars sinn gamla félaga Romelu Lukaku fá gamla númer Osimhen. Lítur nú út fyrir það að Osimhen muni ekki spila neinn fótbolta fram að áramótum hið minnsta. Ekki er þó útilokað að hann færi sig um set til Sádi Arabíu en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á mánudag. Al Ahli er hins vegar búið að styrkja framlínuna hjá sér en liðið fékk Ivan Toney til liðs við sig frá Brentford rétt áður en glugginn lokaði. Líkurnar á að Osimhen endi þar hafa því minnkað verulega.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Sjá meira