Beið í fleiri tíma og fékk ekki miða: „Það var miklu auðveldara að fá miða á Taylor Swift“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 23:56 Sædís Anna Jónsdóttir er ein þeirra sem beið í fleiri klukkutíma í röð. Segja má að miðasölukerfi Ticketmaster hafi verið við það að brenna yfirum þegar miðar á tónleikaröð Oasis fóru í sölu. Samsett/Getty/Yui Mok/PA Images Það varð uppselt á aðeins nokkrum klukkustundum á alla sautján fyrirhugaða tónleika bresku sveitarinnar Oasis sem kemur saman að nýju á næsta ári eftir áralangt hlé, en miðar á tónleikana fóru í sölu í morgun. Aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim börðust um miða á tónleikana í dag, og biðu í fleiri klukkustundir í röð til þess eins að komast inn í miðasölukerfið. Sumir voru heppnir en aðrir komu að tómum kofanum. Ein þeirra sem ekki hafði erindi sem erfiði er Sædís Anna Jónsdóttir, sem freistaði þess að ná miða á tónleikana og var komin í röð snemma í morgun. „Ég opnaði fyrir forvitni í morgun. Ég vaknaði og mundi að það væri miðasala í gangi þannig að ég opnaði miðasöluna og sofnaði svo aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég ennþá bara í röð þannig ég ákvað að vera bara í röð í allan dag,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Númer 340 þúsund í röðinni „Ég loksins kom inn um þrjú leytið og þá var allt orðið uppselt. Ég beið í fimm klukkutíma í röð til að komast inn á Ticketmaster, og þá þurfti ég að velja hvaða tónleika og þá var önnur röð þar,“ segir Sædís, en hún hafði reynt að ná miðum á eina tónleika sveitarinnar sem eru á dagskrá í Manchester. „Það voru 340 þúsund manns á undan mér þegar ég komst inn í Manchester röðina, á þessa tilteknu tónleika. Undir lokin gekk þetta nokkuð hratt en þá líka voru allir að koma að tómum kofanum.“ Aðspurð segir hún vonbrigðin þó vera hóflega mikil, eflaust séu harðari aðdáendur Oasis þarna úti sem séu sorgmæddari en hún yfir að ná ekki miða. „Ég var að koma af Taylor Swift tónleikum og það er ekkert að fara að toppa það,“ segir Sædís sem telur fyrirkomulagið við miðasöluna hjá Oasis ekki vera eins og best væri á kosið. Til að mynda hafi reynst mun auðveldara að kaupa miða á tónleika stórstjörnunnar Taylor Swift. „Það var miklu auðveldara, það var miklu betra fyrirkomulag. Ég keypti í þrígang, í þremur hollum, þegar ég keypti miðana á Taylor og það tók innan við helminginn af tímanum sem þetta tók í dag,“ segir Sædís. Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim börðust um miða á tónleikana í dag, og biðu í fleiri klukkustundir í röð til þess eins að komast inn í miðasölukerfið. Sumir voru heppnir en aðrir komu að tómum kofanum. Ein þeirra sem ekki hafði erindi sem erfiði er Sædís Anna Jónsdóttir, sem freistaði þess að ná miða á tónleikana og var komin í röð snemma í morgun. „Ég opnaði fyrir forvitni í morgun. Ég vaknaði og mundi að það væri miðasala í gangi þannig að ég opnaði miðasöluna og sofnaði svo aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég ennþá bara í röð þannig ég ákvað að vera bara í röð í allan dag,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Númer 340 þúsund í röðinni „Ég loksins kom inn um þrjú leytið og þá var allt orðið uppselt. Ég beið í fimm klukkutíma í röð til að komast inn á Ticketmaster, og þá þurfti ég að velja hvaða tónleika og þá var önnur röð þar,“ segir Sædís, en hún hafði reynt að ná miðum á eina tónleika sveitarinnar sem eru á dagskrá í Manchester. „Það voru 340 þúsund manns á undan mér þegar ég komst inn í Manchester röðina, á þessa tilteknu tónleika. Undir lokin gekk þetta nokkuð hratt en þá líka voru allir að koma að tómum kofanum.“ Aðspurð segir hún vonbrigðin þó vera hóflega mikil, eflaust séu harðari aðdáendur Oasis þarna úti sem séu sorgmæddari en hún yfir að ná ekki miða. „Ég var að koma af Taylor Swift tónleikum og það er ekkert að fara að toppa það,“ segir Sædís sem telur fyrirkomulagið við miðasöluna hjá Oasis ekki vera eins og best væri á kosið. Til að mynda hafi reynst mun auðveldara að kaupa miða á tónleika stórstjörnunnar Taylor Swift. „Það var miklu auðveldara, það var miklu betra fyrirkomulag. Ég keypti í þrígang, í þremur hollum, þegar ég keypti miðana á Taylor og það tók innan við helminginn af tímanum sem þetta tók í dag,“ segir Sædís.
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein