Þurfti að hætta í fótbolta vegna fötlunar sinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2024 10:24 Ingeborg Eide Garðarsdóttir er sú eina sem keppir fyrir hönd Íslands í frjálsum íþróttum á Paralympics. Mynd/Laurent Bagnis Ingeborg Eide Garðarsdóttir keppir síðar í dag fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í fyrsta sinn. Hún neyddist til að hætta í fótbolta á unga aldri vegna fötlunar sinnar en fann sína fjöl í frjálsum íþróttum. Ingeborg glímir við CP helftarhömlun sem lýsir sér í lömun í hægri hendi og fæti. Hún lék fótbolta með Haukum sem stelpa en eftir því sem leið á kom í ljós að hún þurfti að gefa það upp á bátinn. „Það fóru að vera hamlanir þar út af minni fötlun. Þar fóru þjálfararnir svolítið að setja mig meira og meira á bekkinn og mamma rakst á auglýsingu þar sem verið að auglýsa frjálsar,“ segir Ingeborg í Sportpakkanum á Stöð 2. Frjálsu íþróttirnar tóku við og reyndi hún við sig í hinum ýmsu greinum áður en kúluvarpið tók yfir. „Það er svolítið mikið það sem ég geri. Ég geri voða lítið annað en að æfa, hvíla fyrir íþróttina og allt sem fylgir því,“ „Ég ákvað um áramótin að einbeita mér alveg að íþróttinni. Ég hætti vinnu og fór að vinna við þetta. Það er hluti af því sem er að skila mér þessum árangri núna,“ segir Ingeborg. Ingeborg keppir í flokki F37 hreyfihamlaðra seinni partinn í dag og kemur á mikilli siglingu inn á leikana. Hún sló til að mynda eigið Íslandsmet á alþjóðlegu móti í apríl. „Ég er mjög spennt og þakklát fyrir að fá að keppa fyrir hönd Íslands,“ segir Ingeborg. En hver eru markmiðin? „Fyrst og fremst að hafa gaman og gera mitt allra besta. Allt annað er eiginlega svolítill plús.“ Ingeborg keppir í kúluvarpi á Ólympíumóti fatlaðra í París seinni partinn. Áætlað er að hún taki fyrsta kast um klukkan 17:15. Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira
Ingeborg glímir við CP helftarhömlun sem lýsir sér í lömun í hægri hendi og fæti. Hún lék fótbolta með Haukum sem stelpa en eftir því sem leið á kom í ljós að hún þurfti að gefa það upp á bátinn. „Það fóru að vera hamlanir þar út af minni fötlun. Þar fóru þjálfararnir svolítið að setja mig meira og meira á bekkinn og mamma rakst á auglýsingu þar sem verið að auglýsa frjálsar,“ segir Ingeborg í Sportpakkanum á Stöð 2. Frjálsu íþróttirnar tóku við og reyndi hún við sig í hinum ýmsu greinum áður en kúluvarpið tók yfir. „Það er svolítið mikið það sem ég geri. Ég geri voða lítið annað en að æfa, hvíla fyrir íþróttina og allt sem fylgir því,“ „Ég ákvað um áramótin að einbeita mér alveg að íþróttinni. Ég hætti vinnu og fór að vinna við þetta. Það er hluti af því sem er að skila mér þessum árangri núna,“ segir Ingeborg. Ingeborg keppir í flokki F37 hreyfihamlaðra seinni partinn í dag og kemur á mikilli siglingu inn á leikana. Hún sló til að mynda eigið Íslandsmet á alþjóðlegu móti í apríl. „Ég er mjög spennt og þakklát fyrir að fá að keppa fyrir hönd Íslands,“ segir Ingeborg. En hver eru markmiðin? „Fyrst og fremst að hafa gaman og gera mitt allra besta. Allt annað er eiginlega svolítill plús.“ Ingeborg keppir í kúluvarpi á Ólympíumóti fatlaðra í París seinni partinn. Áætlað er að hún taki fyrsta kast um klukkan 17:15.
Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira