Tilboð berast í eignir þrotabúsins: „Alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 21:57 Frá athafnasvæði Skagans 3X á Akranesi. Vísir/Arnar Borist hafa nokkur tilboð í ýmsar eignir þrotabús Skagans 3X á Akranesi sem verið er að yfirfara og bera saman. Ekkert nýtt tilboð hefur borist í allar eignir þrotabúsins í heilu lagi síðan ljóst varð að slíkt tilboð sem var til skoðunar næði ekki fram að ganga. Skiptastjóri segir fasteignirnar sem hýst hafi starfsemi fyrirtækisins vera þrotabúinu óviðkomandi þótt þær hafi verið forsenda í tilboðinu sem ekki varð að veruleika. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Skömmu eftir gjaldþrotið barst tilboð allar í eignir þess sem var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Fram kom svo í fréttum um miðjan ágúst að ekki hafi tekist að ganga að því tilboði og því væri nú stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. „Það eru komin tilboð í ýmislegt dót og við erum að bera tilboðin saman og sjá hvað skarast og svona,“ segir Helgi Jóhannesson skiptastjóri þrotabúsins í samtali við Vísi. „Ég auðvitað hlusta á öll tilboð en ég er ekki kominn með neitt annað á borðið núna heldur en tilboð í hluta af þessu og það er þónokkur áhugi á því. En þetta er dálítið flókið því margir hafa áhuga á því sama þannig það þarf að bera svolítið saman tilboðin,“ segir Helgi. Um er að ræða tilboð í eignir á borð við ýmis tæki og tól, en þrotabúið sjálft á engar fasteignir. Fasteignirnar „grundvallarforsenda“ í tilboðinu en úr höndum skipastjóra Þegar að í ljós kom að fyrrnefnt tilboð í allar eignir næði ekki fram að ganga gagnrýndi formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrrum eigendur Skagans 3X, sem enn eiga fasteignirnar í gegnum félagið Grenjar ehf., sem hann sagði standa í vegi fyrir því að ekki hafi tekist að endurreisa fyrirtækið. Við þessum ummælum brást eigandi fasteignanna, Grenjar ehf., illa og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir að Grenjar ehf. hafi ekki fengið að taka þátt í viðræðum við skiptastjóra vegna fasteigna sinna, né við þá fjárfestahópa sem hafi sýnt endurreisn Skagans 3X áhuga. „Ég sá að í tilboðinu var forsenda af hálfu tilboðsgjafans, því tilboði sem þá var, að hann fengi yfirráð yfir fasteignunum. Og það var eitthvað sem var ekkert á mínu borði vegna þess að það eru eigendur fasteignarinnar og bankinn sem á veðin sem að ákveða það. Þannig að um leið og ég frétti það að það hafi ekki gengið saman með þeim þá var ljóst að ég þyrfti að hafna tilboðinu þar sem þessi grundvallarforsenda, ég náði ekkert að efna hana,“ segir Helgi inntur eftir viðbrögðum við yfirlýsingunni. „Ég skildi ekki almennilega af hverju þessi yfirlýsing hljóðaði eins og þrotabúið kæmi þessu eitthvað við,“ segir Helgi. „Það er eitthvað sem var á milli fasteignareigandans og bankans, öll samskipti. Þrotabúið á ekki þessar eignir og þess vegna átti ég ekkert erindi á þeim fundum.“ Fasteignirnar séu að því leytinu til þrotabúinu óviðkomandi. „Ekki nema það að þetta tilboð í eignirnar sem ég er að stýra var tengt þessum fasteignum og það var sem sagt breyta eða púsluspil sem ég réð ekki við,“ bætir Helgi við. Hann hafi þá ekki átt annan kost en að upplýsa tilboðsgjafann um að þetta hafi ekki gengið eftir. Þætti heillvænlegast að selja í heilu lagi Þótt eins og staðan er akkúrat núna sé ekki útlit fyrir að takist að selja allar eignir þrotabúsins í heilu lagi er Helgi enn þeirrar skoðunar að það væri ákjósanlegast ef það væri hægt. „En ég er alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga,“ segir Helgi. „Þetta var reynt um daginn og það væri best að þetta seldist í heilu lagi. Það væri augljóslega best fyrir alla aðila, bæði fyrir Akranes, fyrir þrotabúið því það er miklu minni kostnaður að selja þetta í heilu lagi heldur en í bútum og væri einhvern veginn miklu heilbrigðari lending. En það auðvitað er forsenda að einhver sé tilbúinn að borga og kaupa.“ Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Skömmu eftir gjaldþrotið barst tilboð allar í eignir þess sem var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Fram kom svo í fréttum um miðjan ágúst að ekki hafi tekist að ganga að því tilboði og því væri nú stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. „Það eru komin tilboð í ýmislegt dót og við erum að bera tilboðin saman og sjá hvað skarast og svona,“ segir Helgi Jóhannesson skiptastjóri þrotabúsins í samtali við Vísi. „Ég auðvitað hlusta á öll tilboð en ég er ekki kominn með neitt annað á borðið núna heldur en tilboð í hluta af þessu og það er þónokkur áhugi á því. En þetta er dálítið flókið því margir hafa áhuga á því sama þannig það þarf að bera svolítið saman tilboðin,“ segir Helgi. Um er að ræða tilboð í eignir á borð við ýmis tæki og tól, en þrotabúið sjálft á engar fasteignir. Fasteignirnar „grundvallarforsenda“ í tilboðinu en úr höndum skipastjóra Þegar að í ljós kom að fyrrnefnt tilboð í allar eignir næði ekki fram að ganga gagnrýndi formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrrum eigendur Skagans 3X, sem enn eiga fasteignirnar í gegnum félagið Grenjar ehf., sem hann sagði standa í vegi fyrir því að ekki hafi tekist að endurreisa fyrirtækið. Við þessum ummælum brást eigandi fasteignanna, Grenjar ehf., illa og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem meðal annars segir að Grenjar ehf. hafi ekki fengið að taka þátt í viðræðum við skiptastjóra vegna fasteigna sinna, né við þá fjárfestahópa sem hafi sýnt endurreisn Skagans 3X áhuga. „Ég sá að í tilboðinu var forsenda af hálfu tilboðsgjafans, því tilboði sem þá var, að hann fengi yfirráð yfir fasteignunum. Og það var eitthvað sem var ekkert á mínu borði vegna þess að það eru eigendur fasteignarinnar og bankinn sem á veðin sem að ákveða það. Þannig að um leið og ég frétti það að það hafi ekki gengið saman með þeim þá var ljóst að ég þyrfti að hafna tilboðinu þar sem þessi grundvallarforsenda, ég náði ekkert að efna hana,“ segir Helgi inntur eftir viðbrögðum við yfirlýsingunni. „Ég skildi ekki almennilega af hverju þessi yfirlýsing hljóðaði eins og þrotabúið kæmi þessu eitthvað við,“ segir Helgi. „Það er eitthvað sem var á milli fasteignareigandans og bankans, öll samskipti. Þrotabúið á ekki þessar eignir og þess vegna átti ég ekkert erindi á þeim fundum.“ Fasteignirnar séu að því leytinu til þrotabúinu óviðkomandi. „Ekki nema það að þetta tilboð í eignirnar sem ég er að stýra var tengt þessum fasteignum og það var sem sagt breyta eða púsluspil sem ég réð ekki við,“ bætir Helgi við. Hann hafi þá ekki átt annan kost en að upplýsa tilboðsgjafann um að þetta hafi ekki gengið eftir. Þætti heillvænlegast að selja í heilu lagi Þótt eins og staðan er akkúrat núna sé ekki útlit fyrir að takist að selja allar eignir þrotabúsins í heilu lagi er Helgi enn þeirrar skoðunar að það væri ákjósanlegast ef það væri hægt. „En ég er alltaf með símann opinn ef menn hafa áhuga,“ segir Helgi. „Þetta var reynt um daginn og það væri best að þetta seldist í heilu lagi. Það væri augljóslega best fyrir alla aðila, bæði fyrir Akranes, fyrir þrotabúið því það er miklu minni kostnaður að selja þetta í heilu lagi heldur en í bútum og væri einhvern veginn miklu heilbrigðari lending. En það auðvitað er forsenda að einhver sé tilbúinn að borga og kaupa.“
Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira