Veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 23:00 Townsend hefur spilað alls 291 leik í ensku úrvalsdeildinni en er í dag staddur í Tyrklandi. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Knattspyrnumaðurinn Andros Townend er í áhugaverðri stöðu þessa dagana. Hann hreinlega veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn eftir að félaginu sem hann samdi nýverið við var bannað að skrá leikmenn í leikmannahóp sinn. Hinn 33 ára gamli Townsend lék með Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lengi vel virtist sem Townsend ætlaði að taka slaginn með Luton í B-deildinni en á endanum ákvað hann að semja við Antalyaspor í Tyrklandi. Félagið var hins vegar dæmd í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og má ekki skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Townsend má því æfa með sínu nýja félagi en hann getur ekki spilað leiki og þá má félagið ekki tilkynna hann sem nýjan leikmann þess. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði starfsmaður Antalyaspor að félagið skuldaði tveimur fyrrverandi leikmönnum sínum pening. Þegar sú skuld væri greidd vonaðist félagið til að geta skráð Townsend í leikmannahópinn. „Ég er fastur í Antalyaspor, fæ bara að æfa. Ég veit ekki hver á mig, ég veit ekki hvar samningurinn minn er,“ sagði Townsend sjálfur í viðtali við BBC. Sem stendur er Antalyaspor í félagaskiptabanni til janúar árið 2026. Townsend segir farir sínar ekki sléttar og mörg rauð flögg hafi verið dregin að húni en hann ákvað samt að semja í Tyrklandi. "They can't officially register me, they have a transfer ban" ❌📋🇹🇷 Andros Townsend is stuck in Turkey ahead of his stalled move to Antalyaspor📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/tmi45uW28u— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 26, 2024 „Síðustu vikur hafa verið létt bilaðar. Ég fékk símtal þremur dögum áður en tímabilið hófst með Luton fékk ég símtal frá Antalyaspor þar sem mér var sagt að ég hefði 24 klukkustundir til að semja þar sem félagið væri á leið í félagaskiptabann.“ „Ég náði að semja um að vera með Luton í fyrsta leik tímabilsins en það var allt klappað og klárt. Við náðum ekki eindaga, ég er búinn að skrifa undir samninginn en félagið má ekki skrá mig í leikmannahópinn né tilkynna mig sem leikmann félagsins þar sem félagið má ekki fá til sín nýja leikmenn.“ „Í hvert skipti sem ég spyr þá er svarið í þá átt að það sé búið að skrifa undir samning og ég sé þeirra leikmaður en það hefur ekkert verið tilkynnt,“ bætti Townsend við. Things have got a little confusing for Andros Townsend in this transfer window. #BBCFootball #PL pic.twitter.com/DgHdKqMSnB— Match of the Day (@BBCMOTD) August 27, 2024 „Það voru svo mörg rauð flögg að það var ótrúlegt. Samt var eitthvað sem sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Búa í Antalya, þessari fallegu borg við sjávarsíðuna. Ég tók þessa ákvörðun, ég vildi koma hingað en í hreinskilni sagt veit ég ekkert hvað er í gangi né hvað mun gerast.“ „Á morgun, á morgun, er það eina sem mér er sagt. Í hvert skipti sem ég spyr hvað er í gangi þá segja mér að hafa ekki áhyggjur. Að ég sé þeirra leikmaður samkvæmt samningi og geti ekki farið neitt. Ég er bara hér,“ sagði ósáttur Townsend að endingu í viðtali við BBC. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Townsend lék með Luton Town í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Lengi vel virtist sem Townsend ætlaði að taka slaginn með Luton í B-deildinni en á endanum ákvað hann að semja við Antalyaspor í Tyrklandi. Félagið var hins vegar dæmd í félagaskiptabann af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og má ekki skrá nýja leikmenn í leikmannahóp sinn. Townsend má því æfa með sínu nýja félagi en hann getur ekki spilað leiki og þá má félagið ekki tilkynna hann sem nýjan leikmann þess. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagði starfsmaður Antalyaspor að félagið skuldaði tveimur fyrrverandi leikmönnum sínum pening. Þegar sú skuld væri greidd vonaðist félagið til að geta skráð Townsend í leikmannahópinn. „Ég er fastur í Antalyaspor, fæ bara að æfa. Ég veit ekki hver á mig, ég veit ekki hvar samningurinn minn er,“ sagði Townsend sjálfur í viðtali við BBC. Sem stendur er Antalyaspor í félagaskiptabanni til janúar árið 2026. Townsend segir farir sínar ekki sléttar og mörg rauð flögg hafi verið dregin að húni en hann ákvað samt að semja í Tyrklandi. "They can't officially register me, they have a transfer ban" ❌📋🇹🇷 Andros Townsend is stuck in Turkey ahead of his stalled move to Antalyaspor📲 https://t.co/bwOLfi4Imu#BBCFootball pic.twitter.com/tmi45uW28u— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) August 26, 2024 „Síðustu vikur hafa verið létt bilaðar. Ég fékk símtal þremur dögum áður en tímabilið hófst með Luton fékk ég símtal frá Antalyaspor þar sem mér var sagt að ég hefði 24 klukkustundir til að semja þar sem félagið væri á leið í félagaskiptabann.“ „Ég náði að semja um að vera með Luton í fyrsta leik tímabilsins en það var allt klappað og klárt. Við náðum ekki eindaga, ég er búinn að skrifa undir samninginn en félagið má ekki skrá mig í leikmannahópinn né tilkynna mig sem leikmann félagsins þar sem félagið má ekki fá til sín nýja leikmenn.“ „Í hvert skipti sem ég spyr þá er svarið í þá átt að það sé búið að skrifa undir samning og ég sé þeirra leikmaður en það hefur ekkert verið tilkynnt,“ bætti Townsend við. Things have got a little confusing for Andros Townsend in this transfer window. #BBCFootball #PL pic.twitter.com/DgHdKqMSnB— Match of the Day (@BBCMOTD) August 27, 2024 „Það voru svo mörg rauð flögg að það var ótrúlegt. Samt var eitthvað sem sagði mér að þetta væri rétta skrefið fyrir mig. Búa í Antalya, þessari fallegu borg við sjávarsíðuna. Ég tók þessa ákvörðun, ég vildi koma hingað en í hreinskilni sagt veit ég ekkert hvað er í gangi né hvað mun gerast.“ „Á morgun, á morgun, er það eina sem mér er sagt. Í hvert skipti sem ég spyr hvað er í gangi þá segja mér að hafa ekki áhyggjur. Að ég sé þeirra leikmaður samkvæmt samningi og geti ekki farið neitt. Ég er bara hér,“ sagði ósáttur Townsend að endingu í viðtali við BBC.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira