Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 08:56 Björgunarbátar aðstoða við leitina að snekkjunni Bayesian undan ströndum Sikileyjar í morgun. Leitin hófst aftur um klukkan hálf sjö að staðartíma. AP/Salvatore Cavalli Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. Talið er að lík þeirra sem er saknað séu föst í flaki snekkjunnar Bayesian á um fimmtíu metra dýpi á hafsbotninum. Eitt lík fannst við flakið í gær. Fimmtán manns af 22 sem voru um borð var bjargað, þar á meðal ársgamalli stúlku og móður hennar. Nú hefur verið greint frá því að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og Judy eiginkona hans séu á meðal þeirra sex sem eru talin af. Talsmaður bankans segir stjórnendur hans í áfalli yfir harmleiknum og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Bloomer. Áður hafði verið greint frá því að Mike Lynch, bresks milljarðamærings, væri saknað en átján ára gömul dóttir hans er nú einnig sögð á meðal þeirra sem hafa ekki fundist. Eiginkona Lynch, sem eru skráður eigandi félagsins sem á snekkjuna, komst lífs af. Maðurinn sem fannst látinn í gær hefur ekki verið nafngreindur en ítalska strandgæslan segir að hann hafi verið skipskokkurinn. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð í snekkjunni. Fögnuðu sýknu bresks milljarðamærings í fjársvikamáli Svo virðist sem fólkið um borð í snekkjunni hafi verið að fagna því að Lynch var sýknaðir af ákæru um fjársvik í tengslum við yfirtöku tæknirisans Hewlett Packard á fyrirtæki hans í Bandaríkjunum í júní. AP-fréttastofan segir að í hópnum hafi verið fólk sem stóð með Lynch í gegnum lagaflækjurnar sem stóðu í fjölda ára. Á meðal þeirra sem er saknað er Christopher Morvillo, einn lögmanna Lynch, og eiginkona hans. Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, bar vitni við réttarhöldin yfir Lynch. Stephen Chamberlain, fyrrverandi varaforseti fyrirtækis Lynch sem var ákærður með honum, lést þegar bíl var ekið á hann þar sem hann var að hlaupa í Cambridge-skíri á Englandi á laugardag. Mike Lynch við dómshús í San Francisco í mars. Hann var ákærður fyrir að ýkja verðmæti hugbúnaðarfyrirtækisins Autonomy sem hann seldi Hewlett Packard.AP/Michael Liedtke Erfitt að leita á svo miklu dýpi Enn er nokkuð óljóst hvað grandaði snekkjunni sem er 56 metra löng og með rúmlega sjötíu metra hátt mastur, eitt það hæsta í heimi fyrir fley af þessari gerð. Sjónarvottar og almanavarnayfirvöld hafa sagt að snekkjan kunni að hafa orðið fyrir skýstrók en stormur geisaði við Sikiley þegar hún sökk, aðeins um sjö hundruð metrum fyrir utan hafnarbæinn Porticello snemma morguns í gær. Leitin í flakinu hefur reynst erfið á slíku dýpi sem takmarkar hversu lengi kafarar geta leitað. Þá hefur þeim ekki tekist að leita í brú snekkjunnar vegna húsgagna sem loka leiðinni að henni. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Talið er að lík þeirra sem er saknað séu föst í flaki snekkjunnar Bayesian á um fimmtíu metra dýpi á hafsbotninum. Eitt lík fannst við flakið í gær. Fimmtán manns af 22 sem voru um borð var bjargað, þar á meðal ársgamalli stúlku og móður hennar. Nú hefur verið greint frá því að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og Judy eiginkona hans séu á meðal þeirra sex sem eru talin af. Talsmaður bankans segir stjórnendur hans í áfalli yfir harmleiknum og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Bloomer. Áður hafði verið greint frá því að Mike Lynch, bresks milljarðamærings, væri saknað en átján ára gömul dóttir hans er nú einnig sögð á meðal þeirra sem hafa ekki fundist. Eiginkona Lynch, sem eru skráður eigandi félagsins sem á snekkjuna, komst lífs af. Maðurinn sem fannst látinn í gær hefur ekki verið nafngreindur en ítalska strandgæslan segir að hann hafi verið skipskokkurinn. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð í snekkjunni. Fögnuðu sýknu bresks milljarðamærings í fjársvikamáli Svo virðist sem fólkið um borð í snekkjunni hafi verið að fagna því að Lynch var sýknaðir af ákæru um fjársvik í tengslum við yfirtöku tæknirisans Hewlett Packard á fyrirtæki hans í Bandaríkjunum í júní. AP-fréttastofan segir að í hópnum hafi verið fólk sem stóð með Lynch í gegnum lagaflækjurnar sem stóðu í fjölda ára. Á meðal þeirra sem er saknað er Christopher Morvillo, einn lögmanna Lynch, og eiginkona hans. Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, bar vitni við réttarhöldin yfir Lynch. Stephen Chamberlain, fyrrverandi varaforseti fyrirtækis Lynch sem var ákærður með honum, lést þegar bíl var ekið á hann þar sem hann var að hlaupa í Cambridge-skíri á Englandi á laugardag. Mike Lynch við dómshús í San Francisco í mars. Hann var ákærður fyrir að ýkja verðmæti hugbúnaðarfyrirtækisins Autonomy sem hann seldi Hewlett Packard.AP/Michael Liedtke Erfitt að leita á svo miklu dýpi Enn er nokkuð óljóst hvað grandaði snekkjunni sem er 56 metra löng og með rúmlega sjötíu metra hátt mastur, eitt það hæsta í heimi fyrir fley af þessari gerð. Sjónarvottar og almanavarnayfirvöld hafa sagt að snekkjan kunni að hafa orðið fyrir skýstrók en stormur geisaði við Sikiley þegar hún sökk, aðeins um sjö hundruð metrum fyrir utan hafnarbæinn Porticello snemma morguns í gær. Leitin í flakinu hefur reynst erfið á slíku dýpi sem takmarkar hversu lengi kafarar geta leitað. Þá hefur þeim ekki tekist að leita í brú snekkjunnar vegna húsgagna sem loka leiðinni að henni.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13