Stúkan ræddi kæru KR-inga: „Mér finnst hún skandall og ekkert annað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 10:01 KR og HK eru í harðri fallbaráttu og þurfa nauðsynlega stigin úr leiknum. Vísir/Diego KR og HK töpuðu bæði leikjum sínum í Bestu deild karla í fótbolta um helgina og eiga síðan að mætast á fimmtudagskvöldið. Svo gæti farið að sá leikur fari þó aldrei fram. Stúkan ræddi fallslaginn sem verður kannski aldrei spilaður. KR-ingar vilja að þeim verði dæmdur 3-0 sigur eftir að leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þótt að bæði liðin væru klár í slaginn. Ástæðan var brotið mark og að ekki tókst að finna nýtt mark í staðinn. Vildi frá viðbrögð „KR og HK eiga fjóra leiki eftir en það er stórt mál í gangi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur fyrir á morgun [í dag],“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og vildi fá viðbrögð frá sérfræðingum sínum. „Ég held að allir séu sammála um það, fyrir utan KR-inga, að ef maður tekur tilfinningalegu hliðina á þetta þá vill maður bara sjá þá spila leikinn,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Vera bara menn, stíga upp og ekkert vera að kæra þetta. Mér finnst þetta vera hálfgert rugl að þeir séu að kæra. Spilum leikinn,“ sagði Baldur en hélt áfram: Þá skipta tilfinningar engu máli „Við erum með dómstóla af ástæðu. Í rauninni er staðan bara þannig: Það er bara verið að meta þetta út frá einhverjum lögum og þá skipta tilfinningar engu máli,“ sagði Baldur. „Ef hann kemst að því að það, að þeir hafi ekki leikhæft mark eða leikhæfan völl, þýði það að þeir eigi að tapa leiknum, þá er það bara þannig og er bara klúður hjá HK. Ég vona innilega að niðurstaðan verði sú að við fáum þennan leik. Þetta er frábær leikur og mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið,“ sagði Baldur. Stolt KR bíður hnekki Atli Viðar Björnsson var enn harðorðari um kröfu KR-inga. „Mér finnst hún skandall og ekkert annað,“ sagði sérfræðingur Stúkunnar. „Þú segir að við séum með dómstóla til að skera út um svona sem er vissulega rétt. Dómstólarnir eru eru ekki kallaðir til nema af því að KR tekur þá ákvörðun að kæra. Fyrir mér bíður stolt KR pínulitla hnekki við þá ákvörðun að kæra þetta,“ sagði Atli en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða Stúkunnar um frestaðan leik HK og KR Besta deild karla Stúkan KR HK Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
KR-ingar vilja að þeim verði dæmdur 3-0 sigur eftir að leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þótt að bæði liðin væru klár í slaginn. Ástæðan var brotið mark og að ekki tókst að finna nýtt mark í staðinn. Vildi frá viðbrögð „KR og HK eiga fjóra leiki eftir en það er stórt mál í gangi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur fyrir á morgun [í dag],“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og vildi fá viðbrögð frá sérfræðingum sínum. „Ég held að allir séu sammála um það, fyrir utan KR-inga, að ef maður tekur tilfinningalegu hliðina á þetta þá vill maður bara sjá þá spila leikinn,“ sagði Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. „Vera bara menn, stíga upp og ekkert vera að kæra þetta. Mér finnst þetta vera hálfgert rugl að þeir séu að kæra. Spilum leikinn,“ sagði Baldur en hélt áfram: Þá skipta tilfinningar engu máli „Við erum með dómstóla af ástæðu. Í rauninni er staðan bara þannig: Það er bara verið að meta þetta út frá einhverjum lögum og þá skipta tilfinningar engu máli,“ sagði Baldur. „Ef hann kemst að því að það, að þeir hafi ekki leikhæft mark eða leikhæfan völl, þýði það að þeir eigi að tapa leiknum, þá er það bara þannig og er bara klúður hjá HK. Ég vona innilega að niðurstaðan verði sú að við fáum þennan leik. Þetta er frábær leikur og mikilvægasti leikur sumarsins fyrir bæði lið,“ sagði Baldur. Stolt KR bíður hnekki Atli Viðar Björnsson var enn harðorðari um kröfu KR-inga. „Mér finnst hún skandall og ekkert annað,“ sagði sérfræðingur Stúkunnar. „Þú segir að við séum með dómstóla til að skera út um svona sem er vissulega rétt. Dómstólarnir eru eru ekki kallaðir til nema af því að KR tekur þá ákvörðun að kæra. Fyrir mér bíður stolt KR pínulitla hnekki við þá ákvörðun að kæra þetta,“ sagði Atli en það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Umræða Stúkunnar um frestaðan leik HK og KR
Besta deild karla Stúkan KR HK Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira