Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 23:43 Litlar líkur eru taldar á því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á miðvikudaginn. Vísir Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. „Það er eiginlega samstaða um það, við hjá Innherja gerðum könnun hjá okkur meðal markaðsaðila, hagfræðinga og greinenda, og það var alveg einróma samstaða um að það yrðu óbreyttir vextir sjötta fundinn í röð, í 9,25 prósentum,“ sagði Hörður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Því miður megi segja að helstu hagvísar frá síðasta vaxtaákvarðanafundi Seðlabankans í maí, hafi þróast með þeim hætti sem bankinn hefði síður viljað. „Við sjáum að einkaneyslan er að vaxa meira heldur en bankinn spáði fyrr á árinu, verðbólgan hækkaði mjög óvænt í síðastliðnum mánuði upp í 6,3 prósent og er þá hærri en hún var í maí,“ segir Hörður. Verðbólguvæntingarnar séu annað hvort óbreyttar, eða hafi heldur hækkað. Spenna á vinnumarkaði og íbúðamarkaði Hörður segir að Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að mikil spenna og atvinnuþátttaka á vinnumarkaði muni viðhalda áframhaldandi hækkun launa á vinnumarkaði. Einnig sé spenna á íbúðamarkaði. „Þannig það er rosalega fátt sem Seðlabankinn getur bent í og rökstutt að vextir lækki á næsta fundi. Það væri eiginlega að taka algjöra u-beygju frá síðustu yfirlýsingu sinni.“ Íslendingar að eyða meira í ár en í fyrra Hörður segir bagalegt að ekki hafi legið fyrir algjörlega réttar tölur varðandi kortaveltu á Íslandi í að verða tvö ár. Leiðréttar tölur um kortaveltu í sumar hafi þó leitt í l´jos að kortavelta erlendra ferðamanna hafi verið meiri en búist var við, jafnvel meiri en í fyrra. Síðan hafi komið í ljós að Íslendingar séu að eyða meira í ár en í fyrra, og það sé atriði sem Seðlabankinn muni horfa mikið til. Seðlabankinn og greiningadeildir bankanna hafi á undanförnum mánuðum vera að lækka hagvaxtarspár sínar fyrir þetta ár, en tölurnar um kortaveltu geti breytt þessu. „Seðlabankinn reiknaði með 1,1, prósenti í ár, bankarnir hafa verið að spá svona 0,5 prósent hagvexti, og það hefur meðal annars verið grundvallað á því að umsvifin hér heima, einkaneyslan sé að dragast saman. Þessar tölur gefa það ekki til kynna þannig það gæti gerst að núna hækki hagvaxtarhorfurnar upp á við,“ segir Hörður. Hann segir að þessar tölur segi okkur að einhverju leyti hvað hagkerfið sé að sýna mikla seiglu í þessu gríðarlega háa vaxtastigi, þrátt fyrir allt saman. Vextir ekki lækkaðir fyrr en í nóvember „Við erum ekki að sjá einhver hættumerki um að það sé eitthvað að brotna, en það getur samt gerst mjög fljótt, og seðlabankinn þarf auðvitað að vera með það í huga, að aðgerðir hans, þetta háa vaxtastig, að lokum valdi ekki meiri skaða fyrir hagkerfið heldur en ávinningi í því að ná niður verðbólgunni,“ segir Hörður. Hann segist halda að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember, á síðasta vaxtaákvarðanafundi ársins. Einn fundur verður á miðvikudaginn, annar í október og að lokum í nóvember. „Ef ég ætti að giska? Ég myndi giska nóvember. Ég held það sé því miður útilokað að þeir verði lækkaðir í október,“ segir hann. Seðlabankinn vilji væntanlega sjá tvær verðbólgumælingar niður á við, til að réttlæta það að lækka vexti. Eins þurfi verðbólguvæntingar að fara þokast niður á við. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Það er eiginlega samstaða um það, við hjá Innherja gerðum könnun hjá okkur meðal markaðsaðila, hagfræðinga og greinenda, og það var alveg einróma samstaða um að það yrðu óbreyttir vextir sjötta fundinn í röð, í 9,25 prósentum,“ sagði Hörður í kvöldfréttum Stöðvar 2. Því miður megi segja að helstu hagvísar frá síðasta vaxtaákvarðanafundi Seðlabankans í maí, hafi þróast með þeim hætti sem bankinn hefði síður viljað. „Við sjáum að einkaneyslan er að vaxa meira heldur en bankinn spáði fyrr á árinu, verðbólgan hækkaði mjög óvænt í síðastliðnum mánuði upp í 6,3 prósent og er þá hærri en hún var í maí,“ segir Hörður. Verðbólguvæntingarnar séu annað hvort óbreyttar, eða hafi heldur hækkað. Spenna á vinnumarkaði og íbúðamarkaði Hörður segir að Seðlabankinn hafi áhyggjur af því að mikil spenna og atvinnuþátttaka á vinnumarkaði muni viðhalda áframhaldandi hækkun launa á vinnumarkaði. Einnig sé spenna á íbúðamarkaði. „Þannig það er rosalega fátt sem Seðlabankinn getur bent í og rökstutt að vextir lækki á næsta fundi. Það væri eiginlega að taka algjöra u-beygju frá síðustu yfirlýsingu sinni.“ Íslendingar að eyða meira í ár en í fyrra Hörður segir bagalegt að ekki hafi legið fyrir algjörlega réttar tölur varðandi kortaveltu á Íslandi í að verða tvö ár. Leiðréttar tölur um kortaveltu í sumar hafi þó leitt í l´jos að kortavelta erlendra ferðamanna hafi verið meiri en búist var við, jafnvel meiri en í fyrra. Síðan hafi komið í ljós að Íslendingar séu að eyða meira í ár en í fyrra, og það sé atriði sem Seðlabankinn muni horfa mikið til. Seðlabankinn og greiningadeildir bankanna hafi á undanförnum mánuðum vera að lækka hagvaxtarspár sínar fyrir þetta ár, en tölurnar um kortaveltu geti breytt þessu. „Seðlabankinn reiknaði með 1,1, prósenti í ár, bankarnir hafa verið að spá svona 0,5 prósent hagvexti, og það hefur meðal annars verið grundvallað á því að umsvifin hér heima, einkaneyslan sé að dragast saman. Þessar tölur gefa það ekki til kynna þannig það gæti gerst að núna hækki hagvaxtarhorfurnar upp á við,“ segir Hörður. Hann segir að þessar tölur segi okkur að einhverju leyti hvað hagkerfið sé að sýna mikla seiglu í þessu gríðarlega háa vaxtastigi, þrátt fyrir allt saman. Vextir ekki lækkaðir fyrr en í nóvember „Við erum ekki að sjá einhver hættumerki um að það sé eitthvað að brotna, en það getur samt gerst mjög fljótt, og seðlabankinn þarf auðvitað að vera með það í huga, að aðgerðir hans, þetta háa vaxtastig, að lokum valdi ekki meiri skaða fyrir hagkerfið heldur en ávinningi í því að ná niður verðbólgunni,“ segir Hörður. Hann segist halda að vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember, á síðasta vaxtaákvarðanafundi ársins. Einn fundur verður á miðvikudaginn, annar í október og að lokum í nóvember. „Ef ég ætti að giska? Ég myndi giska nóvember. Ég held það sé því miður útilokað að þeir verði lækkaðir í október,“ segir hann. Seðlabankinn vilji væntanlega sjá tvær verðbólgumælingar niður á við, til að réttlæta það að lækka vexti. Eins þurfi verðbólguvæntingar að fara þokast niður á við.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Aukin neysla eykur verðbólgu og dregur úr líkum á vaxtalækkun Markaðasaðilar eru svartsýnni en áður á hjöðnun verðbólgu samkvæmt könnun Seðlabankans sem dregur væntanlega úr líkum á því að bankinn lækki meginvexti sína á miðvikudag. Hagfræðingur Landsbankans segir mikinn kraft í hagkerfinu með aukinni neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna. 19. ágúst 2024 12:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent