Hafði gott af of löngu banni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. ágúst 2024 08:01 Ragnar Bragi hefur verið frábær fyrir Fylki í sumar. vísir/arnar Fyrirliði Fylkis segir að hann hafi mögulega bara haft gott af óþarflega löngu leikbanni í Bestu-deild karla. Árbæingar ætla að halda sæti sínu í deildinni. Ragnar Bragi Sveinsson segir að sigur Fylkis á HK í Kórnum geti gefið liðinu enn meira en stigin þrjú í botnbaráttunni. Fylkir er eftir sigurinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum fyrir ofan HK, stigi á eftir Vestra og tveimur stigum frá KR. „Eins og gefur að skilja var þetta fáránlega mikilvægt fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn fór á laugardaginn hjá Vestra á móti KR. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og ég tala ekki um hvernig við unnum leikinn. Að lenda manni færri þegar það voru einhverjar fimmtíu og eitthvað mínútur búnar og þá hugsaði maður að þetta gæti verið djöfulsins brekka. En við bara þjöppum okkur saman og það gerist stundum þegar maður lendir einum færri, þá hugsar maður bara fokkit og keyrir á þetta.“ Mikið undir Halldór Jón Sigurður leikmaður Fylkis fékk rautt spjald í leiknum á sunnudagskvöldið, en Fylkir vann engu að síður manni færri. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport sást vel að Ragnar var ekkert sérstaklega hrifinn af umræddu rauðu spjaldi. „Ég var kannski frekar svekktur þegar þetta gerist. Það kom smá vonleysi yfir mig. Við lendum í því að fá rautt spjald þarna líka í fyrra. Það eru miklar tilfinningar í þessu, enda mikið undir.“ Ragnar Bragi var í leikbanni í síðasta leik Fylkis gegn KA. Í leiknum þar á undan héldu Árbæingar aftur á móti að Ragnar væri einnig í banni og byrjaði hann því ekki þann leik þar sem allur undirbúningur þjálfarateymisins var með þeim formerkjum að Ragnar væri í banni. Menn áttuðu sig seint á því að hann væri einfaldlega ekki í banni í þeim leik. Ragnar hefur spilað vel fyrir Fylki á tímabilinu. „Ég var í toppstandi í leiknum þar sem ég fékk eiginlega tveggja leikja frí,“ segir Ragnar og hlær. „En þetta hefur í raun verið tröppugangurinn hjá mér síðan að Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] tók við. Hann lætur okkur æfa meira heldur en aðrir þjálfarar. Svo tók maður margt í gegn varðandi undirbúning og mataræði, þar sem maður er ekki að yngjast í þessu.“ Besta deild karla Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ragnar Bragi Sveinsson segir að sigur Fylkis á HK í Kórnum geti gefið liðinu enn meira en stigin þrjú í botnbaráttunni. Fylkir er eftir sigurinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum fyrir ofan HK, stigi á eftir Vestra og tveimur stigum frá KR. „Eins og gefur að skilja var þetta fáránlega mikilvægt fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn fór á laugardaginn hjá Vestra á móti KR. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og ég tala ekki um hvernig við unnum leikinn. Að lenda manni færri þegar það voru einhverjar fimmtíu og eitthvað mínútur búnar og þá hugsaði maður að þetta gæti verið djöfulsins brekka. En við bara þjöppum okkur saman og það gerist stundum þegar maður lendir einum færri, þá hugsar maður bara fokkit og keyrir á þetta.“ Mikið undir Halldór Jón Sigurður leikmaður Fylkis fékk rautt spjald í leiknum á sunnudagskvöldið, en Fylkir vann engu að síður manni færri. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport sást vel að Ragnar var ekkert sérstaklega hrifinn af umræddu rauðu spjaldi. „Ég var kannski frekar svekktur þegar þetta gerist. Það kom smá vonleysi yfir mig. Við lendum í því að fá rautt spjald þarna líka í fyrra. Það eru miklar tilfinningar í þessu, enda mikið undir.“ Ragnar Bragi var í leikbanni í síðasta leik Fylkis gegn KA. Í leiknum þar á undan héldu Árbæingar aftur á móti að Ragnar væri einnig í banni og byrjaði hann því ekki þann leik þar sem allur undirbúningur þjálfarateymisins var með þeim formerkjum að Ragnar væri í banni. Menn áttuðu sig seint á því að hann væri einfaldlega ekki í banni í þeim leik. Ragnar hefur spilað vel fyrir Fylki á tímabilinu. „Ég var í toppstandi í leiknum þar sem ég fékk eiginlega tveggja leikja frí,“ segir Ragnar og hlær. „En þetta hefur í raun verið tröppugangurinn hjá mér síðan að Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] tók við. Hann lætur okkur æfa meira heldur en aðrir þjálfarar. Svo tók maður margt í gegn varðandi undirbúning og mataræði, þar sem maður er ekki að yngjast í þessu.“
Besta deild karla Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira