Harðfiskís, laxaís og beikonís í stærsta ísteiti ársins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 14:01 Það var mikið fjör hjá ísáhugafólki um helgina á Kjörísdeginum stóra. Aðsend Kjörísdagurinn stóri var haldinn hátíðlegur í Hveragerði síðastliðinn laugardag í fimmtánda skipti en hátíðin er liður í blómstrandi dögum í Hveragerði. Gefnir voru um 200 þúsund skammtar af ís og er áætlað að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig. Hátíðin stóð frá 11:00 til 14:00 en í fréttatilkynningu segir að mikið álag hafi skapast á gatnakerfið. „Raðir mynduðust langt upp alla Kambana og lang leiðina til Reykjavíkur. Allt gekk þó upp þó vel upp og flestir fengu bílastæði í Hveragerði, enda hafði bærinn gert ráðstafanir hvað varðar bílastæði fyrir gesti. Óhætt er að segja að það hafi verið algjör metþátttaka í ár enda viðburðurinn orðinn vel kynntur og fastur liður hjá mörgum fjölskyldum. Valdimar Hafsteinssonn framkvæmdastjóri Kjörís setti hátíðina en kynnir var Villi Naglbítur. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði á stóra Kjörís sviðinu. Þar voru atriði eins og GDRN, hljómsveitin Slysh og fleiri. Jafnframt voru viðburðir á svæðinu eins og þrautabraut Hjalta Úrsusar og fleira.“ Hljómsveitin Slysh steig á stokk.Aðsend Kjörís bauð gestum upp á fjölbreytt úrval af ís. Allt frá Mjúkís ársins 2024 til ýmissa furðutegunda sem voru sér framleidd fyrir þennan dag. Það má segja að það hafi krafist hugrekkis að smakka sumar þeirra. „Mesta athygli vöktu að venju furðuísarnir sem að þessu sinni voru harðfiskís, laxaís, beikonís með karamellusósu og til að toppa daginn var gott að enda á Habanero chilly ís. Sunneva Einars og Birta Líf Teboðsskvísur og áhrifavaldar voru á svæðinu og fylgdu eftir nýjustu afurðinni Bestís.“ Þar segir sömuleiðis að margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd með skvísunum. Aðdáendur nýttu tækifærið og fengu mynd með Birtu Líf og Sunnevu Einars.Aðsend Kjörís notar þennan dag til að kynnast bragðlaukum landans og er óhætt að segja að margt hafi komið á óvart. „Mjög margir þurftu ábót af Biscoff ís sem saman stendur af biscoff kexi og nutella og því ekki ótrúlegt að hann muni sjást í verslunum í nánustu framtíð. Þessi hátíð hefur verið haldin ár hvert með örfáum undantekningum í kringum Covid þegar samkomutakmarkanir voru og ekki þótti heppilegt að boða til fjöldasamkoma. Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjörís nota þetta tækifæri til að kynna viðskiptavinum fjölbreytta möguleika í vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn á vali að Mjúkís ársins, sem er árlegur kynningarviðburður okkar í janúar.“ Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir til viðbótar af deginum: Sáttir ísáhugamenn - kannski að smakka laxaísinn?Aðsend Sunneva og Birta kynntu Bestís.Aðsend Langar raðir mynduðust en skipulagið gekk vel.Aðsend Viðburðurinn var vel sóttur af ísáhugafólki úr öllum áttum.Aðsend Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði.Aðsend Ís Matur Samkvæmislífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Hátíðin stóð frá 11:00 til 14:00 en í fréttatilkynningu segir að mikið álag hafi skapast á gatnakerfið. „Raðir mynduðust langt upp alla Kambana og lang leiðina til Reykjavíkur. Allt gekk þó upp þó vel upp og flestir fengu bílastæði í Hveragerði, enda hafði bærinn gert ráðstafanir hvað varðar bílastæði fyrir gesti. Óhætt er að segja að það hafi verið algjör metþátttaka í ár enda viðburðurinn orðinn vel kynntur og fastur liður hjá mörgum fjölskyldum. Valdimar Hafsteinssonn framkvæmdastjóri Kjörís setti hátíðina en kynnir var Villi Naglbítur. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði á stóra Kjörís sviðinu. Þar voru atriði eins og GDRN, hljómsveitin Slysh og fleiri. Jafnframt voru viðburðir á svæðinu eins og þrautabraut Hjalta Úrsusar og fleira.“ Hljómsveitin Slysh steig á stokk.Aðsend Kjörís bauð gestum upp á fjölbreytt úrval af ís. Allt frá Mjúkís ársins 2024 til ýmissa furðutegunda sem voru sér framleidd fyrir þennan dag. Það má segja að það hafi krafist hugrekkis að smakka sumar þeirra. „Mesta athygli vöktu að venju furðuísarnir sem að þessu sinni voru harðfiskís, laxaís, beikonís með karamellusósu og til að toppa daginn var gott að enda á Habanero chilly ís. Sunneva Einars og Birta Líf Teboðsskvísur og áhrifavaldar voru á svæðinu og fylgdu eftir nýjustu afurðinni Bestís.“ Þar segir sömuleiðis að margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd með skvísunum. Aðdáendur nýttu tækifærið og fengu mynd með Birtu Líf og Sunnevu Einars.Aðsend Kjörís notar þennan dag til að kynnast bragðlaukum landans og er óhætt að segja að margt hafi komið á óvart. „Mjög margir þurftu ábót af Biscoff ís sem saman stendur af biscoff kexi og nutella og því ekki ótrúlegt að hann muni sjást í verslunum í nánustu framtíð. Þessi hátíð hefur verið haldin ár hvert með örfáum undantekningum í kringum Covid þegar samkomutakmarkanir voru og ekki þótti heppilegt að boða til fjöldasamkoma. Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjörís nota þetta tækifæri til að kynna viðskiptavinum fjölbreytta möguleika í vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn á vali að Mjúkís ársins, sem er árlegur kynningarviðburður okkar í janúar.“ Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir til viðbótar af deginum: Sáttir ísáhugamenn - kannski að smakka laxaísinn?Aðsend Sunneva og Birta kynntu Bestís.Aðsend Langar raðir mynduðust en skipulagið gekk vel.Aðsend Viðburðurinn var vel sóttur af ísáhugafólki úr öllum áttum.Aðsend Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði.Aðsend
Ís Matur Samkvæmislífið Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira