Blinken segir komið að ögurstundu í samningaviðræðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. ágúst 2024 07:20 Blinken og Herzog á blaðamannafundi í morgun. AP/Kevin Mohatt Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir komið að ögurstundu í friðarviðræðum Ísrael og Hamas og nú sé mögulega lokatækifærið til að semja um lausn gíslanna sem Hamas tóku fanga í árásum sínum 7. október síðastliðinn. Blinken er staddur í Ísrael, þar sem hann hefur þegar fundað með forsetanum Isaac Herzog og mun funda síðar í dag með forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu. Samkvæmt Agence France-Presse sagði Blinken á blaðamannafundi með Herzog að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði gert hann út af örkinni til að freista þess að þoka samningi að og vonandi yfir línuna. „Það er tímabært að ljúka þessu,“ sagði Blinken. Hann sagði einnig tímabært að tryggja að enginn gripi til aðgerða sem gætu gert út af við viðræðurnar, að það yrðu engar ögranir, engin stigmögnun. Báðir aðilar hafa sakað hinn um að ganga að samningaborðinu með eitthvað allt annað í huga en að ná fram friði og þá hafa báðir sömuleiðis sakað hinn um að leggja fram nýja og nýjar kröfur sem ekki er hægt að mæta. Hamas-liðar eru sagðir hafa áhyggjur af því að Ísraelar muni halda hernaðaraðgerðum sínum á Gasa áfram þegar búið er að sleppa flestum gíslunum en Ísraelsmenn hafa gert kröfu um að viðhafa áfram hernaðarviðbúnað á landamærum Gasa og Egyptalands. Netanyahu sætir miklum þrýstingi heima fyrir, þar sem ættingjar gíslanna kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að stuðla að lausn þeirra og stór hluti almennings vill forsætisráðherrann frá. Á sama tíma vilja sumir samstarfsmanna hans í ríkisstjórn ekki sjá neitt gefið eftir í viðræðum við Hamas. Málið vandaðist enn á dögunum þegar Hamas ákvað að gera Yahya Sinwar, manninn sem er sagður „arkítekt“ árásanna 7. október að pólitískum leiðtoga sínum eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran. Sinwar, sem er talinn í felum á Gasa, er þannig maðurinn sem situr andspænis Ísrael við samningaborðið á sama tíma og það er eitt af yfirlýstum markmiðum stjórnvalda þar í landi að koma honum fyrir kattarnef. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Blinken er staddur í Ísrael, þar sem hann hefur þegar fundað með forsetanum Isaac Herzog og mun funda síðar í dag með forsætisráðherranum Benjamin Netanyahu. Samkvæmt Agence France-Presse sagði Blinken á blaðamannafundi með Herzog að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði gert hann út af örkinni til að freista þess að þoka samningi að og vonandi yfir línuna. „Það er tímabært að ljúka þessu,“ sagði Blinken. Hann sagði einnig tímabært að tryggja að enginn gripi til aðgerða sem gætu gert út af við viðræðurnar, að það yrðu engar ögranir, engin stigmögnun. Báðir aðilar hafa sakað hinn um að ganga að samningaborðinu með eitthvað allt annað í huga en að ná fram friði og þá hafa báðir sömuleiðis sakað hinn um að leggja fram nýja og nýjar kröfur sem ekki er hægt að mæta. Hamas-liðar eru sagðir hafa áhyggjur af því að Ísraelar muni halda hernaðaraðgerðum sínum á Gasa áfram þegar búið er að sleppa flestum gíslunum en Ísraelsmenn hafa gert kröfu um að viðhafa áfram hernaðarviðbúnað á landamærum Gasa og Egyptalands. Netanyahu sætir miklum þrýstingi heima fyrir, þar sem ættingjar gíslanna kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að stuðla að lausn þeirra og stór hluti almennings vill forsætisráðherrann frá. Á sama tíma vilja sumir samstarfsmanna hans í ríkisstjórn ekki sjá neitt gefið eftir í viðræðum við Hamas. Málið vandaðist enn á dögunum þegar Hamas ákvað að gera Yahya Sinwar, manninn sem er sagður „arkítekt“ árásanna 7. október að pólitískum leiðtoga sínum eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Tehran. Sinwar, sem er talinn í felum á Gasa, er þannig maðurinn sem situr andspænis Ísrael við samningaborðið á sama tíma og það er eitt af yfirlýstum markmiðum stjórnvalda þar í landi að koma honum fyrir kattarnef.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira