Eldur logar í frægu listasafni í Lundúnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2024 14:39 Vart varð við eldinn um hádegisleytið að staðartíma. Aðsend Eldur logar í hinu víðfræga Somerset-húsi í miðborg Lundúna og eru um 125 slökkviliðsmenn á vettvangi. Reyksúla sást stíga upp úr þaki byggingarinnar um hádegisleytið á staðartíma of barst útkall til slökkviliðsins klukkan 11:59. Tuttugu slökkvibílar voru þá sendir á vettvang. Byggingin hýsir Courtauld-listasafnið sem er umfangsmikið safn málverka allt frá endurreisnartímabilinu til tuttugustu aldarinnar. Fræg verk á borð við Bar á Folie-Bergère eftir Édouard Manet og sjálfsmynd Vincents van Gogh með sárabindið á eyranu eru geymd í byggingunni. Slightly disturbed by the amount of smoke currently pouring out of the roof of Somerset House… pic.twitter.com/GqeJflO9pg— Michelle Birkby/Emma Butler (@michelleeb) August 17, 2024 Guardian hefur eftir stjórnanda safnsins að eldsvoðinn hafi brotist út í vesturálmu byggingarinnar og að það væru engin málverk geymd þar. „Það sem ég get staðfest er að vart varð við eld í hádeginu í einu horni vesturálmunnar. Svæðið var samstundis rýmt og gert slökkviliði viðvart sem var fljótt á vettvang,“ er haft eftir Jonathan Reekie formanni stjórnarnefndar safnsins. „Það eru allir öruggir og í bili viljum við bara leyfa slökkviliði Lundúnaborgar að sinna sínu góða starfi,“ segir hann. Byggingunni hefur verið lokað og einnig hefur verið lokað fyrir umferð á svæðinu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en eins og fram kom hefur ekkert tjón orðið á fólki. Bretland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
Reyksúla sást stíga upp úr þaki byggingarinnar um hádegisleytið á staðartíma of barst útkall til slökkviliðsins klukkan 11:59. Tuttugu slökkvibílar voru þá sendir á vettvang. Byggingin hýsir Courtauld-listasafnið sem er umfangsmikið safn málverka allt frá endurreisnartímabilinu til tuttugustu aldarinnar. Fræg verk á borð við Bar á Folie-Bergère eftir Édouard Manet og sjálfsmynd Vincents van Gogh með sárabindið á eyranu eru geymd í byggingunni. Slightly disturbed by the amount of smoke currently pouring out of the roof of Somerset House… pic.twitter.com/GqeJflO9pg— Michelle Birkby/Emma Butler (@michelleeb) August 17, 2024 Guardian hefur eftir stjórnanda safnsins að eldsvoðinn hafi brotist út í vesturálmu byggingarinnar og að það væru engin málverk geymd þar. „Það sem ég get staðfest er að vart varð við eld í hádeginu í einu horni vesturálmunnar. Svæðið var samstundis rýmt og gert slökkviliði viðvart sem var fljótt á vettvang,“ er haft eftir Jonathan Reekie formanni stjórnarnefndar safnsins. „Það eru allir öruggir og í bili viljum við bara leyfa slökkviliði Lundúnaborgar að sinna sínu góða starfi,“ segir hann. Byggingunni hefur verið lokað og einnig hefur verið lokað fyrir umferð á svæðinu. Eldsupptök liggja ekki fyrir en eins og fram kom hefur ekkert tjón orðið á fólki.
Bretland Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira