Verkfræðingar segja vald SA „óeðlilega mikið“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:02 Í Karphúsinu er skellt í vöfflur þegar kjarasamningar eru í höfn. Verkfræðingar segjast vart eiga aðkomu að viðræðum lengur, eftir að línur eru lagðar í samningum við stóru félögin. Vísir/Vilhelm Menntun er ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var, segja framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segja þeir að í raun hafi samningsréttur háskólamenntaðra verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært „óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði“. Árni B. Björnsson og Gunnar Sigvaldason segja mikillar óánægju gæta meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, bæði á almennum og opinberum markaði. Engar eiginlegar samningaviðræður eigi sér stað, heldur sé samninganefndunum afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu, upp á 3,25 prósent hækkun fyrsta árið og 3,5 prósent hækkun næstu þrjú árin. „Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar,“ segja Árni og Gunnar. Á meðan hafi kaupmáttur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra háskólahópa ekki aukist frá aldamótum, á sama tíma og kaumáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. Árni og Gunnar segja að hvað varðar hálfopinber fyrirtæki hafi þau framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins en í viðræðum sé launaliðurinn ekki ræddur heldur mönnum sagt að sækja launahækkanir í launaviðtölum. Þau gefist misvel. „Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum.“ Þróun mála sé til þess fallin að letja fólk frá því að sækja sér æðri menntun. „Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði,“ segja Árni og Gunnar. „Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.“ Kjaramál Háskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun segja þeir að í raun hafi samningsréttur háskólamenntaðra verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært „óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði“. Árni B. Björnsson og Gunnar Sigvaldason segja mikillar óánægju gæta meðal samninganefnda Verkfræðingafélagsins, bæði á almennum og opinberum markaði. Engar eiginlegar samningaviðræður eigi sér stað, heldur sé samninganefndunum afhentur fjögurra ára samningur sambærilegur þeim sem Efling og VR gerðu fyrr á árinu, upp á 3,25 prósent hækkun fyrsta árið og 3,5 prósent hækkun næstu þrjú árin. „Innihald slíks samnings þýðir að enn minnkar bilið á milli ófaglærðra og háskólamenntaðra. Verkfræðingafélagið hafði enga aðkomu að þeim kjarasamningum heldur fóru þær samningaviðræður fram á milli Samtaka atvinnulífsins annars vegar og stéttarfélaga innan vébanda Alþýðusambands Íslands á almennum vinnumarkaði hins vegar,“ segja Árni og Gunnar. Á meðan hafi kaupmáttur verkfræðinga, tæknifræðinga og annarra háskólahópa ekki aukist frá aldamótum, á sama tíma og kaumáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. Árni og Gunnar segja að hvað varðar hálfopinber fyrirtæki hafi þau framselt samningsumboð sitt til Samtaka atvinnulífsins en í viðræðum sé launaliðurinn ekki ræddur heldur mönnum sagt að sækja launahækkanir í launaviðtölum. Þau gefist misvel. „Í sumum tilfellum er vísað til þess að ekki sé svigrúm til hækkana eða að atvinnurekendur skýla sér á bak við jafnlaunavottun. Réttur til hækkana, sambærilegum þeim er verða almennt á markaði, er einnig of óljós í slíkum samningum.“ Þróun mála sé til þess fallin að letja fólk frá því að sækja sér æðri menntun. „Launaþróunin sýnir að hér á landi er menntun ekki metin til launa með sama hætti og áður. Þó flestir geti tekið undir að viss launajöfnuður sé af hinu góða er nauðsynlegt að launasetning taki ávallt mið af menntun, reynslu starfsfólks og eftirspurn á vinnumarkaði,“ segja Árni og Gunnar. „Eins og staðan er í dag má segja að samningsréttur háskólamenntaðra hafi verið afnuminn og Samtökum atvinnulífsins fært óeðlilega mikið vald gagnvart þróun launa á íslenskum vinnumarkaði.“
Kjaramál Háskólar Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira