Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 06:31 Imane Khelif með gullverðlaun sín og svo þau J.K. Rowling og Elon Musk Getty Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. Eitt af stærstu fréttamálum Ólympíuleikanna í París var þegar alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var sökuð um að vera karlmaður að keppa í hnefaleikum kvenna. Khelif var meinuð þátttaka á HM í hnefaleikaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur heimsmeistaramótið. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar má Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og segir að hún hafi fæðst sem kona, lifað sem kona, keppt sem kona alla tíð og sé kona í vegabréfi sínu. Khelif sýndi mikinn styrk með því að komast í gegnum allt fárið og tryggja sér gullverðlaunin í veltivigt. Hún varð þar með fyrsta konan frá Alsír til að vinna gullverðlaun í hnefaleikum í sögu Ólympíuleikanna. Eftir að sigurinn var í höfn þá talaði Khelif um, að áreitinu sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan, verði að linna. Hún tilkynnti líka að hún ætlaði að leita réttar síns. Nú hefur hún staðið við það. Independent hefur eftir lögmanni Khelif að hún hafi höfðað mál. Meðal þeirra sem hún höfðar mál gegn eru höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rowling og ríkasti maður heims, Elon Musk. Khelif höfðaði mál sitt í Frakklandi vegna hatursorðræðu og eineltis á netinu. Lögfræðingur hennar segir herferð gegn Khelif hafa falist í kvenhatri, rasisma og kynjamisrétti. Bæði Rowling og Musk tóku þátt í umræðunni um Khelif. Rowling kallaði hnefaleikakonuna karlmann og sagði að hún nyti þess örugglega að berja konur. Musk deildi pósti og tók undir það þegar annar notandi skrifaði að karlmenn ættu ekki heima í kvennaíþróttum. BREAKING: J.K. Rowling and Elon Musk named in cyberbullying lawsuit filed by #Olympic boxer Imane Khelif #NOH8 pic.twitter.com/qYS0v7JKkx— NOH8 Campaign (@NOH8Campaign) August 14, 2024 Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 „Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00 Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Eitt af stærstu fréttamálum Ólympíuleikanna í París var þegar alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var sökuð um að vera karlmaður að keppa í hnefaleikum kvenna. Khelif var meinuð þátttaka á HM í hnefaleikaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur heimsmeistaramótið. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar má Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og segir að hún hafi fæðst sem kona, lifað sem kona, keppt sem kona alla tíð og sé kona í vegabréfi sínu. Khelif sýndi mikinn styrk með því að komast í gegnum allt fárið og tryggja sér gullverðlaunin í veltivigt. Hún varð þar með fyrsta konan frá Alsír til að vinna gullverðlaun í hnefaleikum í sögu Ólympíuleikanna. Eftir að sigurinn var í höfn þá talaði Khelif um, að áreitinu sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan, verði að linna. Hún tilkynnti líka að hún ætlaði að leita réttar síns. Nú hefur hún staðið við það. Independent hefur eftir lögmanni Khelif að hún hafi höfðað mál. Meðal þeirra sem hún höfðar mál gegn eru höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rowling og ríkasti maður heims, Elon Musk. Khelif höfðaði mál sitt í Frakklandi vegna hatursorðræðu og eineltis á netinu. Lögfræðingur hennar segir herferð gegn Khelif hafa falist í kvenhatri, rasisma og kynjamisrétti. Bæði Rowling og Musk tóku þátt í umræðunni um Khelif. Rowling kallaði hnefaleikakonuna karlmann og sagði að hún nyti þess örugglega að berja konur. Musk deildi pósti og tók undir það þegar annar notandi skrifaði að karlmenn ættu ekki heima í kvennaíþróttum. BREAKING: J.K. Rowling and Elon Musk named in cyberbullying lawsuit filed by #Olympic boxer Imane Khelif #NOH8 pic.twitter.com/qYS0v7JKkx— NOH8 Campaign (@NOH8Campaign) August 14, 2024
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 „Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00 Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23
„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31
Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00
Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn