„Það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2024 10:30 Adam Ægir hefur komið sér vel fyrir hjá nýja félaginu. AC PERUGIA Atvinnumannaferillinn utan landsteina Íslands hefði varla getað byrjað betur hjá Adam Ægi Pálssyni, sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir ítalska liðið Perugia. Hann segir spennandi tíma framundan og hlutverk sitt vera það sama og alltaf, skora og leggja upp. Adam hefur verið einn fremsti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár en er nú að uppfylla langþráðan draum um atvinnumennsku utan Íslands. Hann fluttist nýlega til Perugia á Ítalíu. „Fyrstu viðbrögð eru bara gríðarlega góð. Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir hérna og strákarnir mjög skemmtilegir þannig að það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri. Mér líður ágætlega vel hérna til að byrja með þannig að vonandi koma menn í heimsókn bráðum,“ sagði Adam meðan hann naut sín í sólarblíðunni. Stefnir ekki aftur heim Adam skrifaði undir framlengdan samning við Val en var samtímis lánaður til Perugia. Hann stefnir á að festa rætur þar, eða annars staðar utan Íslands. Þrenna í fyrsta leik Þetta byrjar sannarlega vel fyrir Adam sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Perugia gegn Latina í ítölsku bikarkeppninni. „Það er mjög gaman að byrja atvinnumennskuna á þrennu, það verður að viðurkennast. Ég er þekktur fyrir að ofhugsa smá en það er fínt að fara út í leiki þar sem maður veit í raun ekki hvernig andstæðingurinn er, hvernig völlurinn lítur út eða neitt. Maður í raun veit ekki neitt annað en að maður er að fara að spila fótbolta, það er mjög þægileg tilfinning að fara bara og spila fótbolta til þess að njóta.“ 𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 ⌛️| FULL TIME #LatinaPerugia 1-4👏👏👏👏👏👏👏#forzaperugiasempre @seriecofficial #LATPER pic.twitter.com/SwRwPgGIl7— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 Fyrirliði ítalska u20 landsliðsins nýjasti liðsfélaginn Markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr hjá Perugia, sem hefur styrkt liðið mikið fyrir komandi átök í Serie C og ætlar sér upp um deild. Adam segir sitt hlutverk innan liðsins það sama og alls staðar annars staðar. „Það er klárlega stefnan hjá stuðningsmönnum, maður finnur það alveg að það er gríðarleg pressa að komast upp í Serie B. Mitt hlutverk er náttúrulega bara að skora og leggja upp, eins og annars staðar. Þetta er gríðarlega spennandi lið. Við erum að fá leikmann frá Inter Milan á láni sem hefur verið fyrirliði undir 20 ára landsliðs Ítalíu. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi lið og við erum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila hérna. Við erum að spila 3-4-2-1 einhvern veginn. Ég í tíunni, gríðarlega spennandi að vera kominn á svona hátt getustig,“ sagði Adam að lokum. Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Ítalski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira
Adam hefur verið einn fremsti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár en er nú að uppfylla langþráðan draum um atvinnumennsku utan Íslands. Hann fluttist nýlega til Perugia á Ítalíu. „Fyrstu viðbrögð eru bara gríðarlega góð. Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir hérna og strákarnir mjög skemmtilegir þannig að það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri. Mér líður ágætlega vel hérna til að byrja með þannig að vonandi koma menn í heimsókn bráðum,“ sagði Adam meðan hann naut sín í sólarblíðunni. Stefnir ekki aftur heim Adam skrifaði undir framlengdan samning við Val en var samtímis lánaður til Perugia. Hann stefnir á að festa rætur þar, eða annars staðar utan Íslands. Þrenna í fyrsta leik Þetta byrjar sannarlega vel fyrir Adam sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Perugia gegn Latina í ítölsku bikarkeppninni. „Það er mjög gaman að byrja atvinnumennskuna á þrennu, það verður að viðurkennast. Ég er þekktur fyrir að ofhugsa smá en það er fínt að fara út í leiki þar sem maður veit í raun ekki hvernig andstæðingurinn er, hvernig völlurinn lítur út eða neitt. Maður í raun veit ekki neitt annað en að maður er að fara að spila fótbolta, það er mjög þægileg tilfinning að fara bara og spila fótbolta til þess að njóta.“ 𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 ⌛️| FULL TIME #LatinaPerugia 1-4👏👏👏👏👏👏👏#forzaperugiasempre @seriecofficial #LATPER pic.twitter.com/SwRwPgGIl7— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 Fyrirliði ítalska u20 landsliðsins nýjasti liðsfélaginn Markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr hjá Perugia, sem hefur styrkt liðið mikið fyrir komandi átök í Serie C og ætlar sér upp um deild. Adam segir sitt hlutverk innan liðsins það sama og alls staðar annars staðar. „Það er klárlega stefnan hjá stuðningsmönnum, maður finnur það alveg að það er gríðarleg pressa að komast upp í Serie B. Mitt hlutverk er náttúrulega bara að skora og leggja upp, eins og annars staðar. Þetta er gríðarlega spennandi lið. Við erum að fá leikmann frá Inter Milan á láni sem hefur verið fyrirliði undir 20 ára landsliðs Ítalíu. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi lið og við erum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila hérna. Við erum að spila 3-4-2-1 einhvern veginn. Ég í tíunni, gríðarlega spennandi að vera kominn á svona hátt getustig,“ sagði Adam að lokum. Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Ítalski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Sjá meira