„Hér er um fullkomlega eðlileg viðskipti að ræða“ Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. ágúst 2024 22:09 Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta Íslands í dag, og varð þar með sjöundi forseti lýðveldisins. Ragnar Axelsson „Hér er um fullkomlega eðlileg viðskipti að ræða sem öðrum býðst og allt svoleiðis,“ sagði Halla Tómasdóttir er hún var aftur spurð út í bílakaup þeirra hjóna á dögunum. Hún segir málið dæmi um að stundum sé mikið rætt um eitthvað sem skiptir ekki meginmáli. Hjónin hafi lært af þessu mikilvæga lexíu. „Þetta dæmi er kannski eins og mörg önnur dæmi í samfélaginu í dag. Stundum ræðum við alveg ótrúlega mikið um eitthvað sem að kannski skiptir ekki meginmáli, og ótrúlega lítið um stóru málin sem varða framtíð þessa lands og þessarar þjóðar,“ sagði Halla. „Við höfum lært af þessu og ég vona að aðrir hafi lært af þessu,“ sagði hún. Hún segir skiljanlegt að traustið sé lítið í samfélaginu, en kannski þurfum við að læra lyfta okkur upp í umræðunni, og taka dýpra og vandaðra samtal um það sem að raunverulega skiptir máli í samfélaginu. Heilmikið hefur verið rætt og ritað um bílakaup þeirra hjóna, og í gær lagði Guðni Th. fráfarandi forseti orð í belg, og sagði hegðun bílaumboðsins óforskammaða. Allir ættu að vita að ekki megi auglýsa forsetann Halla segist vona að það verði aldrei þannig að þau þurfi að segja við alla sem biðji um mynd, að ekki megi nota þær í auglýsingarskyni. „Ég held að það ættu allir að vita það, en þarna lærum við mikilvæga lexíu að kannski þurfum við að áminna fólk líka, við erum kannski grunlaus þarna og pínu ný í þessu.“ Hún tekur undir með Guðna sem sagði í viðtali í gær, að þau sem gegni opinberum störfum eigi að fá að vera manneskjur líka og eigi skilið virðingu. Þau eigi ekki að þurfa byggja upp þykkan skráp til að geta gegnt hlutverkum í samfélaginu. „Ég hef sagt það að ég sé með breitt bak en opið hjarta. Ég held að við vitum að við þurfum að vera það í þessu embætti,“ sagði Halla Tómasdóttir. Viðtal Stöðvar 2 við Höllu má finna í heild sinni hér að neðan: Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03 Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. 29. júlí 2024 19:00 Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. 29. júlí 2024 12:17 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
„Þetta dæmi er kannski eins og mörg önnur dæmi í samfélaginu í dag. Stundum ræðum við alveg ótrúlega mikið um eitthvað sem að kannski skiptir ekki meginmáli, og ótrúlega lítið um stóru málin sem varða framtíð þessa lands og þessarar þjóðar,“ sagði Halla. „Við höfum lært af þessu og ég vona að aðrir hafi lært af þessu,“ sagði hún. Hún segir skiljanlegt að traustið sé lítið í samfélaginu, en kannski þurfum við að læra lyfta okkur upp í umræðunni, og taka dýpra og vandaðra samtal um það sem að raunverulega skiptir máli í samfélaginu. Heilmikið hefur verið rætt og ritað um bílakaup þeirra hjóna, og í gær lagði Guðni Th. fráfarandi forseti orð í belg, og sagði hegðun bílaumboðsins óforskammaða. Allir ættu að vita að ekki megi auglýsa forsetann Halla segist vona að það verði aldrei þannig að þau þurfi að segja við alla sem biðji um mynd, að ekki megi nota þær í auglýsingarskyni. „Ég held að það ættu allir að vita það, en þarna lærum við mikilvæga lexíu að kannski þurfum við að áminna fólk líka, við erum kannski grunlaus þarna og pínu ný í þessu.“ Hún tekur undir með Guðna sem sagði í viðtali í gær, að þau sem gegni opinberum störfum eigi að fá að vera manneskjur líka og eigi skilið virðingu. Þau eigi ekki að þurfa byggja upp þykkan skráp til að geta gegnt hlutverkum í samfélaginu. „Ég hef sagt það að ég sé með breitt bak en opið hjarta. Ég held að við vitum að við þurfum að vera það í þessu embætti,“ sagði Halla Tómasdóttir. Viðtal Stöðvar 2 við Höllu má finna í heild sinni hér að neðan:
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03 Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. 29. júlí 2024 19:00 Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. 29. júlí 2024 12:17 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Biðst velvirðingar á myndbirtingunni Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar, biðst velvirðingar fyrir hönd Brimborgar á myndbirtingu frá afhendingu bílsins, sem verðandi forsetahjónin festu kaup á á dögunum. Hann segir að misskilningur hafi orðið um að heimild til myndatöku gilti sem heimild til birtingar. Það sé ekki óalgengt að myndir frá afhendingu nýrra bíla séu birtar með þessum hætti. 27. júlí 2024 08:03
Fólk byrjað að fá forsetaafslátt Framkvæmdastjóri hjá Brimborg segir gríðarlegan fjölda fyrirspurna hafa borist um bílinn sem forsetahjónin keyptu af umboðinu og afsláttinn sem þau fengu af verði hans. Fólk óski nú eftir forsetaafslætti. Fyrrum forseti nemendafélags hafi fengið slíkan afslátt. 29. júlí 2024 19:00
Eigandi Brimborgar gefur upp viðskiptakjörin Tilvonandi forsetahjón fengu um fimmhundruð og fimmtíu þúsund króna afslátt af bílakaupum hjá Brimborg. Halla Tómasdóttir gaf sér helgina til að gefa upp afsláttinn og birti á samfélagsmiðlum. Forstjóri Brimborgar segir kjörin í samræmi við reglur fyrirtækisins en afsláttarkjörin séu fjórþætt. 29. júlí 2024 12:17