Þurfi að fylgja betur eftir reglum um byggð við sprungur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2024 12:13 Sprungur eru víða í Grindavík. Vísir/Arnar Jarðfræðingar við Háskóla Íslands sem stóðu að rannsókn um sigdalinn í Grindavík segja tímabært að fylgja eftir reglum um byggingar við misgengi og sprungur og segja mikilvægt að kortleggja þannig svæði á landsvísu. Sigdalurinn sem myndaðist í Grindavík í nóvember þykir einstakur á heimsmælikvarða. Í raun er ekki um einn sigdal að ræða heldur tvo sem eru aðskildir með rishrygg á fimm kílómetra breiðu aflögunarsvæði. Þetta kemur fram í fjölþjóðlegri rannsókn um ástandið við Grindavík sem var birt í virtu tímariti sem gefið er út af Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu. Aðalhöfundur greinarinnar Gregory De Pascale, dósent í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir það tímabært að þróa skýrar reglur og lög til að takmarka hættuna sem stafar af misgengjum og sprungum. Þurfi að fylgja betur eftir reglugerðum „Það eru byggingarreglugerðir sem vísa til þess að það eigi ekki að staðsetja hús yfir sprungu. Að hús megi ekki þvera sprungu og það þarf eftilvill að fylgja betur eftir svona reglugerðum og vinna meira að því að gá að svona sprungum en það er ekki alltaf auðvelt að finna þessar sprungur,“ segir Halldór Geirsson, dósent í jarðskorpuaflögun við Háskóla Íslands. Halldór er einn þeirra sem komu að rannsókninni en hann bætir við að misgengið í Grindavík hafi verið þekkt áður en sigdalurinn myndaðist á síðasta ári. Hann segir það mikilvægt að kortleggja misgengi á landinu svo hægt sé að koma í veg fyrir að byggt sé við virkar sprungur. Lærum af öllu saman Í rannsókninni kemur fram að sigdalurinn í Grindavík gefi mikilvæga innsýn í það þegar gliðnun hefst á úthafshryggjum og er bent á að eðli málsins samkvæmt eru úthafshryggir vanalega á hafsbotni. Á Reykjanesi kemur þó einn stærsti þeirra á land, Reykjaneshryggurinn. „Það eru margir sigdalir á heimsvísu og það sem er kannski einstakt við þennan sigdal er hversu vel við sáum hvernig hann myndaðist. Þessar miklu sprunguhreyfingar verða bara í rauninni á nokkrum klukkutímum. Ég held að það sé nú bara best að við lærum af öllu saman og horfum til framtíðar hvernig við viljum þróa byggðaskipulagið hjá okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Sigdalurinn sem myndaðist í Grindavík í nóvember þykir einstakur á heimsmælikvarða. Í raun er ekki um einn sigdal að ræða heldur tvo sem eru aðskildir með rishrygg á fimm kílómetra breiðu aflögunarsvæði. Þetta kemur fram í fjölþjóðlegri rannsókn um ástandið við Grindavík sem var birt í virtu tímariti sem gefið er út af Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu. Aðalhöfundur greinarinnar Gregory De Pascale, dósent í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir það tímabært að þróa skýrar reglur og lög til að takmarka hættuna sem stafar af misgengjum og sprungum. Þurfi að fylgja betur eftir reglugerðum „Það eru byggingarreglugerðir sem vísa til þess að það eigi ekki að staðsetja hús yfir sprungu. Að hús megi ekki þvera sprungu og það þarf eftilvill að fylgja betur eftir svona reglugerðum og vinna meira að því að gá að svona sprungum en það er ekki alltaf auðvelt að finna þessar sprungur,“ segir Halldór Geirsson, dósent í jarðskorpuaflögun við Háskóla Íslands. Halldór er einn þeirra sem komu að rannsókninni en hann bætir við að misgengið í Grindavík hafi verið þekkt áður en sigdalurinn myndaðist á síðasta ári. Hann segir það mikilvægt að kortleggja misgengi á landinu svo hægt sé að koma í veg fyrir að byggt sé við virkar sprungur. Lærum af öllu saman Í rannsókninni kemur fram að sigdalurinn í Grindavík gefi mikilvæga innsýn í það þegar gliðnun hefst á úthafshryggjum og er bent á að eðli málsins samkvæmt eru úthafshryggir vanalega á hafsbotni. Á Reykjanesi kemur þó einn stærsti þeirra á land, Reykjaneshryggurinn. „Það eru margir sigdalir á heimsvísu og það sem er kannski einstakt við þennan sigdal er hversu vel við sáum hvernig hann myndaðist. Þessar miklu sprunguhreyfingar verða bara í rauninni á nokkrum klukkutímum. Ég held að það sé nú bara best að við lærum af öllu saman og horfum til framtíðar hvernig við viljum þróa byggðaskipulagið hjá okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira