Blikar renna blint í sjóinn: „Klárir í hvoru tveggja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2024 15:01 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Arnar Breiðablik mætir sterku kósóvsku liði Drita í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambansdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir menn spennta fyrir verkefninu. „Þetta er alltaf mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu, að taka þátt í Evrópukeppni. Að máta sig við erlend lið, sem við þekkjum minna. Þetta eru öðruvísi leikir og auðvitað mikið í húfi að komast langt í keppninni. Þetta gefur boost inn í tímabilið, það er mikið undir og við erum mjög spenntir,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Blikar slógu út lið Tikves frá Norður-Makedóníu í síðustu umferð en þurftu að hafa fyrir hlutunum. Þeir misstu 2-0 forystu niður í 3-2 tap ytra og lentu svo undir í síðari leiknum hér heima. Þeir komu þó sterkir til baka og unnu einvígið samanlagt 5-4. Halldór segir menn draga þann lærdóm að slaka aldrei á. „Það er fyrst og fremst að vanmeta aldrei þessa andstæðinga. Við voru með mikla yfirburði í leiknum úti og í góðri stöðu. Um leið og við gáfum aðeins eftir sýndu þeir gæði sín og refsuðu okkur. Það er svona það helsta sem við tökum út úr þessu,“ „Liðið sem við mætum núna er reynslumikið lið í Evrópu. Þetta er gott lið og þessi félög frá Kósóvó hafa náð virkilega góðum árangri í Evrópu síðustu ár. Við þurfum að taka þá alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik hefur þrætt Balkanskagann síðustu ár og mætt liðum frá Svartfjallalandi, Bosníu og nú síðast Norður-Makedóníu. Halldór segir Blika kunna ágætlega við sig á svæðinu. „Ég held ég sé að fara á minn fimmta stað á örfáum ferkílómetrum þarna fyrir austan. Þangað er gott að koma og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum fastagestir þarna,“ segir Halldór. Klippa: Sterkt Evrópulið í Kópavogi Starfslið Blika hefur unnið hörðum höndum að því að greina leik Drita-liðsins en segir menn að vissu leyti renna blint í sjóinn. Liðið eigi til að breyta um stíl þegar í Evrópukeppni sé komið og liðið náð í góð úrslit gegn sterkum andstæðingum. „Við erum búnir að horfa á alla leikina hjá þeim frá í fyrra. Þar vilja þeir halda í boltann og pressa hátt. Í Evrópukeppni hafa þeir mætt mjög sterkum andstæðingum síðustu ár. Feyenoord, Antwerp og Viktoria Plzen í fyrra og náð virkilega fínum úrslitum þó þeir hafi ekki náð að slá þau út,“ „Þar leggjast þeir neðar og spila öðruvísi. Við erum aðeins að rýna í það, hvernig þeir meta þennan útileik á Íslandi. Við erum klárir í hvoru tveggja. Þeir eru vel rútínerað lið og við gerum ráð fyrir að þeir telji sig sterkara liðið í þessu einvígi,“ segir Halldór. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
„Þetta er alltaf mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu, að taka þátt í Evrópukeppni. Að máta sig við erlend lið, sem við þekkjum minna. Þetta eru öðruvísi leikir og auðvitað mikið í húfi að komast langt í keppninni. Þetta gefur boost inn í tímabilið, það er mikið undir og við erum mjög spenntir,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Blikar slógu út lið Tikves frá Norður-Makedóníu í síðustu umferð en þurftu að hafa fyrir hlutunum. Þeir misstu 2-0 forystu niður í 3-2 tap ytra og lentu svo undir í síðari leiknum hér heima. Þeir komu þó sterkir til baka og unnu einvígið samanlagt 5-4. Halldór segir menn draga þann lærdóm að slaka aldrei á. „Það er fyrst og fremst að vanmeta aldrei þessa andstæðinga. Við voru með mikla yfirburði í leiknum úti og í góðri stöðu. Um leið og við gáfum aðeins eftir sýndu þeir gæði sín og refsuðu okkur. Það er svona það helsta sem við tökum út úr þessu,“ „Liðið sem við mætum núna er reynslumikið lið í Evrópu. Þetta er gott lið og þessi félög frá Kósóvó hafa náð virkilega góðum árangri í Evrópu síðustu ár. Við þurfum að taka þá alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik hefur þrætt Balkanskagann síðustu ár og mætt liðum frá Svartfjallalandi, Bosníu og nú síðast Norður-Makedóníu. Halldór segir Blika kunna ágætlega við sig á svæðinu. „Ég held ég sé að fara á minn fimmta stað á örfáum ferkílómetrum þarna fyrir austan. Þangað er gott að koma og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum fastagestir þarna,“ segir Halldór. Klippa: Sterkt Evrópulið í Kópavogi Starfslið Blika hefur unnið hörðum höndum að því að greina leik Drita-liðsins en segir menn að vissu leyti renna blint í sjóinn. Liðið eigi til að breyta um stíl þegar í Evrópukeppni sé komið og liðið náð í góð úrslit gegn sterkum andstæðingum. „Við erum búnir að horfa á alla leikina hjá þeim frá í fyrra. Þar vilja þeir halda í boltann og pressa hátt. Í Evrópukeppni hafa þeir mætt mjög sterkum andstæðingum síðustu ár. Feyenoord, Antwerp og Viktoria Plzen í fyrra og náð virkilega fínum úrslitum þó þeir hafi ekki náð að slá þau út,“ „Þar leggjast þeir neðar og spila öðruvísi. Við erum aðeins að rýna í það, hvernig þeir meta þennan útileik á Íslandi. Við erum klárir í hvoru tveggja. Þeir eru vel rútínerað lið og við gerum ráð fyrir að þeir telji sig sterkara liðið í þessu einvígi,“ segir Halldór. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira