„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 09:00 Aron Elís er að stíga upp úr meiðslum og hefur misst af einum Evrópuleik en kveðst klár í átök kvöldsins. vísir / arnar „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Víkingur hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið. Liðið féll út með dramatískum hætti gegn Shamrock Rovers þar sem vítaspyrna fór forgörðum í uppbótartíma, sneri svo heim í Bestu deildina og tapaði 1-0 á móti KA. „Gríðarlegt svekkelsi, eins og menn sjá, en mér fannst við spila vel á móti KA þó úrslitin hafi ekki verið góð. Þannig að við þurfum bara að byggja ofan á þá spilamennsku með fleiri mörkum.“ Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Það er viss lærdómur sem Aron dregur úr síðasta einvígi en hann gerir ráð fyrir öðruvísi andstæðingi í kvöld. „Ég held að þetta verði aðeins öðruvísi leikur. Við erum að mæta liði sem er á undirbúningstímabili, við þurfum að keyra tempóið hátt og gera okkar besta til að klára þetta. Það er erfitt fyrir mig að segja [hversu góðir þeir eru] en við erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna. Þurfum bara að vera klárir í þetta og ekkert vanmat.“ Sjálfur er hann að snúa til baka úr meiðslum en segist allur vera að koma til og er nokkuð sigurviss fyrir leik kvöldsins. Klippa: Viðtal við Aron Elís Þrándarson fyrir leik gegn Egnatia Leikur Víkings gegn Egnatia hefst klukkan 18:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Víkingur hefur ekki fagnað góðu gengi undanfarið. Liðið féll út með dramatískum hætti gegn Shamrock Rovers þar sem vítaspyrna fór forgörðum í uppbótartíma, sneri svo heim í Bestu deildina og tapaði 1-0 á móti KA. „Gríðarlegt svekkelsi, eins og menn sjá, en mér fannst við spila vel á móti KA þó úrslitin hafi ekki verið góð. Þannig að við þurfum bara að byggja ofan á þá spilamennsku með fleiri mörkum.“ Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Það er viss lærdómur sem Aron dregur úr síðasta einvígi en hann gerir ráð fyrir öðruvísi andstæðingi í kvöld. „Ég held að þetta verði aðeins öðruvísi leikur. Við erum að mæta liði sem er á undirbúningstímabili, við þurfum að keyra tempóið hátt og gera okkar besta til að klára þetta. Það er erfitt fyrir mig að segja [hversu góðir þeir eru] en við erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna. Þurfum bara að vera klárir í þetta og ekkert vanmat.“ Sjálfur er hann að snúa til baka úr meiðslum en segist allur vera að koma til og er nokkuð sigurviss fyrir leik kvöldsins. Klippa: Viðtal við Aron Elís Þrándarson fyrir leik gegn Egnatia Leikur Víkings gegn Egnatia hefst klukkan 18:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi og beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira