Argentínumenn rændir á meðan þeir voru á æfingu á ÓL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 23:01 Það sauð á Javier Mascherano, þjálfari argentínska Ólympíuliðsins, eftir tapið fyrir Marokkó. getty/Marcio Machado Það á ekki af argentínska Ólympíulandsliðinu í fótbolta karla að ganga. Eftir afar undarlega atburðarrás í fyrsta leik Argentínumanna greindi þjálfari þeirra frá því að þeir hefðu verið rændir á æfingu fyrir leikinn. Argentína tapaði 2-1 fyrir Marokkó í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í dag. Argentínumenn héldu að þeir hefðu jafnað í 2-2 þegar sextán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en markið var dæmt af, löngu eftir að leikmenn liðanna voru kallaðir af velli vegna óláta stuðningsmanna Marokkós. Eftir leikinn sagðist Javier Mascherano, þjálfari Argentínu, ekki hafa upplifað annað eins og atburðarrásina undir lokin. „Þetta er mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni,“ sagði gamli Liverpool-maðurinn. Hann greindi líka frá öðru miður skemmtilegu sem henti argentínska liðið í aðdraganda leiksins. Samkvæmt honum voru Argentínumenn nefnilega rændir á meðan æfingu þeirra stóð. „Í gær komu þjófar inn á æfingu og rændu okkur. Thiago Almada tapaði hringum, úri og öllu á æfingu á Ólympíuleikunum. Við vildum ekkert segja eftir æfinguna,“ sagði Mascherano sem vonast eflaust til þess að undirbúningurinn fyrir næsta leik, gegn Írak, verði eðlilegri en fyrir leikinn gegn Marokkó. Mascherano varð Ólympíumeistari með Argentínu sem leikmaður í Aþenu 2004 og Peking 2008 og ætlar að endurtaka leikinn sem þjálfari í París. Fótbolti Ólympíuleikar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Argentína tapaði 2-1 fyrir Marokkó í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í dag. Argentínumenn héldu að þeir hefðu jafnað í 2-2 þegar sextán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en markið var dæmt af, löngu eftir að leikmenn liðanna voru kallaðir af velli vegna óláta stuðningsmanna Marokkós. Eftir leikinn sagðist Javier Mascherano, þjálfari Argentínu, ekki hafa upplifað annað eins og atburðarrásina undir lokin. „Þetta er mesti sirkus sem ég hef orðið vitni að á lífsleiðinni,“ sagði gamli Liverpool-maðurinn. Hann greindi líka frá öðru miður skemmtilegu sem henti argentínska liðið í aðdraganda leiksins. Samkvæmt honum voru Argentínumenn nefnilega rændir á meðan æfingu þeirra stóð. „Í gær komu þjófar inn á æfingu og rændu okkur. Thiago Almada tapaði hringum, úri og öllu á æfingu á Ólympíuleikunum. Við vildum ekkert segja eftir æfinguna,“ sagði Mascherano sem vonast eflaust til þess að undirbúningurinn fyrir næsta leik, gegn Írak, verði eðlilegri en fyrir leikinn gegn Marokkó. Mascherano varð Ólympíumeistari með Argentínu sem leikmaður í Aþenu 2004 og Peking 2008 og ætlar að endurtaka leikinn sem þjálfari í París.
Fótbolti Ólympíuleikar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira