Tekur ábyrgð á njósnunum og stýrir Kanada ekki í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 23:30 Beverly Priestman gerði Kanada að Ólympíumeisturum á síðustu leikum. getty/Omar Vega Beverly Priestman stýrir kanadíska kvennalandsliðinu í fótbolta ekki í fyrsta leik þess á Ólympíuleikunum í París eftir að samstarfsfélagar hennar notuðu dróna til að njósna um æfingu mótherja morgundagsins, Nýja-Sjálands. Aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander og leikgreinandinn Joseph Lombardi hafa verið send heim af Ólympíuleikunum eftir þau notuðu dróna til að taka upp æfingu Nýja-Sjálands á mánudaginn. Ný-Sjálendingar sendu inn kvörtun til Alþjóða ólympíunefndarinnar vegna framgöngu Kanadamanna og Lombardi var í kjölfarið handtekinn. Þau Mander voru svo send heim frá Frakklandi. Kanadíska knattspyrnusambandið bað Ný-Sjálendinga afsökunar á njósnunum og Priestman ákvað aukinheldur að axla ábyrgð á gjörðum samstarfsfélaganna og ætlar ekki að stýra Kanada í leiknum gegn Nýja-Sjálandi á morgun. „Ég vil fyrst og síðast biðja leikmenn og starfsfólk Nýja-Sjálands afsökunar sem og leikmenn Kanada. Þetta endurspeglar ekki gildin sem lið okkar stendur fyrir. Þegar uppi er staðið er ég ábyrg fyrir framferði þeirra sem tilheyra okkar hóp,“ sagði Priestman. Kanada varð Ólympíumeistari í Tókýó fyrir þremur árum og á því titil að verja í París. Kanadíska liðið verður samt að spjara sig án Priestmans í fyrsta leiknum gegn Nýja-Sjálandi. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander og leikgreinandinn Joseph Lombardi hafa verið send heim af Ólympíuleikunum eftir þau notuðu dróna til að taka upp æfingu Nýja-Sjálands á mánudaginn. Ný-Sjálendingar sendu inn kvörtun til Alþjóða ólympíunefndarinnar vegna framgöngu Kanadamanna og Lombardi var í kjölfarið handtekinn. Þau Mander voru svo send heim frá Frakklandi. Kanadíska knattspyrnusambandið bað Ný-Sjálendinga afsökunar á njósnunum og Priestman ákvað aukinheldur að axla ábyrgð á gjörðum samstarfsfélaganna og ætlar ekki að stýra Kanada í leiknum gegn Nýja-Sjálandi á morgun. „Ég vil fyrst og síðast biðja leikmenn og starfsfólk Nýja-Sjálands afsökunar sem og leikmenn Kanada. Þetta endurspeglar ekki gildin sem lið okkar stendur fyrir. Þegar uppi er staðið er ég ábyrg fyrir framferði þeirra sem tilheyra okkar hóp,“ sagði Priestman. Kanada varð Ólympíumeistari í Tókýó fyrir þremur árum og á því titil að verja í París. Kanadíska liðið verður samt að spjara sig án Priestmans í fyrsta leiknum gegn Nýja-Sjálandi.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira