Sex þúsund tapaðar ljósmyndir komust í leitirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2024 17:00 Myndin til vinstri er ein þeirra sem Maya taldi sig hafa glatað, til hægri er svo umrætt minniskort. Mayapapayapictures Bandarískur brúðkaupsljósmyndari, Maya James, lenti í því leiðindaatviki að týna minniskorti við flugvélaflakið á Sólheimasandi í Íslandsferð fyrr í mánuðinum. Fyrir ótrúlega lukku fann annar bandarískur ferðamaður minniskortið og er nú að koma því til Mayu í pósti. Bandaríski ferðamaðurinn sem fann kortið heitir Mary Les og birti færslu á Facebook þar sem hún greindi frá fundi sínum. Færslunni var deilt víða um Facebook á hópum eins og Hið Raunverulega Bakland Ferðaþjónustunnar, Góða systir og hópa fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Einhvern veginn hafnaði færslan hjá einhverjum sem þekkti til Mayu og þessi óþekkti aðili kom henni í sambandi við þann sem fann kortið. Umturnaði öllu í gistihúsinu Maya lýsir því í samtali við fréttastofu að hún hafi farið til Íslands í hópferð ljósmyndara frá Bandaríkjunum að taka myndir í íslenskri náttúru. Hún hafi ásamt öðrum ljósmyndara í hópnum ákveðið að gera sér ferð út að flugvélaflakinu á Sólheimasandi sem er vinsæll áfangastaður ljósmyndara. „Ég fór með henni og við vorum að taka ótrúlega flottar myndir. Ég hélt svo að ég væri með allar græjurnar mínar með mér þannig við fórum aftur þangað sem við vorum að gista og það var ekki fyrr en seinna um daginn að ég átta mig á því að mig vantar eitt minniskortanna minna,“ segir Maya. Ein myndanna sem tekin var á Sólheimasandi.Mayapapayapictures Hún lýsir því að hafa umturnað öllu í gistihúsinu og fengið ferðafélaga sína til að gera slíkt hið sama en án árangurs. „Ég trúði því einlægt að ég sæi þetta kort aldrei framar,“ segir hún. Vaknaði við holskeflu skilaboða Annað reyndist raunin. Þegar hún vaknaði í morgun var innhólfið hennar sneisafullt af skilaboðum frá ljósmyndurum og ferðafélögum sem létu hana vita að kortið hefði komist í leitirnar. „Það var einhver á netinu að leita að mér því hún fann kortið mitt. Með einhverjum ótrúlegum hætti tókst mér að komast í samband við hana og hún er þegar búin að póstleggja kortið,“ segir Maya. Kortið á enn langferð fyrir sér á leið sinni til Arizona þar sem Maya á heima en hún getur fylgst með því nálgast á heimasíðu póstsins. Sex þúsund myndir á kortinu Maya segir að á kortinu hafi verið ríflega sex þúsund myndir frá Íslandsferðinni og meira til. Það hefði verið ömurlegt að tapa því öllu, þó hún hafi verið búin að gefa upp vonina þegar þangað var komið sögu. Tilefni Íslandsferðar Mayu var að vinna samvinnuverkefni í ljósmyndun. Þessi mynd er ein þeirra sem fannst á minniskortinu týnda.Mayapapayapictures „Ég er endalaust þakklát ljósmyndarasamfélaginu. Ég heyri oft sögur á samfélagsmiðlum af fólki sem týnir myndavélum, korti eða batteríum og einhvern veginn koma netverjar á endurfundum en aldrei gerði ég mér það í hugarlund að það myndi koma fyrir mig,“ segir Maya. „Það var alveg stórkostlegt að vakna við þessa óvæntu ánægju,“ segir hún að lokum. Ljósmyndun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Bandaríski ferðamaðurinn sem fann kortið heitir Mary Les og birti færslu á Facebook þar sem hún greindi frá fundi sínum. Færslunni var deilt víða um Facebook á hópum eins og Hið Raunverulega Bakland Ferðaþjónustunnar, Góða systir og hópa fyrir erlenda ferðamenn á Íslandi. Einhvern veginn hafnaði færslan hjá einhverjum sem þekkti til Mayu og þessi óþekkti aðili kom henni í sambandi við þann sem fann kortið. Umturnaði öllu í gistihúsinu Maya lýsir því í samtali við fréttastofu að hún hafi farið til Íslands í hópferð ljósmyndara frá Bandaríkjunum að taka myndir í íslenskri náttúru. Hún hafi ásamt öðrum ljósmyndara í hópnum ákveðið að gera sér ferð út að flugvélaflakinu á Sólheimasandi sem er vinsæll áfangastaður ljósmyndara. „Ég fór með henni og við vorum að taka ótrúlega flottar myndir. Ég hélt svo að ég væri með allar græjurnar mínar með mér þannig við fórum aftur þangað sem við vorum að gista og það var ekki fyrr en seinna um daginn að ég átta mig á því að mig vantar eitt minniskortanna minna,“ segir Maya. Ein myndanna sem tekin var á Sólheimasandi.Mayapapayapictures Hún lýsir því að hafa umturnað öllu í gistihúsinu og fengið ferðafélaga sína til að gera slíkt hið sama en án árangurs. „Ég trúði því einlægt að ég sæi þetta kort aldrei framar,“ segir hún. Vaknaði við holskeflu skilaboða Annað reyndist raunin. Þegar hún vaknaði í morgun var innhólfið hennar sneisafullt af skilaboðum frá ljósmyndurum og ferðafélögum sem létu hana vita að kortið hefði komist í leitirnar. „Það var einhver á netinu að leita að mér því hún fann kortið mitt. Með einhverjum ótrúlegum hætti tókst mér að komast í samband við hana og hún er þegar búin að póstleggja kortið,“ segir Maya. Kortið á enn langferð fyrir sér á leið sinni til Arizona þar sem Maya á heima en hún getur fylgst með því nálgast á heimasíðu póstsins. Sex þúsund myndir á kortinu Maya segir að á kortinu hafi verið ríflega sex þúsund myndir frá Íslandsferðinni og meira til. Það hefði verið ömurlegt að tapa því öllu, þó hún hafi verið búin að gefa upp vonina þegar þangað var komið sögu. Tilefni Íslandsferðar Mayu var að vinna samvinnuverkefni í ljósmyndun. Þessi mynd er ein þeirra sem fannst á minniskortinu týnda.Mayapapayapictures „Ég er endalaust þakklát ljósmyndarasamfélaginu. Ég heyri oft sögur á samfélagsmiðlum af fólki sem týnir myndavélum, korti eða batteríum og einhvern veginn koma netverjar á endurfundum en aldrei gerði ég mér það í hugarlund að það myndi koma fyrir mig,“ segir Maya. „Það var alveg stórkostlegt að vakna við þessa óvæntu ánægju,“ segir hún að lokum.
Ljósmyndun Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira