Þekkja engin dæmi um að lögheimilisskráning stöðvi fasteignasölu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2024 10:51 Lög setja ábyrgði á einstaklinga að skrá lögheimili sitt rétt. Eigendur fasteigna þurfa að fara í gegnum ferli sem getur tekið fleiri vikur ef þeir vilja hnekkja skráningu sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Hvorki formaður Félags fasteignasala né deildarstjóri hjá Þjóðskrá kannast við dæmi um að sala á fasteignum strandi á því að óviðkomandi einstaklingar séu skráðir með lögheimili í þeim. Eigendum fasteigna hefur verið auðveldað að tilkynna um tilefnislausar skráningar. Gagnrýni á að einstaklingar geti skráð lögheimili sitt í fasteignum án samþykkis eiganda hefur blossað upp ítrekað undanfarin ár. Fjöldi dæma er um að fólk sé skráð með lögheimili í fasteignum án vitundar eða vilja eigenda þeirra. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segist hins vegar aldrei hafa heyrt dæmi um að lögheimilisskráningar óviðkomandi einstaklinga hafi stöðvað eða tafið sölu á fasteign eins og ónafngreindur hlustandi Bítisins á Bylgjunni hélt fram í gær. Sá lýsti því að fasteignasali hefði tjáð sér að hann gæti ekki gengið frá kaupsamningi fyrir hús sem hann hugðist selja fyrr en búið væri að afskrá tvo óviðkomandi einstaklinga sem voru skráðir með lögheimili í því. Margra mánaða bið hafi verið hjá Þjóðskrá til að fá skráningunni hnekkt. Aðrir fasteignasalar hafi ekki verið á einu máli um hvort skráning fólksins ætti að hafa nokkur áhrif á söluna. Í samtali við Vísi segist Monika ekki átta sig á hvernig lögheimilisskráning ótengdra einstaklinga hefði áhrif á sölu fasteignar. Hún tók þá fram að hún þekkti ekki til efnisatriða málsins sem var lýst í Bítinu. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.Vísir/Sigurjón Heyrt af ónæði en ekki hindrunum Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, sagði stofnunina hafa heyrt af ónæði fyrir fasteignaeigendur af völdum óviðkomandi eintaklinga sem skrá sem með lögheimili í eign þeirra en aldrei af því að það hefði áhrif á viðskipti með fasteignir. „Fyrir þinglýsta eigendur höfum við ekki heyrt af svona vandamálum. Þetta hefur verið ónæði, við höfum alveg heyrt af svoleiðis dæmum, en við höfum ekki heyrt af svona vandamálum eins og þið voruð að tala um í þættinum í gær. Við vorum að heyra það í fyrsta skipti,“ sagði Soffía í Bítinu í morgun. Þinglýstum eigendum hafi verið gert auðveldara fyrir að tilkynna lögheimilisskráningar í eignum þeirra sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Nú geti þeir nálgast einfalt form á vefsíðu Þjóðskrár þar sem þeir fá lista yfir þá sem eru skráðir til heimilis í eigninni og afskráð þá sem þeir kannast ekki við. Lögum um lögheimili og aðsetur var breytt árið 2019 þannig að eigendur fá nú tilkynningu um lögheimilisskráningar í eign þeirra. Eigendur þurfa engu að síður að tilkynna það til Þjóðskrár ef þeir vilja fá einstaklinga afskráða. Ferlið getur tekið fleiri vikur þar sem sá sem skráir lögheimilið fær tækifæri til þess að sýna fram að á hann sé réttilega skráður til heimilis í eigninni. Soffía segir að ef fólk getur ekki sýnt fram á búsetu þar sem það er skráð til heimilis sé það afskráð. Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Gagnrýni á að einstaklingar geti skráð lögheimili sitt í fasteignum án samþykkis eiganda hefur blossað upp ítrekað undanfarin ár. Fjöldi dæma er um að fólk sé skráð með lögheimili í fasteignum án vitundar eða vilja eigenda þeirra. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segist hins vegar aldrei hafa heyrt dæmi um að lögheimilisskráningar óviðkomandi einstaklinga hafi stöðvað eða tafið sölu á fasteign eins og ónafngreindur hlustandi Bítisins á Bylgjunni hélt fram í gær. Sá lýsti því að fasteignasali hefði tjáð sér að hann gæti ekki gengið frá kaupsamningi fyrir hús sem hann hugðist selja fyrr en búið væri að afskrá tvo óviðkomandi einstaklinga sem voru skráðir með lögheimili í því. Margra mánaða bið hafi verið hjá Þjóðskrá til að fá skráningunni hnekkt. Aðrir fasteignasalar hafi ekki verið á einu máli um hvort skráning fólksins ætti að hafa nokkur áhrif á söluna. Í samtali við Vísi segist Monika ekki átta sig á hvernig lögheimilisskráning ótengdra einstaklinga hefði áhrif á sölu fasteignar. Hún tók þá fram að hún þekkti ekki til efnisatriða málsins sem var lýst í Bítinu. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.Vísir/Sigurjón Heyrt af ónæði en ekki hindrunum Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, sagði stofnunina hafa heyrt af ónæði fyrir fasteignaeigendur af völdum óviðkomandi eintaklinga sem skrá sem með lögheimili í eign þeirra en aldrei af því að það hefði áhrif á viðskipti með fasteignir. „Fyrir þinglýsta eigendur höfum við ekki heyrt af svona vandamálum. Þetta hefur verið ónæði, við höfum alveg heyrt af svoleiðis dæmum, en við höfum ekki heyrt af svona vandamálum eins og þið voruð að tala um í þættinum í gær. Við vorum að heyra það í fyrsta skipti,“ sagði Soffía í Bítinu í morgun. Þinglýstum eigendum hafi verið gert auðveldara fyrir að tilkynna lögheimilisskráningar í eignum þeirra sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Nú geti þeir nálgast einfalt form á vefsíðu Þjóðskrár þar sem þeir fá lista yfir þá sem eru skráðir til heimilis í eigninni og afskráð þá sem þeir kannast ekki við. Lögum um lögheimili og aðsetur var breytt árið 2019 þannig að eigendur fá nú tilkynningu um lögheimilisskráningar í eign þeirra. Eigendur þurfa engu að síður að tilkynna það til Þjóðskrár ef þeir vilja fá einstaklinga afskráða. Ferlið getur tekið fleiri vikur þar sem sá sem skráir lögheimilið fær tækifæri til þess að sýna fram að á hann sé réttilega skráður til heimilis í eigninni. Soffía segir að ef fólk getur ekki sýnt fram á búsetu þar sem það er skráð til heimilis sé það afskráð.
Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira