Þekkja engin dæmi um að lögheimilisskráning stöðvi fasteignasölu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2024 10:51 Lög setja ábyrgði á einstaklinga að skrá lögheimili sitt rétt. Eigendur fasteigna þurfa að fara í gegnum ferli sem getur tekið fleiri vikur ef þeir vilja hnekkja skráningu sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Hvorki formaður Félags fasteignasala né deildarstjóri hjá Þjóðskrá kannast við dæmi um að sala á fasteignum strandi á því að óviðkomandi einstaklingar séu skráðir með lögheimili í þeim. Eigendum fasteigna hefur verið auðveldað að tilkynna um tilefnislausar skráningar. Gagnrýni á að einstaklingar geti skráð lögheimili sitt í fasteignum án samþykkis eiganda hefur blossað upp ítrekað undanfarin ár. Fjöldi dæma er um að fólk sé skráð með lögheimili í fasteignum án vitundar eða vilja eigenda þeirra. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segist hins vegar aldrei hafa heyrt dæmi um að lögheimilisskráningar óviðkomandi einstaklinga hafi stöðvað eða tafið sölu á fasteign eins og ónafngreindur hlustandi Bítisins á Bylgjunni hélt fram í gær. Sá lýsti því að fasteignasali hefði tjáð sér að hann gæti ekki gengið frá kaupsamningi fyrir hús sem hann hugðist selja fyrr en búið væri að afskrá tvo óviðkomandi einstaklinga sem voru skráðir með lögheimili í því. Margra mánaða bið hafi verið hjá Þjóðskrá til að fá skráningunni hnekkt. Aðrir fasteignasalar hafi ekki verið á einu máli um hvort skráning fólksins ætti að hafa nokkur áhrif á söluna. Í samtali við Vísi segist Monika ekki átta sig á hvernig lögheimilisskráning ótengdra einstaklinga hefði áhrif á sölu fasteignar. Hún tók þá fram að hún þekkti ekki til efnisatriða málsins sem var lýst í Bítinu. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.Vísir/Sigurjón Heyrt af ónæði en ekki hindrunum Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, sagði stofnunina hafa heyrt af ónæði fyrir fasteignaeigendur af völdum óviðkomandi eintaklinga sem skrá sem með lögheimili í eign þeirra en aldrei af því að það hefði áhrif á viðskipti með fasteignir. „Fyrir þinglýsta eigendur höfum við ekki heyrt af svona vandamálum. Þetta hefur verið ónæði, við höfum alveg heyrt af svoleiðis dæmum, en við höfum ekki heyrt af svona vandamálum eins og þið voruð að tala um í þættinum í gær. Við vorum að heyra það í fyrsta skipti,“ sagði Soffía í Bítinu í morgun. Þinglýstum eigendum hafi verið gert auðveldara fyrir að tilkynna lögheimilisskráningar í eignum þeirra sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Nú geti þeir nálgast einfalt form á vefsíðu Þjóðskrár þar sem þeir fá lista yfir þá sem eru skráðir til heimilis í eigninni og afskráð þá sem þeir kannast ekki við. Lögum um lögheimili og aðsetur var breytt árið 2019 þannig að eigendur fá nú tilkynningu um lögheimilisskráningar í eign þeirra. Eigendur þurfa engu að síður að tilkynna það til Þjóðskrár ef þeir vilja fá einstaklinga afskráða. Ferlið getur tekið fleiri vikur þar sem sá sem skráir lögheimilið fær tækifæri til þess að sýna fram að á hann sé réttilega skráður til heimilis í eigninni. Soffía segir að ef fólk getur ekki sýnt fram á búsetu þar sem það er skráð til heimilis sé það afskráð. Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Gagnrýni á að einstaklingar geti skráð lögheimili sitt í fasteignum án samþykkis eiganda hefur blossað upp ítrekað undanfarin ár. Fjöldi dæma er um að fólk sé skráð með lögheimili í fasteignum án vitundar eða vilja eigenda þeirra. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segist hins vegar aldrei hafa heyrt dæmi um að lögheimilisskráningar óviðkomandi einstaklinga hafi stöðvað eða tafið sölu á fasteign eins og ónafngreindur hlustandi Bítisins á Bylgjunni hélt fram í gær. Sá lýsti því að fasteignasali hefði tjáð sér að hann gæti ekki gengið frá kaupsamningi fyrir hús sem hann hugðist selja fyrr en búið væri að afskrá tvo óviðkomandi einstaklinga sem voru skráðir með lögheimili í því. Margra mánaða bið hafi verið hjá Þjóðskrá til að fá skráningunni hnekkt. Aðrir fasteignasalar hafi ekki verið á einu máli um hvort skráning fólksins ætti að hafa nokkur áhrif á söluna. Í samtali við Vísi segist Monika ekki átta sig á hvernig lögheimilisskráning ótengdra einstaklinga hefði áhrif á sölu fasteignar. Hún tók þá fram að hún þekkti ekki til efnisatriða málsins sem var lýst í Bítinu. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.Vísir/Sigurjón Heyrt af ónæði en ekki hindrunum Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, sagði stofnunina hafa heyrt af ónæði fyrir fasteignaeigendur af völdum óviðkomandi eintaklinga sem skrá sem með lögheimili í eign þeirra en aldrei af því að það hefði áhrif á viðskipti með fasteignir. „Fyrir þinglýsta eigendur höfum við ekki heyrt af svona vandamálum. Þetta hefur verið ónæði, við höfum alveg heyrt af svoleiðis dæmum, en við höfum ekki heyrt af svona vandamálum eins og þið voruð að tala um í þættinum í gær. Við vorum að heyra það í fyrsta skipti,“ sagði Soffía í Bítinu í morgun. Þinglýstum eigendum hafi verið gert auðveldara fyrir að tilkynna lögheimilisskráningar í eignum þeirra sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Nú geti þeir nálgast einfalt form á vefsíðu Þjóðskrár þar sem þeir fá lista yfir þá sem eru skráðir til heimilis í eigninni og afskráð þá sem þeir kannast ekki við. Lögum um lögheimili og aðsetur var breytt árið 2019 þannig að eigendur fá nú tilkynningu um lögheimilisskráningar í eign þeirra. Eigendur þurfa engu að síður að tilkynna það til Þjóðskrár ef þeir vilja fá einstaklinga afskráða. Ferlið getur tekið fleiri vikur þar sem sá sem skráir lögheimilið fær tækifæri til þess að sýna fram að á hann sé réttilega skráður til heimilis í eigninni. Soffía segir að ef fólk getur ekki sýnt fram á búsetu þar sem það er skráð til heimilis sé það afskráð.
Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent