Vésteinn hitti Þóri óvænt í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 10:01 Selfyssingarnir Vésteinn Hafsteinsson og Þórir Hergeirsson hittust fyrir tilviljun í Ólympíuþorpinu í gær. @isiiceland Það eru aðeins tveir dagar í setningarhátíð Ólympíuleikanna í París og íþróttafólk þjóðanna streymir að til Frakkland. Hluti af starfsfólki ÍSÍ er nú mætt í Ólympíuþorpið og stendur undirbúningur sem hæst. Þau sem voru komin til Parísar í gær til að undirbúa aðstöðu íslenska íþróttafólksins á leikunum voru Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri, Brynja Guðjónsdóttir, fararstjóri og sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og svo Halla Kjartansdóttir, sem sér um miðamál og gesti ÍSÍ á Ólympíuleikunum. Deila húsi með frændum okkar Í Ólympíuþorpinu er verið að setja upp góða aðstöðu fyrir keppendur og teymi með helsta búnaði ásamt því að hengja upp merkingar og gera vistarverurnar notalegar. Íslenski hópurinn deilir húsnæði með frændum okkar af Norðurlöndunum, Dönum, Svíum og Norðmönnum og mun án efa myndast skemmtileg stemning með hópunum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu sem og óvæntum fundi tveggja Selfyssinga í Ólympíuþorpinu. Svo skemmtilega vildi til að vinirnir Vésteinn og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik, hittust fyrir tilviljun fyrir utan Ólympíuþorpið og var mynd tekin af þeim við það tilefni. Hafa báðir þjálfað gullverðlaunahafa á ÓL Þórir hefur stýrt norska landsliðinu til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum þar af vann liðið gull á leiknum í London 2012. Lærisveinar Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur í kringlukasti á síðustu Ólympíuleikum. Vésteinn er fæddur í desember 1960 á Selfossi en Þórir er fæddur í apríl 1964 á Selfossi. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu þjálfara Íslendinga í langan tíma. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Þau sem voru komin til Parísar í gær til að undirbúa aðstöðu íslenska íþróttafólksins á leikunum voru Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ og aðalfararstjóri, Brynja Guðjónsdóttir, fararstjóri og sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ og svo Halla Kjartansdóttir, sem sér um miðamál og gesti ÍSÍ á Ólympíuleikunum. Deila húsi með frændum okkar Í Ólympíuþorpinu er verið að setja upp góða aðstöðu fyrir keppendur og teymi með helsta búnaði ásamt því að hengja upp merkingar og gera vistarverurnar notalegar. Íslenski hópurinn deilir húsnæði með frændum okkar af Norðurlöndunum, Dönum, Svíum og Norðmönnum og mun án efa myndast skemmtileg stemning með hópunum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir frá þessu sem og óvæntum fundi tveggja Selfyssinga í Ólympíuþorpinu. Svo skemmtilega vildi til að vinirnir Vésteinn og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik, hittust fyrir tilviljun fyrir utan Ólympíuþorpið og var mynd tekin af þeim við það tilefni. Hafa báðir þjálfað gullverðlaunahafa á ÓL Þórir hefur stýrt norska landsliðinu til þrenna verðlauna á Ólympíuleikum þar af vann liðið gull á leiknum í London 2012. Lærisveinar Vésteins, Daniel Ståhl og Simon Pettersson, unnu gull og silfur í kringlukasti á síðustu Ólympíuleikum. Vésteinn er fæddur í desember 1960 á Selfossi en Þórir er fæddur í apríl 1964 á Selfossi. Báðir hafa þeir verið í hópi bestu þjálfara Íslendinga í langan tíma. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn