Stærstu deildir Evrópu ætla að kæra FIFA vegna misnotkunar á valdi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2024 07:01 Gianni Infantino, forseti FIFA, (til vinstri) og Aleksander Ceferin, forseti UEFA (til hægri). Vísir/EPA Stærstu deildir Evrópu, þar á meðal ensku úrvalsdeildarinnar, ætla sér að kæra FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandið, fyrir að misnota vald sitt og ógna velferð leikmanna. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að samband deilda í Evrópu, sem samanstendur af 39 deildum og 1130 félögum í 33 löndum, ætli að leggja inn kvörtun til að vernda velferð leikmanna Evrópu. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar pressu frá leikmannasamtökum og forráðamanna stærstu deilda Evrópu vegna fjölda leikja hjá stærstu liðum álfunnar. #FIFPRO Europe and @EuropeanLeagues will jointly file a formal complaint to the @EU_Commission against FIFA regarding the international match calendar.Our joint statement ⬇️ pic.twitter.com/qgLQaNvz6g— FIFPRO (@FIFPRO) July 23, 2024 Leikmannsamtökin FIFpro segir í yfirlýsingu sinni að fjöldi leikja sé fallvaltur og ógni heilsu leikmanna. Þar segir einnig að ákvörðun FIFA að taka eigin keppnir og auglýsingatekjur sem þeim fylgja hafi skaðað bæði fjárhagslega hagsmuni landsdeilda (Premier League, La Liga, Serie A, Bundesliga og svo framvegis) sem og velferð leikmanna. „Lagalega leiðin er nú eina rökrétta skrefið fyrir deildir Evrópu og leikmannasamtök til að vernda fótbolta, vistkerfi hans og vinnuafl,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Í maí á þessu ári neitaði FIFA því að Fifpro og samband landsdeilda heimsins, World League Association, hafi ekki verið með í ráðum þegar 32-liða heimsmeistaramót félagsliða var stofnað. The top European leagues, including the Premier League, and the global players' union Fifpro will launch legal action against world governing body Fifa over its "abuse of dominance" in the game.#BBCFootball pic.twitter.com/WDvclPtNjI— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 Alls taka 12 þjóðir frá Evrópu þátt í mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Mótið er talsvert líkara því sem þekkist í landsliðafótbolta en það hefst þann 15. júní og endar 13. júlí. FIFA segir forráðamenn deildanna vera hræsnara þar sem leikmenn liðanna ferðast heimshorna á milli á undirbúningstímabilinu. Þá segir talsmaður FIFA að núverandi dagatal sambandsins hafi verið samþykkt af ráði FIFA eftir samráð við alla aðila nefnda hér að ofan. Fótbolti FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar segir að samband deilda í Evrópu, sem samanstendur af 39 deildum og 1130 félögum í 33 löndum, ætli að leggja inn kvörtun til að vernda velferð leikmanna Evrópu. Ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar pressu frá leikmannasamtökum og forráðamanna stærstu deilda Evrópu vegna fjölda leikja hjá stærstu liðum álfunnar. #FIFPRO Europe and @EuropeanLeagues will jointly file a formal complaint to the @EU_Commission against FIFA regarding the international match calendar.Our joint statement ⬇️ pic.twitter.com/qgLQaNvz6g— FIFPRO (@FIFPRO) July 23, 2024 Leikmannsamtökin FIFpro segir í yfirlýsingu sinni að fjöldi leikja sé fallvaltur og ógni heilsu leikmanna. Þar segir einnig að ákvörðun FIFA að taka eigin keppnir og auglýsingatekjur sem þeim fylgja hafi skaðað bæði fjárhagslega hagsmuni landsdeilda (Premier League, La Liga, Serie A, Bundesliga og svo framvegis) sem og velferð leikmanna. „Lagalega leiðin er nú eina rökrétta skrefið fyrir deildir Evrópu og leikmannasamtök til að vernda fótbolta, vistkerfi hans og vinnuafl,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Í maí á þessu ári neitaði FIFA því að Fifpro og samband landsdeilda heimsins, World League Association, hafi ekki verið með í ráðum þegar 32-liða heimsmeistaramót félagsliða var stofnað. The top European leagues, including the Premier League, and the global players' union Fifpro will launch legal action against world governing body Fifa over its "abuse of dominance" in the game.#BBCFootball pic.twitter.com/WDvclPtNjI— BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2024 Alls taka 12 þjóðir frá Evrópu þátt í mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Mótið er talsvert líkara því sem þekkist í landsliðafótbolta en það hefst þann 15. júní og endar 13. júlí. FIFA segir forráðamenn deildanna vera hræsnara þar sem leikmenn liðanna ferðast heimshorna á milli á undirbúningstímabilinu. Þá segir talsmaður FIFA að núverandi dagatal sambandsins hafi verið samþykkt af ráði FIFA eftir samráð við alla aðila nefnda hér að ofan.
Fótbolti FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira