Aukin hætta á eldgosi innan bæjarmarka Grindavíkur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 16:43 Veðurstofan hefur uppfært hættumat vegna mögulegs eldgoss á Sundhnúksgígaröðinni. Auknar líkur eru taldar á að gossprunga opnist innan Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Líkur eru á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á næstu tveimur til þremur vikum. Hættustig hefur verið hækkað í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar. Í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar segir að landris haldi áfram og kvikusöfnun undir Svartsengi hafi verið nokkuð stöðugt ef horft er til síðustu vikna. Samkvæmt líkanreikningum sé líklegast að um 16 milljónir rúmmetra hafi safnast saman, en talið er að um 13 til 19 milljón rúmmetra þurfi af kviku til að þrýstingurinn valdi eldgosi. Hættustigið hækkað Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi þess að búast megi við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu vikum. Hættustig hefur verið hækkað á öllum svæðum, nema svæði 7, og gildir hættumatið til 30. júlí að óbreyttu. Uppfærða hættumatið. Mikil hætta er á gosopnun á svæði 3 og svæði 4. Svæði 4 er innan bæjarmarka Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Tvær sviðsmyndir Veðurstofan hefur uppfært þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar ef til eldgoss kemur. Báðar eru taldar álíka líklegar. Sviðsmynd 1 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks. Það yrði svipuð staðsetning og eldgos sem hófust 18. desember 2023, 8. febrúar 2024, 16 mars og 29. maí 2024. Fyrirvarinn að því gosi yrði mjög stuttur, innan við 30 mínútur. Sviðsmynd 2 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli. Staðsetningin yrði svipuð og í eldgosinu sem hófst 14. janúar 2024. Líklega yrði fyrirvari þess eldgoss lengri en í sviðsmynd 1, en óvíst er hversu mikið. Lengri fyrirvarinn ræðst af því hversu langt til suðurs kvikan kemur til með að brjóta sér leið áður en hún leitar upp á yfirborðið. Í sviðsmynd 2 þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan Grindavíkur. Í því tilfelli er talið líklegast að gossprunga myndi fyrst opnast norðan við bæinn áður en sprunga opnast innan bæjarmarkanna. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar segir að landris haldi áfram og kvikusöfnun undir Svartsengi hafi verið nokkuð stöðugt ef horft er til síðustu vikna. Samkvæmt líkanreikningum sé líklegast að um 16 milljónir rúmmetra hafi safnast saman, en talið er að um 13 til 19 milljón rúmmetra þurfi af kviku til að þrýstingurinn valdi eldgosi. Hættustigið hækkað Veðurstofan hefur uppfært hættumat í ljósi þess að búast megi við nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu vikum. Hættustig hefur verið hækkað á öllum svæðum, nema svæði 7, og gildir hættumatið til 30. júlí að óbreyttu. Uppfærða hættumatið. Mikil hætta er á gosopnun á svæði 3 og svæði 4. Svæði 4 er innan bæjarmarka Grindavíkur.Veðurstofa Íslands Tvær sviðsmyndir Veðurstofan hefur uppfært þær sviðsmyndir sem taldar eru líklegastar ef til eldgoss kemur. Báðar eru taldar álíka líklegar. Sviðsmynd 1 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks. Það yrði svipuð staðsetning og eldgos sem hófust 18. desember 2023, 8. febrúar 2024, 16 mars og 29. maí 2024. Fyrirvarinn að því gosi yrði mjög stuttur, innan við 30 mínútur. Sviðsmynd 2 gerir ráð fyrir eldgosi með upptök sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli. Staðsetningin yrði svipuð og í eldgosinu sem hófst 14. janúar 2024. Líklega yrði fyrirvari þess eldgoss lengri en í sviðsmynd 1, en óvíst er hversu mikið. Lengri fyrirvarinn ræðst af því hversu langt til suðurs kvikan kemur til með að brjóta sér leið áður en hún leitar upp á yfirborðið. Í sviðsmynd 2 þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að hraun geti komið upp innan Grindavíkur. Í því tilfelli er talið líklegast að gossprunga myndi fyrst opnast norðan við bæinn áður en sprunga opnast innan bæjarmarkanna.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira