„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. júlí 2024 09:09 Friðjón Friðjónsson segir sigurlíkur Demókrataflokksins munu aukast eftir ákvörðun Biden. Vísir Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. „Ég bjóst við að Biden myndi hanga lengur á þessu en hann gerði. Vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrautseigju og þrjósku,“ segir Friðjón en hann ræddi ákvörðun Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka í Bítinu. Hvað þýðir þetta? „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata. Hún er þegar búin að fá stuðningsyfirlýsinar frá mjög mörgum þingmönnum og fyrirmönnum í Demókrataflokknum,“ segir Friðjón. Hann bendir á að í gærkvöldi hafi fimm hundruð landsfundarfulltrúar þegar lýst yfir stuðningi við hana. Harris þurfi tvö þúsund stuðningsyfirlýsingar til að tryggja útnefninguna. „Þannig að við megum búast við að þetta klárist ekki seinna en á morgun, held ég.“ Aðspurður hvort Harris mælist með sérlega mikinn stuðning bandarísku þjóðarinnar svarar Friðjón neitandi. „Hún mælist í skoðanakönnunum aðeins betri en Biden, gagnvart Trump, síðustu daga sérstaklega. En maður sér það strax að það er komið nýtt líf í Demókrata,“ segir Friðjón. Hann segir að að eftir að Biden tilkynnti að hann hygðist stíga til hliðar og fram að miðnætti í gær hafi safnast fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í ActBlue sjóð Demókrata, eða tæpir sjö milljarðar króna. Það sé metupphæð. Þá segir hann vendingarnar ekki auka líkurnar á að Donald Trump fari með sigur í kosningunum. „Ég held að ef Biden hefði verið áfram í framboði væru yfirgnæfandi líkur á að Trump myndi sigra. Vegna þess að Biden gerði ekki bara mistök, hann er orðinn svo gamall að það sáu það allir að þeir treystu honum ekki til þess að valda starfinu. Það er engin leið að koma til baka og sannfæra fólk um að hann sé ekki of gamall til að valda starfinu. Þannig að líkur Demókrata aukast og batna við þetta.“ Aðspurður hvort honum þykir líklegt að Demókrataflokkurinn taki algjöra U-beygju og velji annan frambjóðanda, George Clooney eða Michelle Obama til dæmis, telur hann það nánast ómögulegt. Hann bendir á að í Biden-Harris kosningasjóðnum séu þegar tæplega hundrað milljónir dala. „Hún á að geta gengið í þann sjóð þó að sumir lögfræðingar segja að þetta sé Biden-Harris sjóðurinn en ekki Harris-einhver annar sjóðurinn.“ Flestir telji þó að hún sé sú eina sem geti gengið beint í þann sjóð. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
„Ég bjóst við að Biden myndi hanga lengur á þessu en hann gerði. Vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrautseigju og þrjósku,“ segir Friðjón en hann ræddi ákvörðun Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka í Bítinu. Hvað þýðir þetta? „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata. Hún er þegar búin að fá stuðningsyfirlýsinar frá mjög mörgum þingmönnum og fyrirmönnum í Demókrataflokknum,“ segir Friðjón. Hann bendir á að í gærkvöldi hafi fimm hundruð landsfundarfulltrúar þegar lýst yfir stuðningi við hana. Harris þurfi tvö þúsund stuðningsyfirlýsingar til að tryggja útnefninguna. „Þannig að við megum búast við að þetta klárist ekki seinna en á morgun, held ég.“ Aðspurður hvort Harris mælist með sérlega mikinn stuðning bandarísku þjóðarinnar svarar Friðjón neitandi. „Hún mælist í skoðanakönnunum aðeins betri en Biden, gagnvart Trump, síðustu daga sérstaklega. En maður sér það strax að það er komið nýtt líf í Demókrata,“ segir Friðjón. Hann segir að að eftir að Biden tilkynnti að hann hygðist stíga til hliðar og fram að miðnætti í gær hafi safnast fimmtíu milljónir Bandaríkjadala í ActBlue sjóð Demókrata, eða tæpir sjö milljarðar króna. Það sé metupphæð. Þá segir hann vendingarnar ekki auka líkurnar á að Donald Trump fari með sigur í kosningunum. „Ég held að ef Biden hefði verið áfram í framboði væru yfirgnæfandi líkur á að Trump myndi sigra. Vegna þess að Biden gerði ekki bara mistök, hann er orðinn svo gamall að það sáu það allir að þeir treystu honum ekki til þess að valda starfinu. Það er engin leið að koma til baka og sannfæra fólk um að hann sé ekki of gamall til að valda starfinu. Þannig að líkur Demókrata aukast og batna við þetta.“ Aðspurður hvort honum þykir líklegt að Demókrataflokkurinn taki algjöra U-beygju og velji annan frambjóðanda, George Clooney eða Michelle Obama til dæmis, telur hann það nánast ómögulegt. Hann bendir á að í Biden-Harris kosningasjóðnum séu þegar tæplega hundrað milljónir dala. „Hún á að geta gengið í þann sjóð þó að sumir lögfræðingar segja að þetta sé Biden-Harris sjóðurinn en ekki Harris-einhver annar sjóðurinn.“ Flestir telji þó að hún sé sú eina sem geti gengið beint í þann sjóð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira