Fundaði með mörgum en féllst á boð frænda síns og samdi við KR Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júlí 2024 08:01 Jakob var afar eftirsóttur biti á leikmannamarkaðnum í sumar. vísir / sigurjón Einn eftirsóttasti leikmaður Íslands, hinn 17 ára gamli Jakob Gunnar Sigurðsson, var með samningsboð frá fjölmörgum liðum en féllst á hugmyndafræði frænda síns og samdi við KR. Fundaði með nokkrum flottum klúbbum Jakob hefur verið stórkostlegur í 2. deildinni í sumar með Völsungi og skorað 11 mörk í 12 leikjum það sem af er tímabili. Flest stórlið landsins voru á eftir honum en KR hreppti hnossið. „Sko, ég fundaði náttúrulega með nokkrum flottum klúbbum, mér fannst bara KR vera með mest spennandi fundinn. Töluðu vel um það sem þeir vildu gera við mig, sögðust ætla að gera mig að betri leikmanni og ég bara treysti því.“ Frændi við stjórn Hjá KR mun Jakob finna kunnuglegt andlit því þjálfari liðsins, Pálmi Rafn Pálmason, er frændi hans og spilaði nokkra leiki með Völsungi síðasta sumar. „Jú, hann er frændi minn. Spilaði með honum og hann er algjör meistari. Mjög ánægður [að spila undir hans stjórn].“ Klárar tímabilið á láni og veit ekki hver þjálfar hann næst Jakob mun klára tímabilið hjá Völsungi á láni og ætlar að halda áfram að bæta við þau 11 mörk sem þegar eru komin og hjálpa liðinu að komast upp í Lengjudeildina. „Ég byrjaði á að setja markmið um átta mörk, skoraði náttúrulega bara eitt í fyrra, síðan henti ég í [markmiðið] tólf. Ég hef ekki skorað í einhvern mánuð núna en get vonandi farið að gera það aftur, klára tólf og setja svo markið í fimmtán.“ Á næsta tímabili verður hann svo leikmaður KR en óvíst er hvort Pálmi frændi hans haldi áfram að þjálfa liðið, en það truflar Jakob ekki neitt. „Nei, það er þá bara meira challenge fyrir mig, heilla annan mann og ég hef trú á sjálfum mér að ég geti það.“ Besta deild karla KR Völsungur Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira
Fundaði með nokkrum flottum klúbbum Jakob hefur verið stórkostlegur í 2. deildinni í sumar með Völsungi og skorað 11 mörk í 12 leikjum það sem af er tímabili. Flest stórlið landsins voru á eftir honum en KR hreppti hnossið. „Sko, ég fundaði náttúrulega með nokkrum flottum klúbbum, mér fannst bara KR vera með mest spennandi fundinn. Töluðu vel um það sem þeir vildu gera við mig, sögðust ætla að gera mig að betri leikmanni og ég bara treysti því.“ Frændi við stjórn Hjá KR mun Jakob finna kunnuglegt andlit því þjálfari liðsins, Pálmi Rafn Pálmason, er frændi hans og spilaði nokkra leiki með Völsungi síðasta sumar. „Jú, hann er frændi minn. Spilaði með honum og hann er algjör meistari. Mjög ánægður [að spila undir hans stjórn].“ Klárar tímabilið á láni og veit ekki hver þjálfar hann næst Jakob mun klára tímabilið hjá Völsungi á láni og ætlar að halda áfram að bæta við þau 11 mörk sem þegar eru komin og hjálpa liðinu að komast upp í Lengjudeildina. „Ég byrjaði á að setja markmið um átta mörk, skoraði náttúrulega bara eitt í fyrra, síðan henti ég í [markmiðið] tólf. Ég hef ekki skorað í einhvern mánuð núna en get vonandi farið að gera það aftur, klára tólf og setja svo markið í fimmtán.“ Á næsta tímabili verður hann svo leikmaður KR en óvíst er hvort Pálmi frændi hans haldi áfram að þjálfa liðið, en það truflar Jakob ekki neitt. „Nei, það er þá bara meira challenge fyrir mig, heilla annan mann og ég hef trú á sjálfum mér að ég geti það.“
Besta deild karla KR Völsungur Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjá meira