„Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. júlí 2024 18:45 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í dag Vísir/HAG „Góð tilfinning að fá loksins sigurleik,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir fyrsta sigurleik liðsins síðan 2. maí, en liðið vann stórsigur á Tindastóli 4-1 í dag á Würth vellinum. „Við lögðum upp úr þessum grunngildum í dag að fara tilbúnar inn í leikinn og sýna það á vellinum að við værum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og líka það á móti liði eins og Tindastól sem er líkamlega sterkt og beinskeytt lið. Mér fannst stelpurnar gera þetta virkilega vel í dag,“ sagði Gunnar Magnús um frammistöðu síns liðs í dag. Liðið lenti þó snemma undir í leiknum í dag, en á 10. mínútu skoraði Jordyn Rhodes fyrir gestina. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skellur fyrir liðið á þeim tímapunkti, þá játaði Gunnar Magnússon það. „Vissulega og við höfum kannski ekki verið að höndla það eins vel og í fyrra, þar sem við vorum mjög oft að lenda undir og þá var bara karakter sem bjó í liðinu og liðsheild og við höfðuðum dálítið til þess í dag. Hvort sem við myndum lenda í einhverju mótlæti eða lenda undir, þá ætluðum við bara alltaf að halda áfram. Mér fannst við sýna í dag þann karakter sem við sýndum oft á tíðum í fyrra.“ Staðan var jöfn í hálfleik en Fylkiskonur skoruðu snemma í síðari hálfleik og bættu svo við þá forystu tveimur mörkum á lokakaflanum. En hvað sagði Gunnar Magnús við sína leikmenn í hálfleik? „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og reyndum að halda áfram og vera duglegar áfram. Það var bara númer eitt tvö og þrjú hjá okkur í dag, vinnusemin, dugnaðurinn og viljinn og mér fannst þær gera það hrikalega vel. Annars skerptum við líka aðeins á sóknarhlutum í hálfleik, en annars var það bara að halda áfram og hafa trú á hlutunum. Þær gerðu það og það með stæl.“ Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Fylki, en liðið hefur nú jafnað Keflavík að stigum á botni deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Tindastóli. „Við erum búin að koma okkur nær hinum liðunum. Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur, algjör. Með tapi hérna í dag þá hefðum við bara verið í mjög slæmri stöðu, en núna getum við byggt á þessu og fengið sjálfstraust. Þegar gengur illa hrynur sjálfstraustið en við gerðum þetta vel í dag og gerðum fjögur mörk. Í fyrra og á undirbúningstímabilinu vorum við að skora mikið, en það hefur hikstað verulega í sumar og það að gera fjögur mörk í dag er frábært,“ sagði Gunnar Magnús að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
„Við lögðum upp úr þessum grunngildum í dag að fara tilbúnar inn í leikinn og sýna það á vellinum að við værum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og líka það á móti liði eins og Tindastól sem er líkamlega sterkt og beinskeytt lið. Mér fannst stelpurnar gera þetta virkilega vel í dag,“ sagði Gunnar Magnús um frammistöðu síns liðs í dag. Liðið lenti þó snemma undir í leiknum í dag, en á 10. mínútu skoraði Jordyn Rhodes fyrir gestina. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skellur fyrir liðið á þeim tímapunkti, þá játaði Gunnar Magnússon það. „Vissulega og við höfum kannski ekki verið að höndla það eins vel og í fyrra, þar sem við vorum mjög oft að lenda undir og þá var bara karakter sem bjó í liðinu og liðsheild og við höfðuðum dálítið til þess í dag. Hvort sem við myndum lenda í einhverju mótlæti eða lenda undir, þá ætluðum við bara alltaf að halda áfram. Mér fannst við sýna í dag þann karakter sem við sýndum oft á tíðum í fyrra.“ Staðan var jöfn í hálfleik en Fylkiskonur skoruðu snemma í síðari hálfleik og bættu svo við þá forystu tveimur mörkum á lokakaflanum. En hvað sagði Gunnar Magnús við sína leikmenn í hálfleik? „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og reyndum að halda áfram og vera duglegar áfram. Það var bara númer eitt tvö og þrjú hjá okkur í dag, vinnusemin, dugnaðurinn og viljinn og mér fannst þær gera það hrikalega vel. Annars skerptum við líka aðeins á sóknarhlutum í hálfleik, en annars var það bara að halda áfram og hafa trú á hlutunum. Þær gerðu það og það með stæl.“ Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Fylki, en liðið hefur nú jafnað Keflavík að stigum á botni deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Tindastóli. „Við erum búin að koma okkur nær hinum liðunum. Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur, algjör. Með tapi hérna í dag þá hefðum við bara verið í mjög slæmri stöðu, en núna getum við byggt á þessu og fengið sjálfstraust. Þegar gengur illa hrynur sjálfstraustið en við gerðum þetta vel í dag og gerðum fjögur mörk. Í fyrra og á undirbúningstímabilinu vorum við að skora mikið, en það hefur hikstað verulega í sumar og það að gera fjögur mörk í dag er frábært,“ sagði Gunnar Magnús að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn