Allir íbúar rúmast ekki lengur í einu og sama húsinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. júlí 2024 20:39 Mikil uppbygging fer fram á Hvanneyri í Borgarbyggð. Stöð 2 Íbúum á Hvanneyri fer sífellt fjölgandi, þökk sé brottfluttum Hvanneyringum sem snúa aftur heim og nemendum Landbúnaðarháskólans sem ákveða að setjast að í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð og heimamenn eru hreyknir af einum flottasta frisbígolfvelli landsins. Í Flatahverfi á Hvanneyri er fyrirhuguð mikil uppbygging og nýlega voru auglýstar til úthlutunar 22 lóðir undir íbúðarhúsnæði. „Það eru tvö hús í byggingu alla veganna núna og verið að fara að úthluta fleiri lóðum. Þrjár nýjar götur voru gerðar í vetur þannig það ætti að vera nóg pláss,“ segir Hvanneyringurinn Aðalheiður Kristjánsdóttir. „Það er alveg töluvert um það að fólk kemur aftur. Fólk kannski fer annað í nám og kemur aftur og eins er líka fólk sem að kemur í Landbúnaðarháskólann og sest svo að,“ bætir hún við. Íbúum hafi þannig fjölgað talsvert frá því sem áður var. Stórbruni setti mark sitt á sögu Hvanneyrar og varð til þess að allir íbúar fluttu inn í eitt og sama húsið. Má teljast hæpið að húsið myndi rúma þann fjölda sem nú býr á Hvanneyri. Enn kennt í íþróttahúsi frá 1911 Það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýbyggingar sem standa yfir heldur einnig er unnið að viðhaldi á friðlýstum húsum á gömlu torfunni svokölluðu. Þar er unnið að því að taka sögufræg hús í gegn og standa framkvæmdir meðal annars yfir í skólastjórahúsinu. Á Hvanneyri er eitt elsta íþróttahús landsins sem heimamenn kalla íþróttahöllina. Húsið er byggt 1911 og fer þar ennþá fram íþróttakennsla. „Hérna er nú aðallega kannski spilaður körfubolti og svo eru bara skólaíþróttirnar þær eru hérna og svo kemur fólk hérna og leikur sér. Svo höfum við notað íþróttahöllina líka fyrir áramótagleði,“ segir Aðalheiður. Meðal þess sem trekkir að á Hvanneyri eru Landbúnaðarsafnið og ullarsetrið að ógleymdum níu holu frisbígolfvellinum sem hefur að sögn Aðalheiðar verið lýst sem þeim besta á landinu. Borgarbyggð Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Í Flatahverfi á Hvanneyri er fyrirhuguð mikil uppbygging og nýlega voru auglýstar til úthlutunar 22 lóðir undir íbúðarhúsnæði. „Það eru tvö hús í byggingu alla veganna núna og verið að fara að úthluta fleiri lóðum. Þrjár nýjar götur voru gerðar í vetur þannig það ætti að vera nóg pláss,“ segir Hvanneyringurinn Aðalheiður Kristjánsdóttir. „Það er alveg töluvert um það að fólk kemur aftur. Fólk kannski fer annað í nám og kemur aftur og eins er líka fólk sem að kemur í Landbúnaðarháskólann og sest svo að,“ bætir hún við. Íbúum hafi þannig fjölgað talsvert frá því sem áður var. Stórbruni setti mark sitt á sögu Hvanneyrar og varð til þess að allir íbúar fluttu inn í eitt og sama húsið. Má teljast hæpið að húsið myndi rúma þann fjölda sem nú býr á Hvanneyri. Enn kennt í íþróttahúsi frá 1911 Það eru ekki aðeins framkvæmdir við nýbyggingar sem standa yfir heldur einnig er unnið að viðhaldi á friðlýstum húsum á gömlu torfunni svokölluðu. Þar er unnið að því að taka sögufræg hús í gegn og standa framkvæmdir meðal annars yfir í skólastjórahúsinu. Á Hvanneyri er eitt elsta íþróttahús landsins sem heimamenn kalla íþróttahöllina. Húsið er byggt 1911 og fer þar ennþá fram íþróttakennsla. „Hérna er nú aðallega kannski spilaður körfubolti og svo eru bara skólaíþróttirnar þær eru hérna og svo kemur fólk hérna og leikur sér. Svo höfum við notað íþróttahöllina líka fyrir áramótagleði,“ segir Aðalheiður. Meðal þess sem trekkir að á Hvanneyri eru Landbúnaðarsafnið og ullarsetrið að ógleymdum níu holu frisbígolfvellinum sem hefur að sögn Aðalheiðar verið lýst sem þeim besta á landinu.
Borgarbyggð Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði