Eyðir 33 milljónum í skrokkinn á sér á hverju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2024 16:15 Derrick Henry er enginn meðalmaður. Hann kveður nú Tennessee Titans eftir sjö ár. Getty/ Justin Ford NFL stórstjarnan Derrick Henry hefur hlaupið yfir mann og annan í deildinni undanfarin ár og verið einn besti hlaupari hennar. Hann er í rosalegu formi og passar líka einstaklega vel upp á líkama sinn. Samkvæmt samantekt hjá The Athletic þá er Henry ekki aðeins tilbúinn að leggja mikið á sig við æfingar heldur er hann einnig tilbúinn að eyða miklu í skrokkinn á sér á hverju ári. Blaðamenn Athletic komust að því að hann eyði 240 þúsund dollurunum í skrokkinn á sér á hverju ári sem er meira en 33 milljónir íslenskra króna. Henry er að sjálfsögðu með einkakokk en að auki er hann með infrarauða sánu og súrefnisklefa heima hjá sér. Hann fer líka í kuldameðferð, nuddmeðferð, sér styrktarþjálfun og tekur næringu í æð með vítamínum og næringarefnum. Allt gert til að halda sér í hámarksformi. Allt kostar þetta pening og Athletic uppreiknuðu þetta í um 33 milljónir íslenskra króna á ári. Henry hefur spilað með Tennessee Titans undanfarin sjö ár en samdi í sumar við Baltimore Ravens. Hjá Ravens fær hann sextán milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil eða 2,2 milljarða króna. Hann ætti því að hafa efni á öllum þessum meðferðum. Henry hefur alls spilað 119 leiki í NFL deildinni og í þeim hefur hann hlaupið 9502 jarda með boltann og skorað 90 snertimörk með því að hlaupa með boltann í gegnum vörn mótherjanna. Hann hefur reynt 2030 sinnum að hlaupa á vörnina og hefur aðeins glatað boltanum níu sinnum. Engar smá tölur fyrir þennan magnaða leikmann sem er þekktur fyrir að hlaupa yfir lið í sumum leikjum þegar hann kemst á flug. Það verður fróðlegt að sjá hann hjá Ravens en hann er auðvitað orðinn þrítugur sem þykir mikið fyrir hlaupara í NFL: View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Samkvæmt samantekt hjá The Athletic þá er Henry ekki aðeins tilbúinn að leggja mikið á sig við æfingar heldur er hann einnig tilbúinn að eyða miklu í skrokkinn á sér á hverju ári. Blaðamenn Athletic komust að því að hann eyði 240 þúsund dollurunum í skrokkinn á sér á hverju ári sem er meira en 33 milljónir íslenskra króna. Henry er að sjálfsögðu með einkakokk en að auki er hann með infrarauða sánu og súrefnisklefa heima hjá sér. Hann fer líka í kuldameðferð, nuddmeðferð, sér styrktarþjálfun og tekur næringu í æð með vítamínum og næringarefnum. Allt gert til að halda sér í hámarksformi. Allt kostar þetta pening og Athletic uppreiknuðu þetta í um 33 milljónir íslenskra króna á ári. Henry hefur spilað með Tennessee Titans undanfarin sjö ár en samdi í sumar við Baltimore Ravens. Hjá Ravens fær hann sextán milljónir dollara fyrir næstu tvö tímabil eða 2,2 milljarða króna. Hann ætti því að hafa efni á öllum þessum meðferðum. Henry hefur alls spilað 119 leiki í NFL deildinni og í þeim hefur hann hlaupið 9502 jarda með boltann og skorað 90 snertimörk með því að hlaupa með boltann í gegnum vörn mótherjanna. Hann hefur reynt 2030 sinnum að hlaupa á vörnina og hefur aðeins glatað boltanum níu sinnum. Engar smá tölur fyrir þennan magnaða leikmann sem er þekktur fyrir að hlaupa yfir lið í sumum leikjum þegar hann kemst á flug. Það verður fróðlegt að sjá hann hjá Ravens en hann er auðvitað orðinn þrítugur sem þykir mikið fyrir hlaupara í NFL: View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira