Standa enn í harðvítugum deilum átta árum eftir sambandsslitin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 12:24 Pitt og Jolie þegar allt lék í lyndi. Getty/PA Images/Justin Tallis Angelina Jolie og Brad Pitt eiga enn í harðvítugum deilum, átta árum eftir að Jolie sótti um skilnað og þremur árum eftir að skilnaðurinn gekk í gegn. Deilan snýst aðallega um Château Miraval, vínbúgarð sem Jolie og Pitt áttu í Frakklandi, en Pitt heldur því fram að Jolie hafi brotið gegn munnlegu samkomulagi þeirra þegar hún seldi sinn helming í búgarðinum fyrir 67 milljónir dala árið 2021. Jolie hefur nú farið fram á að Pitt afhendi persónuleg samskipti hans við þriðja aðila í kjölfar atviks sem átti sér stað í einkaþotu árið 2016 og er sagt hafa orðið til þess að Jolie sótti um skilnað. Pitt var í kjölfarið sakaður um að hafa lagt hendur á eitt barna þeirra. Lögmenn Jolie segja hana hafa hafnað tilboði Pitt um að kaupa af henni hlutinn í Château Miraval þar sem hann hafi krafist þess að hún undirritaði samhliða trúnaðarsamkomulag, til að tryggja að hún tjáði sig ekki um misgjörðir hans. Þannig snúist málið í raun um hegðun Pitt. Lögmenn Pitt hafa neitað að láta umbeðin gögn af hendi, enda fjalli þau um viðkvæm mál, svo sem meðferð sem hann gekkst undir í kjölfar atviksins í einkaþotunni. Þá komi „hans nánustu ráðgjafar“ við sögu í samskiptunum. Segja talsmenn Pitt gagnabeiðni Jolie snúast um að draga skilnaðarmál hjónanna aftur fram í sviðsljósið. Dómari úrskurðaði í maí síðastliðnum að Jolie bæri að láta af hendi alla þá trúnaðarsamninga sem hún hefði látið aðra undirrita á síðustu átta árum. Eru lögmenn Pitt sagðir vilja sýna fram á að slíkir samningar séu alvanalegir í viðskiptum. Lögmenn Jolie segjast munu verða við beiðninni, enda sé þeir samningar sem Jolie hefur átt aðild að á engan hátt sambærilegir við þann sem Pitt krafðist í tengslum við Château Miraval. Umfjöllun People. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
Deilan snýst aðallega um Château Miraval, vínbúgarð sem Jolie og Pitt áttu í Frakklandi, en Pitt heldur því fram að Jolie hafi brotið gegn munnlegu samkomulagi þeirra þegar hún seldi sinn helming í búgarðinum fyrir 67 milljónir dala árið 2021. Jolie hefur nú farið fram á að Pitt afhendi persónuleg samskipti hans við þriðja aðila í kjölfar atviks sem átti sér stað í einkaþotu árið 2016 og er sagt hafa orðið til þess að Jolie sótti um skilnað. Pitt var í kjölfarið sakaður um að hafa lagt hendur á eitt barna þeirra. Lögmenn Jolie segja hana hafa hafnað tilboði Pitt um að kaupa af henni hlutinn í Château Miraval þar sem hann hafi krafist þess að hún undirritaði samhliða trúnaðarsamkomulag, til að tryggja að hún tjáði sig ekki um misgjörðir hans. Þannig snúist málið í raun um hegðun Pitt. Lögmenn Pitt hafa neitað að láta umbeðin gögn af hendi, enda fjalli þau um viðkvæm mál, svo sem meðferð sem hann gekkst undir í kjölfar atviksins í einkaþotunni. Þá komi „hans nánustu ráðgjafar“ við sögu í samskiptunum. Segja talsmenn Pitt gagnabeiðni Jolie snúast um að draga skilnaðarmál hjónanna aftur fram í sviðsljósið. Dómari úrskurðaði í maí síðastliðnum að Jolie bæri að láta af hendi alla þá trúnaðarsamninga sem hún hefði látið aðra undirrita á síðustu átta árum. Eru lögmenn Pitt sagðir vilja sýna fram á að slíkir samningar séu alvanalegir í viðskiptum. Lögmenn Jolie segjast munu verða við beiðninni, enda sé þeir samningar sem Jolie hefur átt aðild að á engan hátt sambærilegir við þann sem Pitt krafðist í tengslum við Château Miraval. Umfjöllun People.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Hollywood Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira