Ein af hverjum fimm knattspyrnukonum glíma við átröskun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 11:31 Yfirlæknir leikmannasamtakanna kallar eftir meira eftirliti með andlega þættinum hjá leikmönnum. Getty/Jose Hernandez Ný rannsókn sýnir að það sé mjög algengt að knattspyrnukonur glími við einhvers konar átröskun. Leikmannasamtökin vilja átak í eftirliti með andlegum málefnum leikmanna. Rannsóknin sem um ræðir heitir Drake Football Study og er gerð á knattspyrnufólki, bæði körlum og konum. Hún hófst árið 2019 og á að taka tíu ár. Í henni er fylgst með bæði líkamlegu ástandi sem og andlegu ástandi leikmanna. Með fram rannsókninni voru gerðar sérstakar kannanir meðal ákveðinna hópa. Kannað var þannig sérstaklega andlega þáttinn hjá þeim 74 atvinnukonum í knattspyrnu sem tóku þátt í rannsókninni. Hún skilaði meðal annars sláandi niðurstöðum um matarvenjur kvenna í fótbolta. 🚨 One in five women’s footballers experienced disordered eating over a 12-month period, according to the #DrakeFootballStudy’s latest report.@TheDrakeFdn @PushBraces @MehilainenOy @AmsterdamUMC— FIFPRO (@FIFPRO) July 17, 2024 Þar kom fram að tuttugu prósent, ein af hverjum fimm knattspyrnukonum, hafi glímt við vandamál tengdum mataræði undanfarna tólf mánuði. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, vekja athygli á niðurstöðum úr rannsókninni en lesa má frétt þeirra hér. Það koma vissulega fram mjög athyglisverðar niðurstöður eins og þær að 55 prósent leikmanna glímdu við andlega vanlíðan á þessum tólf mánuðum. Dr Vincent Gouttebarge, er yfirlæknir hjá FIFPRO, og hann kallar eftir nauðsynlegu eftirliti með andlegu ástandi leikmanna. „Það er fylgst með öllu hvað varðar líkamlega þáttinn eins og vöðvameiðsli, þoli, styrk, hraða og stöðu hjartans en það sama ætti að gilda um andlega heilsu viðkomandi,“ sagði Gouttebarge í frétt hjá FIFPRO. Gouttebarge segir að mikilvægt sé að auka fræðslu um öll andleg málefni og þar á meðal átröskun. Forvarnir og upplýsingagjöf geti hjálpað mörgum knattspyrnukonum að læra að borða rétt og stuðla um leið að betri árangri í sínum íþróttagreinum. View this post on Instagram A post shared by Girls United (@girlsunitedfc_) Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Rannsóknin sem um ræðir heitir Drake Football Study og er gerð á knattspyrnufólki, bæði körlum og konum. Hún hófst árið 2019 og á að taka tíu ár. Í henni er fylgst með bæði líkamlegu ástandi sem og andlegu ástandi leikmanna. Með fram rannsókninni voru gerðar sérstakar kannanir meðal ákveðinna hópa. Kannað var þannig sérstaklega andlega þáttinn hjá þeim 74 atvinnukonum í knattspyrnu sem tóku þátt í rannsókninni. Hún skilaði meðal annars sláandi niðurstöðum um matarvenjur kvenna í fótbolta. 🚨 One in five women’s footballers experienced disordered eating over a 12-month period, according to the #DrakeFootballStudy’s latest report.@TheDrakeFdn @PushBraces @MehilainenOy @AmsterdamUMC— FIFPRO (@FIFPRO) July 17, 2024 Þar kom fram að tuttugu prósent, ein af hverjum fimm knattspyrnukonum, hafi glímt við vandamál tengdum mataræði undanfarna tólf mánuði. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, vekja athygli á niðurstöðum úr rannsókninni en lesa má frétt þeirra hér. Það koma vissulega fram mjög athyglisverðar niðurstöður eins og þær að 55 prósent leikmanna glímdu við andlega vanlíðan á þessum tólf mánuðum. Dr Vincent Gouttebarge, er yfirlæknir hjá FIFPRO, og hann kallar eftir nauðsynlegu eftirliti með andlegu ástandi leikmanna. „Það er fylgst með öllu hvað varðar líkamlega þáttinn eins og vöðvameiðsli, þoli, styrk, hraða og stöðu hjartans en það sama ætti að gilda um andlega heilsu viðkomandi,“ sagði Gouttebarge í frétt hjá FIFPRO. Gouttebarge segir að mikilvægt sé að auka fræðslu um öll andleg málefni og þar á meðal átröskun. Forvarnir og upplýsingagjöf geti hjálpað mörgum knattspyrnukonum að læra að borða rétt og stuðla um leið að betri árangri í sínum íþróttagreinum. View this post on Instagram A post shared by Girls United (@girlsunitedfc_)
Fótbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira