Semur við ísraelskt lið stutt frá Gasa: „Besta tilboð sem ég hef fengið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2024 09:30 Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í Ísrael. vísir / sigurjón Sveinbjörn Pétursson verður fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að spila í ísraelsku úrvalsdeildinni. Mikill fjárhagslegur hvati var til staðar fyrir Sveinbjörn sem segist bera virðingu fyrir öllum skoðunum. Sveinbjörn fer til ísraelska liðsins Hapoel Ashdod frá Aue í Þýskalandi, alls lék hann með því félagi í átta ár. Frá 2012-16 og aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa jafnað sig af bakmeiðslum eftir bílslys og hætt við að hætta í handbolta. Nú liggur leiðin til Ísrael. „Það hefur sannarlega gengið á ýmsu. Stefnan eftir síðasta vetur var tekin norður á bóginn, eitthvað á Norðurlöndin, en svo kom eitthvað upp á borðið sem að sneri því við og stefnan er tekin á Ísrael.“ Væn launahækkun Vitað er að í ísraelskum íþróttum er nægt fjármagn til staðar. Hækkarðu mikið í launum við að fara þangað? „Já, þetta er eitt af betri, eða bara besta tilboð sem ég hef fengið. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að maður tók þessu tilboði. Það er oftast þannig með menn sem eru í íþróttum, stór hluti af hverri ákvörðun sem maður tekur er að þetta þarf að borga sig fjárhagslega.“ Mun búa fimmtíu kílómetra frá Gasa og svarar ekki gagnrýni Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael, tæpum fimmtíu kílómetrum frá Gasaströndinni þar sem styrjöld geisar. „Áður en ég skrifa undir var ég búinn að vera í sambandi við stráka sem hafa spilað þarna og eru að spila þarna. Þeirra lýsingar á þeim stað sem við erum að fara að búa á eru góðar, jákvæðar og menn eru öruggir. Ég þarf ekki að vita meira en það, þá líður mér vel.“ Óhjákvæmilega hefur Sveinbjörn sætt gagnrýni fyrir ákvörðunina að flytja til og starfa innan Ísraelsríkis. „Ég er ekkert að svara því, ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem hefur skoðanir á öllum hlutum sem það vill hafa skoðun á. Það truflar mig ekki,“ sagði Sveinbjörn að lokum. Þýski handboltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Sveinbjörn fer til ísraelska liðsins Hapoel Ashdod frá Aue í Þýskalandi, alls lék hann með því félagi í átta ár. Frá 2012-16 og aftur undanfarin fjögur ár eftir að hafa jafnað sig af bakmeiðslum eftir bílslys og hætt við að hætta í handbolta. Nú liggur leiðin til Ísrael. „Það hefur sannarlega gengið á ýmsu. Stefnan eftir síðasta vetur var tekin norður á bóginn, eitthvað á Norðurlöndin, en svo kom eitthvað upp á borðið sem að sneri því við og stefnan er tekin á Ísrael.“ Væn launahækkun Vitað er að í ísraelskum íþróttum er nægt fjármagn til staðar. Hækkarðu mikið í launum við að fara þangað? „Já, þetta er eitt af betri, eða bara besta tilboð sem ég hef fengið. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að maður tók þessu tilboði. Það er oftast þannig með menn sem eru í íþróttum, stór hluti af hverri ákvörðun sem maður tekur er að þetta þarf að borga sig fjárhagslega.“ Mun búa fimmtíu kílómetra frá Gasa og svarar ekki gagnrýni Ashdod er stærsta hafnarborg Ísrael, tæpum fimmtíu kílómetrum frá Gasaströndinni þar sem styrjöld geisar. „Áður en ég skrifa undir var ég búinn að vera í sambandi við stráka sem hafa spilað þarna og eru að spila þarna. Þeirra lýsingar á þeim stað sem við erum að fara að búa á eru góðar, jákvæðar og menn eru öruggir. Ég þarf ekki að vita meira en það, þá líður mér vel.“ Óhjákvæmilega hefur Sveinbjörn sætt gagnrýni fyrir ákvörðunina að flytja til og starfa innan Ísraelsríkis. „Ég er ekkert að svara því, ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem hefur skoðanir á öllum hlutum sem það vill hafa skoðun á. Það truflar mig ekki,“ sagði Sveinbjörn að lokum.
Þýski handboltinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira