Borgarstjóri Parísar synti í Signu: „Ekkert of hættulegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 13:02 Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, sést hér synda í Signu í dag. Getty/Pierre Suu Parísarbúar gera nú allt til þess að sannfæra allan heiminn um það að það sé í lagi að synda í ánni Signu. París segir að takist hafi að hreinsa skítugu ána þeirra fyrir Ólympíuleikana. Ólympíuleikarnir hefjast í París eftir rúma viku og meðal keppnisstaðanna er áin Signa sem rennur í gegnum París. Setningarhátíðin fer fram í bátum á Signu en það verður líka keppt þar í þríþraut og útisundi. Bannað í hundrað ár Það hefur ekki mátt synda í Signu í yfir hundrað ár vegna óþrifnaðar og hættulegra sýkla og baktería en París eyddi risastórum upphæðum í að hreinsa ána. La Maire de Paris s’est baignée dans la Seine à quelques jours des #JeuxOlympiques. Jacques Chirac en avait rêvé, Anne Hidalgo l’a fait ! Chose promise, chose due. Ce sera un formidable héritage pour les Parisiens. Y compris à #Paris15 où il y aura bientôt un site de baignade pic.twitter.com/rArQPo4dLQ— Anouch Toranian (@AnouchToranian) July 17, 2024 Hættulegrar bakteríur hafa þó haldið áfram að finnast í ánni á síðustu mánuðum en forráðamenn leikanna fullyrða að það verði hættulaust fyrir fólk eins og íslensku þríþrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur að synda í Signu. Það var því táknrænt þegar Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, synti sjálf í Signu í dag. E. Coli á undanhaldi Síðustu mælingar eru sagðar hafa komið vel út út og borgarstjórinn stakk sér til sunds í dag. E. Coli bakteríurnar eru á undanhaldi og því stóð hún við loforð sitt. Hidalgo fylgdi þá í fótspor íþróttamálaráðherrans Amelie Oudea-Castera sem synti í Signu um helgina. Bæði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hafa líka lofað því að synda í ánni. Keppir 31. júlí „Vatnið er virkilega gott. Svolítið kalt en ekkert of hættulegt,“ sagði Anne Hidalgo eftir sundið. Þríþrautarkeppnin fer fram 30. og 31. júlí en Guðlaug Edda keppir seinni daginn. Það verður því komin reynsla á aðstæður eftir keppni karlanna daginn áður. 🏊♀️🇫🇷 ALERTE INFO - Anne Hidalgo se baigne actuellement dans la Seine. (BFMTV) pic.twitter.com/a2yPPX1Klj— Mediavenir (@Mediavenir) July 17, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira
Ólympíuleikarnir hefjast í París eftir rúma viku og meðal keppnisstaðanna er áin Signa sem rennur í gegnum París. Setningarhátíðin fer fram í bátum á Signu en það verður líka keppt þar í þríþraut og útisundi. Bannað í hundrað ár Það hefur ekki mátt synda í Signu í yfir hundrað ár vegna óþrifnaðar og hættulegra sýkla og baktería en París eyddi risastórum upphæðum í að hreinsa ána. La Maire de Paris s’est baignée dans la Seine à quelques jours des #JeuxOlympiques. Jacques Chirac en avait rêvé, Anne Hidalgo l’a fait ! Chose promise, chose due. Ce sera un formidable héritage pour les Parisiens. Y compris à #Paris15 où il y aura bientôt un site de baignade pic.twitter.com/rArQPo4dLQ— Anouch Toranian (@AnouchToranian) July 17, 2024 Hættulegrar bakteríur hafa þó haldið áfram að finnast í ánni á síðustu mánuðum en forráðamenn leikanna fullyrða að það verði hættulaust fyrir fólk eins og íslensku þríþrautarkonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur að synda í Signu. Það var því táknrænt þegar Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, synti sjálf í Signu í dag. E. Coli á undanhaldi Síðustu mælingar eru sagðar hafa komið vel út út og borgarstjórinn stakk sér til sunds í dag. E. Coli bakteríurnar eru á undanhaldi og því stóð hún við loforð sitt. Hidalgo fylgdi þá í fótspor íþróttamálaráðherrans Amelie Oudea-Castera sem synti í Signu um helgina. Bæði Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, hafa líka lofað því að synda í ánni. Keppir 31. júlí „Vatnið er virkilega gott. Svolítið kalt en ekkert of hættulegt,“ sagði Anne Hidalgo eftir sundið. Þríþrautarkeppnin fer fram 30. og 31. júlí en Guðlaug Edda keppir seinni daginn. Það verður því komin reynsla á aðstæður eftir keppni karlanna daginn áður. 🏊♀️🇫🇷 ALERTE INFO - Anne Hidalgo se baigne actuellement dans la Seine. (BFMTV) pic.twitter.com/a2yPPX1Klj— Mediavenir (@Mediavenir) July 17, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira