Fyrsta heimasmíðaða útvarp landsins til sýnis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. júlí 2024 22:52 Sigurður Harðarson við „gamla“ jeppann sinn, sem er til sýnis fyrir utan Samgöngusafnið í Skógum en Sigurður á heiður skilinn fyrir hvað hann sinnir safninu vel og er alltaf að koma með gamla muni í það til varðveislu, eins og útvarpið frá 1923. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrsta heimasmíðaða útvarpstæki landsins, sem smíðað var 1923 á Seyðisfirði vekur nú mikla athygli gesta á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Sigurður Harðarson, rafeindavirki á heiðurinn af því að útvarpið er nú komið á Samgöngusafnið þar sem gestir geta skoðað það og lesið sig til um sögu þess. Þorsteinn Gíslason, stöðvarstjóri á Seyðisfirði smíðaði útvarpstækið og nokkur samskonar í viðbót en hann var mikill áhugamaður um útvörp og útvarpssendingar. „Hann smíðaði það allt saman, kassann og allt tengivirkið, eða bjó það til. Hann hefur flutt inn þessa íhluti sennilega frá Bretlandi og svo útbjó hann bara tækið og hannaði það sjálfur,” segir Sigurður. Tækið er fjögurra lampa smíðað 1923 en Þorsteinn var með risa loftnet fyrir utan heimilið sitt þannig að allt næðist nú vel og heyrðist vel í tækinu. „Og hérna stillir hann næmleikann eins og þegar við erum að stilla útvarpstæki og svo þegar hann hefur ætlað að hlusta á miðbylgjuna þá hefur hann þurft að skipta um spólur í sökklinum,” bætir Sigurður við. Útvarpstækið vekur alltaf mikla athygli á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En virkar útvarpið? „Nei, við höfum ekki reynt að láta það virka.” En af hverju heldur þú að Þorsteinn hafi farið að smíða útvörp, var hann svona forvitinn og vildi vita hvað væri að gerast í heiminum eða hvað? Helstu upplýsingar um útvarpið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þú gast ekkert keypt útvörp, þau kostuðu bara eins og einbýlishús, þannig að hann bara smíðaði þetta út af því, gerði þetta miklu ódýrara,” segir Sigurður. Teikning af tækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins Rangárþing eystra Söfn Fjölmiðlar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Sigurður Harðarson, rafeindavirki á heiðurinn af því að útvarpið er nú komið á Samgöngusafnið þar sem gestir geta skoðað það og lesið sig til um sögu þess. Þorsteinn Gíslason, stöðvarstjóri á Seyðisfirði smíðaði útvarpstækið og nokkur samskonar í viðbót en hann var mikill áhugamaður um útvörp og útvarpssendingar. „Hann smíðaði það allt saman, kassann og allt tengivirkið, eða bjó það til. Hann hefur flutt inn þessa íhluti sennilega frá Bretlandi og svo útbjó hann bara tækið og hannaði það sjálfur,” segir Sigurður. Tækið er fjögurra lampa smíðað 1923 en Þorsteinn var með risa loftnet fyrir utan heimilið sitt þannig að allt næðist nú vel og heyrðist vel í tækinu. „Og hérna stillir hann næmleikann eins og þegar við erum að stilla útvarpstæki og svo þegar hann hefur ætlað að hlusta á miðbylgjuna þá hefur hann þurft að skipta um spólur í sökklinum,” bætir Sigurður við. Útvarpstækið vekur alltaf mikla athygli á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En virkar útvarpið? „Nei, við höfum ekki reynt að láta það virka.” En af hverju heldur þú að Þorsteinn hafi farið að smíða útvörp, var hann svona forvitinn og vildi vita hvað væri að gerast í heiminum eða hvað? Helstu upplýsingar um útvarpið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þú gast ekkert keypt útvörp, þau kostuðu bara eins og einbýlishús, þannig að hann bara smíðaði þetta út af því, gerði þetta miklu ódýrara,” segir Sigurður. Teikning af tækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða safnsins
Rangárþing eystra Söfn Fjölmiðlar Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira