Luis Suárez hetjan í mögulega síðasta landsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 09:30 Luis Suarez var tolleraður af liðsfélögum sínum í leikslok. Getty/Grant Halverson Luis Suárez tryggði Úrúgvæ vítakeppni og skoraði síðan úr sínu víti í henni þegar Úrúgvæ vann bronsið í Suðurameríkukeppni landsliða í nótt. Úrúgvæ og Kanada gerðu 2-2 jafntefli í leiknum um þriðja sætið en Úrúgvæ vann vítakeppnina 4-3. Kanadamenn voru 2-1 yfir í uppbótatíma leiksins þegar Suárez jafnaði með sínu 69. landsliðsmarki. Hann er orðinn 37 ára og þetta gæti mögulega verið hans síðasti landsleikur. Með markinu varð hann sá elsti til að skora í keppninni. With a stoppage time goal that sent the game to penalties, Luis Suárez became the oldest player to ever score in Copa América history 👏🇺🇾 pic.twitter.com/6J7YTFIND3— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 14, 2024 Rodrigo Bentancur kom Úrúgvæ í 1-0 á 8. mínútu en Ismaël Koné jafnaði fjórtán mínútum síðar. Jonathan David fylgdi eftir skoti Koné og kom Kanada yfir á 80. mínútu og það leit út fyrir að ætla að verða sigurmarkið. Suárez bjargaði hins vegar málunum á annarri mínútu í uppbótatíma og því réðust úrslitin í vítakeppni. Úrúgvæmenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnum sínum en Sergio Rochet varði víti frá Ismaël Koné og Alphonso Davies tryggði Úrúgvæ síðan bronsið með því að skjóta í slá úr fjórðu spyrnu Kanada. Federico Valverde, Rodrigo Bentancur, Giorgian de Arrascaeta og Luis Suárez skoruðu úr vítunum en Kanadamennirnir Jonathan David, Moïse Bombito og Mathieu Choinière nýttu sínar spyrnur. Þetta er í tíunda skiptið sem Úrúgvæ vinnur bronsið í Copa America og í 31. skiptið sem Úrúgvæjar vinna til verðlauna í keppninni. Úrúgvæ hafði samt ekki komust á verðlaunapall í þrettán ár eða síðan þeir unnu keppnina 2011. Úrúgvæ hefur alls unnið Suðurameríkukeppnina fimmtán sinnum eða jafnoft og Argentína. Argentína mætir Kólumbíu í úrslitaleiknum seint í kvöld og bætir því metið með sigri. Luis Suárez, leyenda viva de nuestro fútbol 🥹 pic.twitter.com/qqz9pJBxy2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) July 14, 2024 Copa América Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Úrúgvæ og Kanada gerðu 2-2 jafntefli í leiknum um þriðja sætið en Úrúgvæ vann vítakeppnina 4-3. Kanadamenn voru 2-1 yfir í uppbótatíma leiksins þegar Suárez jafnaði með sínu 69. landsliðsmarki. Hann er orðinn 37 ára og þetta gæti mögulega verið hans síðasti landsleikur. Með markinu varð hann sá elsti til að skora í keppninni. With a stoppage time goal that sent the game to penalties, Luis Suárez became the oldest player to ever score in Copa América history 👏🇺🇾 pic.twitter.com/6J7YTFIND3— FOX Soccer (@FOXSoccer) July 14, 2024 Rodrigo Bentancur kom Úrúgvæ í 1-0 á 8. mínútu en Ismaël Koné jafnaði fjórtán mínútum síðar. Jonathan David fylgdi eftir skoti Koné og kom Kanada yfir á 80. mínútu og það leit út fyrir að ætla að verða sigurmarkið. Suárez bjargaði hins vegar málunum á annarri mínútu í uppbótatíma og því réðust úrslitin í vítakeppni. Úrúgvæmenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnum sínum en Sergio Rochet varði víti frá Ismaël Koné og Alphonso Davies tryggði Úrúgvæ síðan bronsið með því að skjóta í slá úr fjórðu spyrnu Kanada. Federico Valverde, Rodrigo Bentancur, Giorgian de Arrascaeta og Luis Suárez skoruðu úr vítunum en Kanadamennirnir Jonathan David, Moïse Bombito og Mathieu Choinière nýttu sínar spyrnur. Þetta er í tíunda skiptið sem Úrúgvæ vinnur bronsið í Copa America og í 31. skiptið sem Úrúgvæjar vinna til verðlauna í keppninni. Úrúgvæ hafði samt ekki komust á verðlaunapall í þrettán ár eða síðan þeir unnu keppnina 2011. Úrúgvæ hefur alls unnið Suðurameríkukeppnina fimmtán sinnum eða jafnoft og Argentína. Argentína mætir Kólumbíu í úrslitaleiknum seint í kvöld og bætir því metið með sigri. Luis Suárez, leyenda viva de nuestro fútbol 🥹 pic.twitter.com/qqz9pJBxy2— CONMEBOL Copa América™️ (@CopaAmerica) July 14, 2024
Copa América Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira