„Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2024 13:07 Einar Þór Sand formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi Vísir Það var sumar í tvo daga á Snæfellsnesi að sögn björgunarsveitarmanns á svæðinu þar sem gular viðvaranir hafa verið í gildi. Tré rifnuðu upp með rótum á Þingeyri í gær og hjólhýsi fuku í Húnavatnssýslu. Hengirúm sem sést í myndbandi hér fyrir neðan er eins konar táknmynd fyrir sumarveðrið sem íbúum á Vesturlandi og víðar hefur verið boðið upp á. Hinn sumarlegi fuglasöngur víkur fyrir háværum vindhviðum. Gríðarlegt rok var á Þingeyri í fyrradag. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Marsibil G. Kristjánsdóttir, íbúi á svæðinu ætlaði að festa óveðrið á filmu en þurfti að koma sér inn eftir að stærðarinnar grein féll beint fyrir framan hana. Á sama tíma njóta íbúar á Austurlandi veðurblíðunnar þar sem hiti fer yfir tuttugu gráður. Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa og í Breiðafirði vegna óvenju mikillar rigningar. Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi og aðstæður fyrir ferðamenn varasamar. „Það er búið að vera svona ágætis haustveður, eigum við ekki að segja það. Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur. Það hafa komið tveir sumardagar komið síðan í maí, það er ekki flóknara hér á Snæfellsnesinu,“ sagði Einar Þór Sand, formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lítið var um útköll á Snæfellsnesi í gærnótt og í fyrradag en nokkur í Húnavatnssýslu þar sem hjólhýsi fuku. Ekkert hjólhýsaveður hefur verið á Norðurlandi vestra. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í fyrradag og annað daginn þar á undan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hvatti veðurfræðingur þá sem draga eftirvagna á svæðinu til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað Einar sagði áðurnefnd útköll óvanaleg fyrir þennan árstíma. Margir séu orðnir þreyttir á vetrarveðrinu. „Ekki ég en auðvitað finnst fólki óþægilegt að hafa engan hita og það er ómögulegt að fara að mála glugga eða sinna einhverju svoleiðis viðhaldi því það er svo blautt. Það hefur ekki gefist neitt tækifæri til að gera neitt sem maður gerir vanalega á sumrin.“ Veður Ísafjarðarbær Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Hengirúm sem sést í myndbandi hér fyrir neðan er eins konar táknmynd fyrir sumarveðrið sem íbúum á Vesturlandi og víðar hefur verið boðið upp á. Hinn sumarlegi fuglasöngur víkur fyrir háværum vindhviðum. Gríðarlegt rok var á Þingeyri í fyrradag. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Marsibil G. Kristjánsdóttir, íbúi á svæðinu ætlaði að festa óveðrið á filmu en þurfti að koma sér inn eftir að stærðarinnar grein féll beint fyrir framan hana. Á sama tíma njóta íbúar á Austurlandi veðurblíðunnar þar sem hiti fer yfir tuttugu gráður. Gular viðvaranir eru í gildi á Faxaflóa og í Breiðafirði vegna óvenju mikillar rigningar. Líkur eru á aurskriðum og grjóthruni á Vesturlandi og aðstæður fyrir ferðamenn varasamar. „Það er búið að vera svona ágætis haustveður, eigum við ekki að segja það. Það hefur í raun og veru ekkert sumar komið hjá okkur. Það hafa komið tveir sumardagar komið síðan í maí, það er ekki flóknara hér á Snæfellsnesinu,“ sagði Einar Þór Sand, formaður björgunarsveitarinnar á Snæfellsnesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Lítið var um útköll á Snæfellsnesi í gærnótt og í fyrradag en nokkur í Húnavatnssýslu þar sem hjólhýsi fuku. Ekkert hjólhýsaveður hefur verið á Norðurlandi vestra. Eitt hjólhýsi fauk af veginum þar í fyrradag og annað daginn þar á undan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær hvatti veðurfræðingur þá sem draga eftirvagna á svæðinu til að kynna sér aðstæður vel áður en lagt er af stað Einar sagði áðurnefnd útköll óvanaleg fyrir þennan árstíma. Margir séu orðnir þreyttir á vetrarveðrinu. „Ekki ég en auðvitað finnst fólki óþægilegt að hafa engan hita og það er ómögulegt að fara að mála glugga eða sinna einhverju svoleiðis viðhaldi því það er svo blautt. Það hefur ekki gefist neitt tækifæri til að gera neitt sem maður gerir vanalega á sumrin.“
Veður Ísafjarðarbær Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira