Óvissa og spenna í Frakklandi næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 12:55 Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Gabriel Attal, forsætisráðherra. Attal baðst lausnar úr embætti á fundi með Macron í morgun en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika í landinu. Christian Liewig/Corbis/Getty Images Óvenjuleg staða, þrungin óvissu, er uppi í frönskum stjórnmálum eftir seinni umferð þingkosninga í gær, þar sem undið var ofan af stórsigri Þjóðfylkingarinnar frá því í fyrri umferð en enginn flokkur náði meirihluta. Íslendingur búsettur í París segir næstu daga verða spennandi. Bandalag vinstri flokka varð hlutskarpast í seinni umferð kosninganna í gær, fékk 182 þingsæti. Miðjuflokkar Macrons fengu 168 sæti og Þjóðfylkingin hlaut 143. „Frakkar hafa sýnt það enn og aftur að kjósendur í Frakklandi vilja ekki öfgahægri við stjórn landsins. Þeir hafa verið að gera það í hátt í tuttugu ár að kjósa á ögurstundu gegn Þjóðfylkingunni, þó svo að Þjóðfylkingin hafi verið að vaxa og dafna síðustu árin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem búsett er í París. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er búsett í París og fylgist vel með stjórnmálum í Frakklandi.Stöð 2/Egill Óvenjuleg staða er nú komin upp í frönskum stjórnmálum. Enginn náði hreinum meirihluta og því virðist allt stefna í samsteypustjórn, líklegast skipaða vinstri- og miðjumönnum, að mati Rósu. Gabriel Attal forsætisráðherra fór á fund Emmanuels Macron forseta í morgun til að biðjast formlega lausnar úr embætti en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika. Og nú er óvissa um framhaldið. Jean-Luc- Melenchon einn af leiðtogum vinstri blokkarinnar hefur gert tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. „Hann [Melenchon] er bæði umdeildur innan síns eigin flokks og líka innan vinstri blokkarinnar. Það sem hann gerði strax eftir fyrstu tölur var að halda mikla og sterka ræðu þar sem hann hjólaði mjög hart í Macron og hans flokk, sem var kannski ekki mjög skynsamlegt eigi þessir tveir flokkar að ná að vinna saman í einhvers konar samsteypustjórn.“ Ekki hægt að líta fram hjá Þjóðfylkingunni Rósa telur Melenchon raunar ólíklegan sem forsætiráðherraefni vinstrisins. Olivier Faure leiðtogi Sósíaldemókrata og Marine Tondelier leiðtogi Frönsku græningjanna séu að hennar mati líklegri. „Þannig að þessir næstu dagar verða spennandi, það er áfram spenna í frönskum stjórnmálum. En svo skiptir líka máli að ná til þeirra tíu milljóna sem kusu frönsku Þjóðfylkinguna, það er ekki hægt að líta fram hjá þeim fjölda,“ segir Rósa. „Franski forsetinn hefur í raun mánuð til að skipa nýja ríkisstjórn. Ég myndi halda að nú sé verið að togast á um það hvort eigi að ljúka þessu sem fyrst að svo það komi fúnkerandi ríkisstjórn eða hvort eigi að bíða fram yfir Ólympíuleikana, aðeins að róa stöðuna, og koma svo fram með ríkisstjórn að þeim afloknum. Það er eitt af mörgu sem er verið að deila um núna.“ Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Bandalag vinstri flokka varð hlutskarpast í seinni umferð kosninganna í gær, fékk 182 þingsæti. Miðjuflokkar Macrons fengu 168 sæti og Þjóðfylkingin hlaut 143. „Frakkar hafa sýnt það enn og aftur að kjósendur í Frakklandi vilja ekki öfgahægri við stjórn landsins. Þeir hafa verið að gera það í hátt í tuttugu ár að kjósa á ögurstundu gegn Þjóðfylkingunni, þó svo að Þjóðfylkingin hafi verið að vaxa og dafna síðustu árin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem búsett er í París. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er búsett í París og fylgist vel með stjórnmálum í Frakklandi.Stöð 2/Egill Óvenjuleg staða er nú komin upp í frönskum stjórnmálum. Enginn náði hreinum meirihluta og því virðist allt stefna í samsteypustjórn, líklegast skipaða vinstri- og miðjumönnum, að mati Rósu. Gabriel Attal forsætisráðherra fór á fund Emmanuels Macron forseta í morgun til að biðjast formlega lausnar úr embætti en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika. Og nú er óvissa um framhaldið. Jean-Luc- Melenchon einn af leiðtogum vinstri blokkarinnar hefur gert tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. „Hann [Melenchon] er bæði umdeildur innan síns eigin flokks og líka innan vinstri blokkarinnar. Það sem hann gerði strax eftir fyrstu tölur var að halda mikla og sterka ræðu þar sem hann hjólaði mjög hart í Macron og hans flokk, sem var kannski ekki mjög skynsamlegt eigi þessir tveir flokkar að ná að vinna saman í einhvers konar samsteypustjórn.“ Ekki hægt að líta fram hjá Þjóðfylkingunni Rósa telur Melenchon raunar ólíklegan sem forsætiráðherraefni vinstrisins. Olivier Faure leiðtogi Sósíaldemókrata og Marine Tondelier leiðtogi Frönsku græningjanna séu að hennar mati líklegri. „Þannig að þessir næstu dagar verða spennandi, það er áfram spenna í frönskum stjórnmálum. En svo skiptir líka máli að ná til þeirra tíu milljóna sem kusu frönsku Þjóðfylkinguna, það er ekki hægt að líta fram hjá þeim fjölda,“ segir Rósa. „Franski forsetinn hefur í raun mánuð til að skipa nýja ríkisstjórn. Ég myndi halda að nú sé verið að togast á um það hvort eigi að ljúka þessu sem fyrst að svo það komi fúnkerandi ríkisstjórn eða hvort eigi að bíða fram yfir Ólympíuleikana, aðeins að róa stöðuna, og koma svo fram með ríkisstjórn að þeim afloknum. Það er eitt af mörgu sem er verið að deila um núna.“
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01
Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15
Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25