Munir safnsins geyma merkilega sögu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2024 09:53 Það eru ótrúlegustu hlutir til sýnis á Hérumbilsafni Gunna Jóns í Brákarey í Borgarnesi. Vísir/Elín Óvenjulegt safn sem legið hefur í kössum í nokkur ár er nú aftur sýnilegt almenningi í Borgarnesi. Munir safnsins geyma merkilega sögu svæðisins en safnstjórinn heldur mest upp á muni frá ömmu og afa. Um er að ræða Hérumbilsafn Gunna Jóns í Borgarnesi en þar er meðal annars atvinnulífs- og íþróttasaga Borgarness varðveitt í ýmsum munum. „Þetta eru gamlir munir. Þetta er sagan hérna, atvinnusagan í Borgarnesi, bæði Loftorka og Sparisjóðurinn og Kaupfélagið og fleiri fyrirtæki. Dót sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina,“ segir Gunnar Jónsson safnstjóri í Hérumbilsafninu sem opnaði nýverið í nýju húsnæði í Brákarey. „Ég var í helmingi minna húsnæði fyrir nokkrum árum síðan en seldi það og þá fór þetta í kassa og búið að vera það í nokkur ár. Núna er að flytja íþetta húsnæði sem er hundrað fermetrar en er eiginlega allt of lítið, þið sjáið að þetta er allt of þröngt, þétt á milli hluta hérna, maður hefði viljað hafa þetta aðeins rýmra,“ segir Gunnar. Þótt safnið sé stórt og mikið er safnstjórnin þó ekki aðal atvinna Gunnars. „Ég er smiður og múrari og hef verið að vinna í mörgum húsum þar sem fólk hefur ætlað að henda hlutum en ég hef fengið að hirða,“ segir Gunnar spurður hvernig það kom til að hann fór að safna þessum munum. Það kennir ýmissa grasa í safninu, en mest heldur Gunnar upp á muni úr afasmiðju. „Afi minn var bóndi hérna í sveitinni og hérna eru svona hlutir frá honum og ömmu. Mikið af smíðatengdu dóti, hélt mikið upp á þetta,“ segir Gunnar sem dáist af handverki afa síns frá því í gamla daga. Hann heldur einnig mikið upp á munina sem tengjast íþróttum, en sjálfur spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta með Skallagrím. Búningar og aðrir íþróttatengdir muni eru úr safni Gunnars sjálfs sem eru ýmist frá honum sjálfum eða sem honum hefur áskotnast frá öðrum. Þrátt fyrir að treyjurnar spanni fleiri áratugi úr sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og sveitarfélaginu öllu, þá er aðeins um að ræða lítinn hluta úr sögunni allri.Vísir/Elín Borgarbyggð Menning Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira
„Þetta eru gamlir munir. Þetta er sagan hérna, atvinnusagan í Borgarnesi, bæði Loftorka og Sparisjóðurinn og Kaupfélagið og fleiri fyrirtæki. Dót sem mér hefur áskotnast í gegnum tíðina,“ segir Gunnar Jónsson safnstjóri í Hérumbilsafninu sem opnaði nýverið í nýju húsnæði í Brákarey. „Ég var í helmingi minna húsnæði fyrir nokkrum árum síðan en seldi það og þá fór þetta í kassa og búið að vera það í nokkur ár. Núna er að flytja íþetta húsnæði sem er hundrað fermetrar en er eiginlega allt of lítið, þið sjáið að þetta er allt of þröngt, þétt á milli hluta hérna, maður hefði viljað hafa þetta aðeins rýmra,“ segir Gunnar. Þótt safnið sé stórt og mikið er safnstjórnin þó ekki aðal atvinna Gunnars. „Ég er smiður og múrari og hef verið að vinna í mörgum húsum þar sem fólk hefur ætlað að henda hlutum en ég hef fengið að hirða,“ segir Gunnar spurður hvernig það kom til að hann fór að safna þessum munum. Það kennir ýmissa grasa í safninu, en mest heldur Gunnar upp á muni úr afasmiðju. „Afi minn var bóndi hérna í sveitinni og hérna eru svona hlutir frá honum og ömmu. Mikið af smíðatengdu dóti, hélt mikið upp á þetta,“ segir Gunnar sem dáist af handverki afa síns frá því í gamla daga. Hann heldur einnig mikið upp á munina sem tengjast íþróttum, en sjálfur spilaði hann bæði fótbolta og körfubolta með Skallagrím. Búningar og aðrir íþróttatengdir muni eru úr safni Gunnars sjálfs sem eru ýmist frá honum sjálfum eða sem honum hefur áskotnast frá öðrum. Þrátt fyrir að treyjurnar spanni fleiri áratugi úr sögu knattspyrnu og körfubolta í Borgarnesi og sveitarfélaginu öllu, þá er aðeins um að ræða lítinn hluta úr sögunni allri.Vísir/Elín
Borgarbyggð Menning Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Sjá meira