Andrea og Arnar langfyrst á Akureyri Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 21:11 Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir halda áfram að raka inn verðlaunum en þau urðu einnig Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi í þessari viku. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR kom fyrst kvenna í mark og setti persónulegt met á Íslandsmeistaramótinu í hálfu maraþoni á Akureyri. Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla. Aðeins ein íslensk kona hefur hlaupið hálft maraþon hraðar en Andrea gerði í kvöld. Mótið er hluti af Akureyrarhlaupinu þar sem einnig er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupum. Þau Andrea og Arnar urðu einmitt Íslandsmeistarar í 10 km hlaupi í Ármannshlaupinu á þriðjudaginn. Hlaupi sem að vísu reyndist svo örlítið styttra en 10 kílómetrar. Andrea vann hálfmaraþonið í kvöld á tæplega einni klukkustund og sextán mínútum, eða 1:15:59. Hún hljóp fyrstu fimm kílómetrana á 17 mínútum og 22 sekúndum, og var á 39:05 eftir 11 kílómetra og 57:11 eftir 16 kílómetra. Andrea, sem fer ekki í hlaupaskó hér á landi án þess að vinna gull, hafði áður hlaupið hálft maraþon hraðast á 1:17:42 klukkustund og bætti sinn besta tíma því talsvert. Aðeins ólympíufarinn Martha Ernstsdóttir hefur hlaupið hálft maraþon hraðar, af íslenskum konum. Íslandsmet Mörthu var ekki í hættu í kvöld en það er 1:11:40 og hefur staðið frá árinu 1996. Önnur í mark í kvöld kom Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH á 1:19:47 eða 3 mínútum og 48 sekúndum á eftir Andreu. Íris Anna Skúladóttir úr FH vann svo bronsverðlaun á 1:24:11. Arnar bætti Íslandsmeistaratitli í safnið Hinn sigursæli Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla í hálfu maraþoni, en hann hljóp á 1:08:50 klukkustund og varð 4 mínútum og 23 sekúndum á undan næsta manni, Stefáni Kára Smárasyni, einnig úr Breiðabliki. Jörundur Frímann Jónasson úr Ungmennafélagi Akureyrar fékk brons en hann kom í mark aðeins 22 sekúndum á eftir Stefáni Kára. Í 10 km hlaupi karla vann Guðmundur Daði Guðlaugsson úr Ungmennafélagi Njarðvíkur sigur, á 34:48 mínútum. Heimakonan Anna Berglind Pálmadóttir vann 10 km hlaup kvenna á 37:40. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir vann 5 km hlaup kvenna á 17:54 mínútum og Stefán Pálsson úr Ármanni vann 5 km hlaup karla á 17:27 mínútum. Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Mótið er hluti af Akureyrarhlaupinu þar sem einnig er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupum. Þau Andrea og Arnar urðu einmitt Íslandsmeistarar í 10 km hlaupi í Ármannshlaupinu á þriðjudaginn. Hlaupi sem að vísu reyndist svo örlítið styttra en 10 kílómetrar. Andrea vann hálfmaraþonið í kvöld á tæplega einni klukkustund og sextán mínútum, eða 1:15:59. Hún hljóp fyrstu fimm kílómetrana á 17 mínútum og 22 sekúndum, og var á 39:05 eftir 11 kílómetra og 57:11 eftir 16 kílómetra. Andrea, sem fer ekki í hlaupaskó hér á landi án þess að vinna gull, hafði áður hlaupið hálft maraþon hraðast á 1:17:42 klukkustund og bætti sinn besta tíma því talsvert. Aðeins ólympíufarinn Martha Ernstsdóttir hefur hlaupið hálft maraþon hraðar, af íslenskum konum. Íslandsmet Mörthu var ekki í hættu í kvöld en það er 1:11:40 og hefur staðið frá árinu 1996. Önnur í mark í kvöld kom Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH á 1:19:47 eða 3 mínútum og 48 sekúndum á eftir Andreu. Íris Anna Skúladóttir úr FH vann svo bronsverðlaun á 1:24:11. Arnar bætti Íslandsmeistaratitli í safnið Hinn sigursæli Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla í hálfu maraþoni, en hann hljóp á 1:08:50 klukkustund og varð 4 mínútum og 23 sekúndum á undan næsta manni, Stefáni Kára Smárasyni, einnig úr Breiðabliki. Jörundur Frímann Jónasson úr Ungmennafélagi Akureyrar fékk brons en hann kom í mark aðeins 22 sekúndum á eftir Stefáni Kára. Í 10 km hlaupi karla vann Guðmundur Daði Guðlaugsson úr Ungmennafélagi Njarðvíkur sigur, á 34:48 mínútum. Heimakonan Anna Berglind Pálmadóttir vann 10 km hlaup kvenna á 37:40. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir vann 5 km hlaup kvenna á 17:54 mínútum og Stefán Pálsson úr Ármanni vann 5 km hlaup karla á 17:27 mínútum.
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira