Meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2024 12:26 Samkvæmt könnuninni telja 55,3 prósent Íslendinga mikilvægt að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði teknar upp á ný. Grafík/Sara Meirihluti þjóðarinnar vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. Maskína gerði könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12. - 20. júní. Af þeim sem tóku afstöðu eru 42,4 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, 21,9 prósent svöruðu hvorki né og 35,7 prósent eru andvíg inngöngu. Þá telja 55,3 prósent heimilanna mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild að sambandinu. 25,5 prósent töldu þjóðaratkvæðagreiðslu í meðallagi mikilvæga en 19,2 prósent töldu mikilvægi atkvæðagreiðsluna lítilvægt. Þorsteinn Pálsson segir hag breskra heimila hafa versnað eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.AP/Geert Vanden Wijngaert Þorsteinn Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisfloksins og forsætisráðherra segir þessar niðurstöður mjög afgerandi en komi þó ekki á óvart. Áberandi straumfall hafi verið í þessa átt. Það væri afgerandi stuðningur þegar þrír fjórðu hlutar kjósenda styddu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðum áfram. „Og gerir það að verkum að mínu mati að það er ekki lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna,“ segir Þorsteinn. Þingkosningar verða að óbreyttu næsta vor eða haust ef ríkisstjórnin situr út allt kjörtímabilið. Þorsteinn telur reyndar heppilegra að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram fyrir næstu kosningar eða samhliða þeim. Þorsteinn Pálsson vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu fari fram fyrir næstu alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm „Auðvitað veit enginn fyrirfram hver niðurstaðan er en það er mjög mikilvægt að minni hyggju að næsta ríkisstjórn sem þarf að fara í mikið endurreisnarstarf og marka nýja stefnu fyrir Ísland, viti frá fyrsta degi hver vilji kjósandanna er í þessu stóra máli,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Enda yrðu áhrifin á efnahagsstarfsemina mjög víðtæk. Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri. Þorsteinn segir ekki koma á óvart að meirihluta landsmanna telji að hag heimilanna væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Það lægi í augum uppi að aðild að sambandinu myndi styrkja hag heimilanna, rétt eins og útflutningsfyrirtækjanna sem gerðu upp upp í evrum. „Þetta er spurning um jöfn tækifæri, að allir fái að stíga þetta skref. Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson. Fréttin hefur verið uppfærð til að taka betur tillit til þeirra landsmanna sem svöruðu spurningunum hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Evrópusambandið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Maskína gerði könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12. - 20. júní. Af þeim sem tóku afstöðu eru 42,4 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, 21,9 prósent svöruðu hvorki né og 35,7 prósent eru andvíg inngöngu. Þá telja 55,3 prósent heimilanna mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild að sambandinu. 25,5 prósent töldu þjóðaratkvæðagreiðslu í meðallagi mikilvæga en 19,2 prósent töldu mikilvægi atkvæðagreiðsluna lítilvægt. Þorsteinn Pálsson segir hag breskra heimila hafa versnað eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.AP/Geert Vanden Wijngaert Þorsteinn Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisfloksins og forsætisráðherra segir þessar niðurstöður mjög afgerandi en komi þó ekki á óvart. Áberandi straumfall hafi verið í þessa átt. Það væri afgerandi stuðningur þegar þrír fjórðu hlutar kjósenda styddu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðum áfram. „Og gerir það að verkum að mínu mati að það er ekki lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna,“ segir Þorsteinn. Þingkosningar verða að óbreyttu næsta vor eða haust ef ríkisstjórnin situr út allt kjörtímabilið. Þorsteinn telur reyndar heppilegra að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram fyrir næstu kosningar eða samhliða þeim. Þorsteinn Pálsson vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu fari fram fyrir næstu alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm „Auðvitað veit enginn fyrirfram hver niðurstaðan er en það er mjög mikilvægt að minni hyggju að næsta ríkisstjórn sem þarf að fara í mikið endurreisnarstarf og marka nýja stefnu fyrir Ísland, viti frá fyrsta degi hver vilji kjósandanna er í þessu stóra máli,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Enda yrðu áhrifin á efnahagsstarfsemina mjög víðtæk. Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri. Þorsteinn segir ekki koma á óvart að meirihluta landsmanna telji að hag heimilanna væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Það lægi í augum uppi að aðild að sambandinu myndi styrkja hag heimilanna, rétt eins og útflutningsfyrirtækjanna sem gerðu upp upp í evrum. „Þetta er spurning um jöfn tækifæri, að allir fái að stíga þetta skref. Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson. Fréttin hefur verið uppfærð til að taka betur tillit til þeirra landsmanna sem svöruðu spurningunum hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Evrópusambandið Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði