Segja Ásgeir Helga hafa verið 20 mínútur í stæðinu Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2024 15:54 Isavia Innanlandsflugvellir standa fast á sínu, segja Ásgeir Helga hafa lagt í P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum. Svar hefur borist frá Isavia Innanlandsflugi vegna erindis Ásgeirs Helga Þrastarsonar um reikning vegna bílastæðis við Reykjavíkurflugvöll. Þar segir meðal annars að Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Vísir greindi frá raunum Ásgeirs Helga fyrr í dag og leitaði þá til Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Guðjón setti sig í samband við Isavia Innanlandsflugvelli vegna fréttarinnar um gjaldtöku á Reykjavíkurflugvelli. Það fer hér í heild sinni neðar en Sigrún Björk Jakobsdóttur er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Svar Isavia Innanlandsflugi: „Nokkur umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um viðskiptavin á bílastæði Reykjavíkurflugvallar sem sendi Isavia Innanlandsflugvöllum erindi vegna reiknings sem honum barst fyrir notkun bílastæðisins. Erindið frá viðkomandi barst Isavia Innanlandsflugvöllum á tólfta tímanum í dag og var verið að vinna svar til hans þegar umfjöllun um málið kom í fjölmiðlum. Viðkomandi lagði bíl sínum á bílastæði þar sem gjaldtaka hófst í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið víða eru tvö gjaldsvæði á bílastæðunum við Reykjavíkurflugvöll, P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum og P2 þar sem gjaldtaka hefst að 45 mínútum liðnum. Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var þar – samkvæmt myndavélakerfi okkar – í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Ef bíl er lagt lengur en í 15 mínútur á P1 bílastæðinu á Reykjavíkurflugvelli þarf að greiða 500 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Ef það er gert innan tveggja sólahringa frá því ekið er út af stæðinu með þeim greiðsluleiðum sem eru í boði bætist ekkert þjónustugjald við. Hafi rukkun borist í heimabanka bíleiganda eru þessir tveir sólahringar liðnir og þá bætist 1.490 króna þjónustugjald við. Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldtökuna á vef Reykjavíkurflugvallar og þær greiðsluleiðir sem eru í boði og eru til dæmis í boði afar þægilegar lausnir fyrir þá sem oft eiga erindi á flugvöllinn.“ Þessi mynd ásamt þeirri hér neðar á að sýna að Ásgeir Helgi hafi ekki gætt að sér og því hvar hann lagði. Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Vísir greindi frá raunum Ásgeirs Helga fyrr í dag og leitaði þá til Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Guðjón setti sig í samband við Isavia Innanlandsflugvelli vegna fréttarinnar um gjaldtöku á Reykjavíkurflugvelli. Það fer hér í heild sinni neðar en Sigrún Björk Jakobsdóttur er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Svar Isavia Innanlandsflugi: „Nokkur umfjöllun hefur verið í fréttum í dag um viðskiptavin á bílastæði Reykjavíkurflugvallar sem sendi Isavia Innanlandsflugvöllum erindi vegna reiknings sem honum barst fyrir notkun bílastæðisins. Erindið frá viðkomandi barst Isavia Innanlandsflugvöllum á tólfta tímanum í dag og var verið að vinna svar til hans þegar umfjöllun um málið kom í fjölmiðlum. Viðkomandi lagði bíl sínum á bílastæði þar sem gjaldtaka hófst í síðasta mánuði. Eins og fram hefur komið víða eru tvö gjaldsvæði á bílastæðunum við Reykjavíkurflugvöll, P1 þar sem gjaldtaka hefst að fimmtán mínútum liðnum og P2 þar sem gjaldtaka hefst að 45 mínútum liðnum. Viðkomandi viðskiptavinur lagði bíl sínum á P1 bílastæðinu og var þar – samkvæmt myndavélakerfi okkar – í tæpar 5 mínútur umfram gjaldfrjálsa tímann. Ef bíl er lagt lengur en í 15 mínútur á P1 bílastæðinu á Reykjavíkurflugvelli þarf að greiða 500 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Ef það er gert innan tveggja sólahringa frá því ekið er út af stæðinu með þeim greiðsluleiðum sem eru í boði bætist ekkert þjónustugjald við. Hafi rukkun borist í heimabanka bíleiganda eru þessir tveir sólahringar liðnir og þá bætist 1.490 króna þjónustugjald við. Hér má finna nánari upplýsingar um gjaldtökuna á vef Reykjavíkurflugvallar og þær greiðsluleiðir sem eru í boði og eru til dæmis í boði afar þægilegar lausnir fyrir þá sem oft eiga erindi á flugvöllinn.“ Þessi mynd ásamt þeirri hér neðar á að sýna að Ásgeir Helgi hafi ekki gætt að sér og því hvar hann lagði.
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Bílastæði Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira